9 datasets found
Place of Narration: Hagi
Brandur var vinnumaður í Haga í Aðalreykjadal. Var honum í nöp við bónda sem bjó þar í sveitinni og höfðu þeir oft í heitingum hvor við annan. Sá fólk eitt sinn að Brandur var undarlegur í háttum og virtist sem hann væri að verjast einhverju. Fannst Brandur síðan dauður. Brandur hafði kunnað nokkuð fyrir sér og var sagt að hann hefði vakið upp draug í...
Það var kvöld eitt þegar vinnumaðurinn á Haga var úti í fjárgeymslu að það kom ung stúlka inn og gaf sig á tali við hann. Geðjaðist þeim vel að hvort öðru, enda var það í nokkur skipti sem hún kom til hans, vissi hann samt að hún var huldukona. Eitt skiptið er hún var hjá honum, og tafðist óvenjulegni, lagðist hann með henni. Vitjaði hún ekki til...
Maður nokkur var sendur af álfkonu til að fá skírt barn hennar í kirkju hjá presti. Maðurinn kvað vísu á kirkjugólfinu. Prestur vildi ekki skíra barnið. Álfkonan kom daginn eftir með þrenn messuklæði sem hún ætlaði að gefa presti fyrir skírnina en hann neitaði. Hún skildi þá lökustu messuklæðin eftir og þau eru enn til þar á staðnum.
Þegar Gísli og Þórunn, bjuggu í Býjarskerjum var hjá þeim vinnumaður er Brandur hét. Hann var sonur Einars er bjó í Götu í Holtum í Rangárvallasýslu og var forsöngvari í Hagakirkju. Eitt sinn á uppstigningardag var fjölmennt við Hagakirkju og voru flestir gengnir í kirkju. Sáu þeir sem úti voru hvar komu tveir karlar og tvær konur ókunnug áleiðis að...
Utan og neðan við bæinn Hólkot í Aðaldal er lítill hraunfláki sem Gálgahraun nefnist. Er sagt að það dragi nafn sitt af því að þar hafi sakamenn verið hengdir fyrrum. Enda hafa fundist þar hauskúpur og fleiri mannabein sem sanna þessi ummæli. Sunnan við Haga í Aðaldal eru tveir klettar, sem Gálgaklettar heita; það eru tveir hraundrangar, með mjög stuttu...
Tveimur bændum sinnast og annar sendir hinum draug. Sá notar hann til verka og lætur hann síðan fá belg fullan af hundaskít og segir honum að berja húsbónda sinn með honum sem hann og gerði. Eftir þetta flakkaði draugsi um og gerði usla þangað til að honum var komið niður.
Faðir Steinunnar og tveir aðrir menn voru að slá á Hagatúnum. Ákváðu þeir að fá sér blund í hlöðu sem var þar. Þá dreymdi einn þeirra að kerling kæmi til sín í hlöðunni, drægi sig og segðist ekki vilja vita af honum þar. Vaknaði hann síðan upp. Nokkrum árum síðar dreymdi annan mann einnig kerlingu sem sagðist ekki vilja hafa hann í sínum híbýlum og sama...
Maður var nefndur Jón písl, húsmaður á Hjallasandi, og var talinn ákvæðaskáld. Þorsteinn Sigurðsson bjó í Haga í Þingi. Systir konu hans tók saman við Jón písl. Þau réðu sig í kaupavinnu nyrðra eitt sumar og var hún hjá systur sinni. Um haustið hittust þau Vatnsdalsrétt og heimti Jón kaup hennar af Þorsteini því honum fannst hann borga lágt kaup. Þeir...
Í Haga á Barðaströnd var kerling er tók eftir því sem stendur í sálmi Hallgríms Péturssonar. Þegar búið var að lesa mælti hún: „Það skal þó ekki svo grátt leikið að mér að verði til fordæmingar að vera fyrir utan Kross.“ Síðan tók hún í snatri saman föggur sínar og strauk með þær inn fyrir Hagavaðal. Hún fékk vist á Vaðli, en næsti bær fyrir utan Vaðal...