14 datasets found
Place of Narration: Norðurland
Bóndi á bæ einum á Norðurlandi hélt tvo vinnumenn, Sigurð og Jón. Hvarf eitt sinn fé bónda og margra annarra og fannst eigi. Hugðu menn að fjallaþjófar illu þessu. Fór Sigurður að leita fjárins. Kom hann í dal og var þar einn bær. Barði hann þar að dyrum. Kom þar út karl einn illilegur. Sagði Sigurður erindi sitt og að hann hefði séð sumt féð saman við...
Seint á 18. öld var smalastúlka ein á Skagaströnd sem Sólveig hét. Kom hún einhverju sinni til annarra vinnukvenna þar og sagði þeim hún hefði komist undir friðarbogann og óskað sér hún yrði kaupmannskona og hefði nóg efni til að gera gott. Þegar Sólveig varð fullorðin giftist hún beyki norður á Akureyri og eignuðust þau einn son. Mann þennan missti...
Sú trú er norðanlands að selir sæki í ófrískar konur. Þetta nota selveiðimenn sér og taka því oft ófrískar konur sínar með sér á sjó. Þannig ginna þeir selina að bátnum svo auðveldara sé að veiða þá.
Karl, kerling og börn þeirra tvö hétu skrýtnum nöfnum og skömmuðust sín fyrir þau. Ákveða þau eitt sinn að fara til kirkju án þess að minnast á nöfn sín. Gekk það ekki eftir og hló fólkið að nöfnum þeirra.
Börn voru ein heima á jólanótt þegar ófreskja kom inn og heimtaði peninga föður þeirra. Elsti drengurinn fékk honum þá en skaut síðan veruna. Þegar foreldrarnir komu heim sáu þau nágranna sinn dauðan á gólfinu sveipaðan sauðagærum.
Smaladrengur fyrir norðan kom í þoku á mel og fann þar fallegan stein. Hann var þreyttur og svangur og óskaði sér þangað sem menn eiga best og best er til haldið. Þá var hann allt í einu kominn í dýrðlega höll þar sem allt var til alls og hann færður í hin fallegustu föt. En honum leið ekki vel og fannst fólk horfa á hann með vorkunnar- og...
Á fyrstu tugum þessarar aldar var ljósmóðir í stóru byggðarlagi norðanlands sem var orðlögð fyrir heppni og nærfærni. Flestar konur ólu börn sín heima þar sem langt var til læknis og torsótt að komast á sjúkrahús. Hún var stundum spurð um ástæðuna fyrir velgengni hennar í starfi. Hún svaraði því til að þegar hún var nýkomin til starfs beint úr skóla þá...
Einu sinni fór maður einn af Norðurlandi til róðra suður á land ásamt fleirum öðrum. Maður þessi hét Jón og var heldur lítilmenni, en góðsamur og meinlaus. Þegar þeir félagar komu suður á fjöll skall á þá blindhríð. Varð Jón fljótt viðskila við samferðamenn sína og villtist svo hann vissi ei hvar hann fór. Kom hann loks eftir langa mæðu og mikið stríð í...
Börn á bæ einum voru oft hrædd með draug manns sem látist hafði. Þegar foreldrarnir voru að heiman klæddist smalinn hvítri voð og kom upp á loftskörina og þóttist vera draugurinn. Elsti drengurinn tók fjöl og barði hann í höfuðið. Smalans var saknað. Stuttu síðar segir drengurinn móður sinni frá draugnum og fannst svo smalinn dauður í fjósinu. Börnin voru...
Maður var nefndur Grímur. Honum varð það slys á að systir hans varð þunguð af hans völdum. Þegar þau systkin urðu þess vís struku þau á fjöll. Þegar þeirra var saknað var farið að leita strax og gekk það annars lagið í heilt ár. Ætlað var að faðir Gríms hefði komið til hans nauðsynlegum búsáhöldum og jafnvel stutt hann með ráðum árum saman. Tuttugu árum...
Finna hét skáldkona á Norðurlandi. Eitt sinn fékk hún far yfir fjörð en hundur hennar fékk ekki að vera um borð svo hann synti á eftir bátnum þar til hann sprakk. Hún mælti þá vísu til formanns (sjá vísu 1) sem varð mállaus. Sunnlendingar færa þessa sögu upp á Sigurveigu skáldkonu úr V-Skaft. Hún gekk á bát með sjómönnum er fóru til Vestmannaeyja....
Finna skáld og Sigurveig skáld
Maður var nefndur Einar og ólst upp á Norðurlandi. Hann lagði í vana sinn að fara til sjóróðra á Suðurnes á hverju hausti. Var hann því kallaður Suðurferða-Einar. Eitt haust villtist hann á leiðinni og lenti í dal einum. Drap hann á dyr á kotbæ sem þar var og kom út gamall maður. Bauð sá honum að dvelja um nóttina og setti hest hans i dyrasmugu afsíðis....
Þegar Björn prófastur Halldórsson var prestur á Eyjadalsá frá 1797-1810 byggði hann hjáleigukot sem Hlíðarendi heitir manni nokkrum er Jón Höskuldsson hét. Maður sá var einkar ráðvandur, en alla ævi var hann bláfátækur og undi manna bezt fátækt sinni. Þókti hann jafnan nokkuð hreykinn yfir sjálfum sér, bæri það undir að hann ætti að éta. Ekki var fólks...
Jón Höskuldsson á Hlíðarenda
Um og eftir miðja nítjándu öld var flökkukarl í V-Barðastrandarsýslu, Hjálmar Þorsteinsson, var hann ýmist kallaður Hjálmar goggur eða Pilsa-Hjálmar. Goggsnafnið kom til af því hvernig nefið á honum var í laginu, en Pilsa-Hjálmar var hann kallaður af því hann gat ekki sofið nema hann hefði pils ofan á sér. Hann var svartur á brún og brá, meðalmaður á hæð,...