10 datasets found
Place of Narration: Selárdalur
Á Selárdalshlíðum hinum nyrðri gengur klettur einn í sjó fram, sem heitir Steinbítahamar og er þar allmikið dýpi. Sagt er að nafnið dragi hann af því, að steinbítar hafi verið þar á land dregnir. Eitt sinn lá þar maður nokkur við að vorinu í kofa, sem hann hafði byggt á lítilli flöt fyrir ofan hamarinn. Var hann einn og dró mikið bæði af steinbít og öðrum...
Á 18. öld bjó á Króki í Selárdal maður sem sagður var fjölkunnugur og kallaðist Jón með sköturoðsgrallarann. Engu að síður sótti hann kirkju og var nafnið tilkomið vegna þess að í kirkjuferðum tók hann með grallara sem bundinn var inn í sköturoð. Eitt sinn átti stúlka að hafa hlegið að honum og reiddist Jón og hét henni því að hún myndi ekki hlægja viku...
Hér segir frá bændum og nágrönnum sem voru samferða í kaupstað fyrir jólin. Þeir voru frá Neðri-og Fremri-Uppsölum. Á heimleið staldraði Fremri-Uppsala bóndinn við á bæ einum en hinn hélt áfram. Þegar sá fyrrnefndi hélt svo aftur af stað, ákvað hann að koma við á Neðri-Uppsölum og hitta nágranna sinn, sem þá hefði átt að vera kominn heim. En hann var...
Árum-Kári bjó í Selárdal í Arnarfirði og var prestur að vígslu; hann var mesta afarmenni og fjölfróður. Jörðin Selárdalur liggur innarlega í dal og hafði Kári þar selstöð og sauðahús á vetrum. Þverbjörg lágu fyrir dalnum og heita þau Rauðubjörg, var nærri ógengt upp á þau nema í einstigi einu. Það var trú manna að tröll eða aðrir meinvættir hefðist við í...
Prestur nokkur í Selárdal var að undirbúa börn fyrir fermingu. Hann þurfti að skreppa frá og á meðan skemmtu drengirnir sér við það að leika prest. Þeir þóttust halda ræður í stólnum og svo ætlaði einn að fara að tóna fyrir altari. Þá sjá börnin stóran og mikinn mann í prestshempu koma inn í kirkjuna og horfði hann á þau. Börnin urðu svo hrædd að þau gátu...
Hér segir frá dreng sem kenndur var við móður sína og kallaður Mönguson. Hann kom eitt sinn að bænum í Selárdal og fékk þar hangikjöt að borða. Það var á Þorláksmessu að vetri. Þegar hann lagði af stað heim óskaði hann þess að þessi saðningur myndi endast honum fram á næstu Þorláksmessu. Drengurinn varð úti á leiðinni heim og fannst líkið ári síðar á sama...
Hér er sagt frá Guðrúnu Jónsdóttur og Árna Gíslasyni sem bjuggu lengst af á Neðrabæ í Selárdal. Árni var eitt sinn til sjós og fann þar tvö lík á báti. Þau voru jörðuð í Selárdal. Eftir þetta aflar Árni verr en áður og er líkunum kennt um. Hann dreymir annan manninn og aftekur sá að þetta sé hans sök, en gefur Árna ráð við aflaleysinu sem dugaði honum...
Þó skáldskapur hafi jafnan þókt kröftugri til að framkvæma yfirnáttúrlega hluti en óbundin ræða hafa eigi að síður andríkar bænir, bæði einstakra manna (presta) og heilla safnaða, einatt þókt duga vel bæði til að bæta úr böli einstakra manna og almennum hörmungum. Stundum er varla auðið að sjá hvernig þær bænir hafi verið lagaðar sem einstakir menn hafa...
Margir voru hættir Kára undarlegir; sá var einn að hann hvarf jafnan að heiman áður hann skyldi syngja messu og kom heim aftur ífærður prestsbúningi sínum. Er svo sagt að hann léti messuskrúða sinn geymdan í koti nokkru er hann hafði byggja látið norður og niður frá bænum í Selárdal og dregur nafn af því að Kári kom skrýddur þaðan og heitir hjáleiga þessi...
a. Tildrög ferðarinnar. Snæbjörn Jónsson bjó á Deildará á Múlanesi í Barðastrandarsýslu. Á árunum 1880-90 fóru allmargir úr Barðastrandarsýslu til Vesturheims og var Snæbjörn á Deildará einn þeirra, sem var hrifinn af lýsingum þeim, er hann fékk af Ameríku. Hann seldi jörð sína og bjóst til brottfarar til Vesturheims vorið 1888. Einar Ásgeirsson frétti...
Ferðasaga frá árinu 1888. A Tildrög ferðarinnar.