63 datasets found
Place of Narration: Húsavík Grímsey
Séra Pétur gaf Lárusi eitt sinn kassa fullan af eggjum og öðrum vörum. Gaf Lárus Pétri í staðinn fullann kassa af mór.
Gjöf skal gjaldast
Bóndi nokkur var að reka fé sitt inn í hús, en engin skepna vildi inn sama hvað hann reyndi, grunaði bónda að ill vera væri á sveimi og sagði henni að fara til óvinar síns og fást við hann, svo gerði veran en óvinur bónda kunni margt fyrir sér og slapp undan verunni.
Ungur piltur er átti heitmey, deyr af slysförum: Félagar hans telja hans afturgengin og þora ekki að bera hann heim og fara tvisvar sinnum til prests. Í þriðja sinn fer prestur sjálfur á slysstað og snerist pilturinn að presti en prestur hótar honum og kyrrðist þá líkið. Pilturinn var jarðaður utan kirkjugarðs. Sækir piltur stíft að heitmey sinni. Prestur...
Einhvern tíma fyrir löngu urðu Grímseyingar kýrlausir og réru til lands að sækja kú. Á leiðinni út aftur heyrðu þeir skyndilega ógurlegt öskur, baulaði kýrin þá á móti og varð óróleg. Sást brátt ein ægileg sjóskepna koma vaðandi að bátnum, ærðist þá kýrin og braust um svo ekki þorðu mennirnir annað en leysa hana. Stökk hún óðara útbyrðis og synti móti...
NÁTTÚRUSÖGUR. Spendýr: Nauthveli á Skjálfanda
Kolbeinn hét maður sem bjó í Grímsey. Var hann talsvert efnaður og átti ýmis konar búshluti. Lánaði hann hjónum þar í eynni stamp undir súrmat. Eitt sinn er Kolbeinn var í bjargi að síga eftir fýlsunga hrapaði hann til dauða. Fór hann til hjónanna sem hann hafði lánað stampinn og krafðist að fá hann aftur. Lét konan Kolbein fá stampinn. Fundust stafir úr...
Maður að nafni Jón Jónsson var eitt sinn á ferð í Grímsey á tunglbjörtu vetrarkvöldi. Sá hann þá ókennilegt dýr. Það var lengra og lægra en hestur og virtist hafa fimmta fótinn sem það notaði til að hefja sig upp og hentist þannig áfram í loftinu.
Árið 1881, kvöld eitt um veturnætur, voru Sigurður bóndi í Sveinagörðum í Grímsey og Sigurbjörn vinnumaður hans að gera að fiski. Höfðu þeir ljós í fjörunni. Varð Sigurður á undan heim, en þegar Sigurbjörn var skömmu seinna kominn upp að bæjum heyrði hann ámátlegt gaul neðan úr fjörunni. Þetta endurtók sig, hvellt og skerandi, og er Sigurbjörn fór og leit...
Prestur sem þjónaði í Grímsey hafi átt í illdeilum við annan prest. Eitt sinn þegar skip kom í Grímsey kom með því draugur sem hinn hafði sent. Eftir það gat prestur ekki verið einn og hafði stúlku eina með sér hvert sem hann fór. Svo kom að hann nennti ekki lengur við það að búa og fór einn í hlöðu, þar réðist draugur á hann og þegar fólkið kom honum til...
Það er gömul trú að dýr það lifni af bjarndýrum er sé kynblendingur. Það hefur eitt horn í enni með lýsigullsteini í og getur lagt önnur dýr í gegn með því. Þetta dýr er mjög viturt og er kallað dýrakonungurinn. Það ræður yfir öðrum dýrum. Björninn þekkist frá birnunni því að hann verður rauðbleikur á öðrum vanganum þegar hann eldist og kallast því...
Ísbjörn lá eitt sinn í híði í Grímsey og óttuðust menn hann. Maður sem Eyjólfur hét lá fyrir honum og notaði eitt barn sitt sem beitu. Kom þá bangsi út úr híði sínu, grandaði barninu og hljóp til sjávar. Eyjólfur elti dýrið á báti uns hann náði því og gat hefnt barnsins.
Trú sumra er að sálir manna færu ekki strax til síns rétta heimkynna við dauðann heldur í ýmsa menn og dýr sem eru hendi næst. Þetta er eitthvað skylt þeim sið Grímseyingar að snúa líkkistum svo og svo marga hringi áður en þær eru bornar til grafar frá kirkjunni.
Sögumaður réri til fiskjar. Sem hann dregur á línu sína sér hann furðufiska tvo renna sér í vatnsskorpunni á ógnarferð. Komu þeir fram með bát hans og skárust færin í sundur vegna hárhvassra kamba þeirra.
Huldufólksbýli þau sem menn almennt töldu í Grímsey voru þessi (hér um bil árið 1848): 1. í Nónbríkinni nálægt Básum, – þar sást oft bátur lenda í litlum gjögri, þar var og kirkja huldufólksins, og heyrðust þar stundum hringingar; þangað sást líka messufólk ganga; 2. í Hamrahólunum; 3. í Ljúflingshól; þar gisti Þórður prestur aðra hverja jólanótt; 4. í...
Huldufólksbýli í Grímsey
Í Húsavík austur sást skrímsli sem líktist báti sem sagaður hafði verið þversum. Var það stundum í kafi og stundum uppi.
Ólafur Hallgrímsson bjó nokkur ár að Sævarenda og síðan í Nesi í Loðmundarfirði. Evert Wíum hinn sterki bjó í Húsavík og átti hana með öllum fylgijörðum. Hann þótti latur og illa laginn til búnaðar og var um hann kveðin vísa. Hann var eyðslusamur og fékk oft lán hjá Ólafi, en þegar Ólafur kallaði eftir skuldinni gat Evert aldrei borgað. Fór því svo að...
Hafnarbræðra þáttur. Ólafur fær Húsavík.
Á tindi einum háum og illkleifum nálægt Húsavík, er sagt að sé skál full af gulli. Ekki hefur reynt á það hvort rétt sé því enginn hefur lagt í það að klífa tindinn. Á þessum slóðum er mikið af einkennilegum steinum sem sýnast myndir af mönnum og dýrum.
Skrímsli sást í Húsavík sem leit út eins og tveir selir fastir saman á hliðunum. Það gaf frá sér hljóð, einkum ef það heyrði hljóð úr landi.
Afbrigði í Húsavík. Tvöfaldur selur.
Einu sinni var séra Helgi að ræða aflabrögð við Tjörnes við konuna í Saltvík. Spáði prestur að selurinn, sem árlega hafði veiðst mikið af út með öllu nesi, myndi hverfa, en fiskafli aukast. Taldi konan að aldrei hefði hval rekið innan til við flóann, en prestur sagði svo yrði samt áður en langt liði, þó líklega eftir sinn dag. Gekk þetta eftir; selurinn...
GALDRAMENN. þáttur af Helga presti Benediktssyni: 8. Aflabrögð við Tjörnes
Á árunum 1910-1915 vann heimildarmaður á sláturhúsi Kaupfélags Þingeyinga. Eitt haustið var fyrir mistök komið með fleira fé en hægt var að klára að slátra fyrsta laugardaginn. Varð að ráði að slátra því sem út af stóð á sunnudagsmorgni fremur en bíða til mánudags. Þótti sumum óviðkunnanlegt að slátra á sunnudegi en þetta var gert og kjötið var áætlað í...
HELGISÖGUR. Átök æðstu máttarvalda: Tók ekki nema sitt
Tveir menn fóru eftir kindum. Kona annars var að falli komin. Þeir tepptust og hugsaði faðirinn tilvonandi sterkt til granna síns sem hafði lofað að gæta konu hans. Kona grannanns sá andlit birtast sér, líkt andliti bóndans.