9 datasets found
Place of Narration: Hornstrandir
Þeir gömlu héldu skötu hafa flestar náttúrur af fiskakynum, níu neytar og níu ónáttúrur, hinar fyrstu að hún verji dauðan mann níu nætur en éti hann upp aðrar níu sem málsháttur er af. Ef hún er étin síðust matar að kvöldverði lýgur hún upp á saklausan mann. Hún er heilnæmust að morgunverði eða miðdegis en þó ekki fyrst matar né síðast. Á þeim vaxa tvær...
Margir voru galdramenn á Hornströndum en verstir voru bræður tveir. Eitt sinn ferjuðu þeir bræður lömb prests með honum út í ey nokkra, skildu þeir prest þar eftir. Er í land kom spurði kona prests hvar hann væri og sögðu þeir hann vera að semja ræðu fyrir morgundaginn. Daginn eftir voru bræðurnir í kirkju og hafði kona prests látið sækja hann. Hélt...
Um sömu mundir og Leirulækjar-Fúsi var uppi var maður að nafni Galdra-Fúsi á Hornströndum sem sögur fóru af. Leirulækjar-Fúsi vildi reyna á kunnáttu hans og brá sér vestur. Hann kom til Galdra-Fúsa að kvöldi og sagði á gluggann hjá honum: „Sælir verið þér Galdra-Fúsi, nafni minn." En Galdra-Fúsi tók ekki undir því hann fann að það var sér ofurefli að...
Galdra-Fúsi og Leirulækjar-Fúsi
Sagt er að skriftargangur Hornstrendinga hafi á fyrri tímum verið þessi: „Ég er eins og ég var í fyrra."
„Ég er eins og ég var í fyrra"
Maður er Grímur nefndur; hann ólst upp á bæ þeim í Fljótshlíð er Gláma hét. (Sá bær er nú eyddur og af Þverá afbrotinn.) Grímur var snemma þreklegur að vexti og burðum, en mest kvað þó að glímni hans af því sem um er getið. Og svo fór að enginn maður þurfti að reyna við hann glímur hvörki til sjós né sveita. So varð hann mikill af þessu að hann fór að...
Guðrún glímna og Grímur Fljótshlíðingur
Guðmundur Ólafsson bóndi á Vindhæl á Skagaströnd fór einhverju sinni á hornstrandir til að sækja þangað sexæring sem hann hafði keypt. Þegar hann kemur þangað er annar maður sem vill kaupa bátinn. Guðmundur fær þó bátinn en hinn maðurinn segir að ferðin heim muni ganga ógreiðlega, jafnvel þó logn sé þegar Guðmundur heldur af stað. Þegar hann er komin...
Þorbergur Þorbergsson bóndi á Sæunnarstöðum í Hallárdal fór vestur á Hornstrandir að sækja rekavið. Hann sér í fjörunni fallega litla rauðviðarspýtu og óskar eftir því að fá hana. Eigandi vill ekki láta hana af hendi. Þegar Þorbergur er að leggja af stað, sér hann að eigandinn er ekki nærri, tekur spýtuna og leggur af stað heim. Stuttu síðar versnar...
Gjörningar 2.
Ekkja ein á Hornströndum hélt þrjá vinnumenn og hétu tveir þeirra Jón og Guðmundur og voru þeir bræður og karlmenni mikil. Var þó Jón talinn fremri þeirra. Reru þeir á vetrum. Einn haustdag voru þeir á sjó og höfðu dreng með sér. Skall á vont veður og hröktust þeir að hömrum og komust á land þar sem var hellir einn. Lögðust þeir til svefns þar og höfðu...
Íslendingar hafa haft mikla trú á kynjamagni agatsins, einkum þeir sem búa á Hornströndum. Hjátrúarfullir menn segja hann hafa 24 náttúrur af ýmsu tagi. Margir leituðu ráða til Jóns bónda Daníelssonar í Vogum. Hann lagði þeim oft ráð sem dugðu. Eitt sinn kom til hans formaður í Vogum sem jafnan var óheppinn með afla. Jón sagði honum að fara með austurtrog...