7 datasets found
Place of Narration: Helgafell None: religion; humour
Sæmundur Hólm (prestur að Helgafelli 1789-1819, dó 5. apríl 1821) var í mörgum hlutum ólíkur öðrum mönnum og undarlegur í háttum. Hann átti að vera kominn af álfum og margar sögur eru af honum undarlegar. Hann átti einnig að hafa verið galdramaður.
Sæmundur var prestur að Helgafelli og var mjög ólíkur öðrum. Hann var ekki prestlegur og notaði einu sinni samlíkingar úr umhverfinu til að lýsa Jerúsalem. Einnig skammaði hann sóknarbörnin fyrir að hlægja og geispa í kirkjunni.
Frá síra Sæmundi Hólm
Gestur sem var ungur Reykvíkingur fór vestur á Snæfellsnes ásamt þremur öðrum. Þeir höfðu meðferðis tjald í bíl sínum. Komu þeir síðla kvölds í nágrenni Helgafells, þeir tjölduðu við rætur fjallsins. Þegar þeir höfðu matast barst talið að sögnum um Helgafell meðal annars þeirri trú, að fornvættir hefðu þar aðsetur. Væri þar Bárður Snæfellsás einna elstur...
Í Fagurey var stórbóndi að nafni Páll. Hann var drykkjumaður að sið heldri manna á þeim dögum. Eitt sinn á laugardegi hélt hann af stað með konu sinni og stúlkum að heiman á báti og ætlaði til kirkju á Helgafelli daginn eftir. Þegar hann var kominn í bátinn sá hann vinnumenn sína við sláttinn og kom honum til hugar að hann hafi ekki minnst við þá að...
Páll í Fagurey biðst fyrirgefningar
Maður nokkur var með stórum ferðahópi á Snæfellsnesi. Fólkið gekk á Helgafell og hafði hlýtt flest þeim forna sið, að líta ekki til baka á leiðinni upp, svo það ætti kost á að óska sér einnar óskar, er upp var komið. Gist var í samkomuhúsi að Breiðabliki í Miklaholtshreppi. Var legið í svefnpokum á gólfinu og manninum gekk illa að festa svefn og fannst...
Við vísitatíu Finns biskups að Helgafelli voru meðal annars þrjár systur frá Þingvöllum. Biskupinn spurði þær og fannst þær mjög fáfróðar í þekkingu kristindómsins og benti þeim á hvílíkur sálvarvoði sem þær með fáfræðinni kynnu að steypa sér í. Þegar komið var út töluðu systurnar saman og sagði þá ein: „Það er undarligur maður biskupinn þessi." „Það er...
Innansleiktur af öllu góðu
Ekki alllangt frá Stykkishólmi er hóll sá er kallaður er Fagrihóll. Í honum er sagt að grafin séu auðæfi hins forna Helgafellsklausturs. Einu sinni var reynt að grafa í hólinn og þegar graftarmennirnir voru komnir býsna djúpt sýndist þeim Helgafellskirkja standa í björtu báli; hlupu þeir þangað til að slökkva eldinn. Síðan var byrjað að grafa í annað...