11 datasets found
Place of Narration: Gull. og Kjós.: Reykjavík Borgarfjörður
Húsfreyja ein í Borgarfirði var þekkt fyrir flasfengni og mælgi. Átti nágranni hennar að nafni Jóhannes eitt sinn erindi við hana í sláturtíðinni. Þegar Jóhannes kom var hún með rjúkandi sláturkepp í höndunum. Töluðu þau saman og hún sérstaklega mikið. Beit hún alltaf í keppinn á milli og þegar þau voru hætt að tala saman var hún búin með allan keppinn....
„Át ég keppinn, Jóhannes?“
Séra Hallgrímur Pétursson var kraftaskáld. Eitt sinn var hann á ferð upp í Borgarfirði og gisti á einum stórbæ um nóttina. Var hann hvorki fríður né ríkmannlega til fara og ung stúlka þar á bænum gerði grín að honum um kvöldið. Þá kvað hann til hennar og þegar hún heyrði kveðskapinn kom á hana reiðisvipur og bætti hann þá við. Hún hafði síðan enga eirð né...
Á þrettándanótt tala allar kýr. Á Þingeyrum dvaldist fjósamaður þessa nótt eftir þegar fjósverkum var lokið og leyndist í moðbás. Um miðnættisskeið stóð sú kýr upp sem næst var dyrum annars vegar í fjósinu og sagði: „Mál er að mæla." Þá stóð önnur upp og sagði: Maður er í fjósi." Síðan stóðu þær hver upp af annarri og töluðu; þriðja: „Hvað mun hann...
Kýrnar á þrettándanótt
Árið 1858 sótti Eiríkur kú yfir Borgarfjörð og fóru Þorvaldur á Brennistöðum og annar maður með honum. Ekkert bauð Eiríkur mönnunum í ferðinni nema graut úr aski og þorskhaus er hann geymdi i skut skipsins. Á bæ þar sem þeir stönsuðu á leið út með firði flaugst Eiríkur á við gáskafullar stelpur, en þær skelltu honum upp fyrir kistu eina svo æðaregg, sem...
Kynlegir menn. Þáttur af Eiríki Bjarnasyni á Þursstöðum: 27. Eiríkur sækir kú...
Í þessari sögn var stoðum rennt undir hina gömlu sögn að illt væri að reiða lík yfir sama vatnsfall og manneskjan hefði drukknað í. Margrét segir frá staðreyndum þeirrar sagnar er hálfbróðir hennar dó, var hann reiddur í kistunni yfir sömu á og hann drukknaði í og reyndist kistan illmeðfæranleg.
Sæmundur hét maður fyrir norðan. Hann var góður smiður og var það vandi hans á útmánuðum að fara suður yfir heiðar og selja smíðar sínar um Borgarfjörð. Sæmundur var röskur og rammur að afli. Einu sinni seldist honum vel svo hann hafði mikla peninga með sér og gekk hann norður Tvídægru snemma á einmánuði. Þegar hann var kominn norðar en á miðja heiði og...
Lengi tíðkaðist að Borghreppingar og Mýramenn færu suður í ver á vetrum og ef vont var í sjó tepptust þeir oft á bæjum við Borgarfjörð. Eiríkur á Þursstöðum var greiðamaður og efnaður og hjá honum gistu stundum heilar skipshafnir. Var þá oft þröng á þingi því húsakynni voru fremur lítil á Þursstöðum. Viðhafði Eiríkur þá ýmsar kúnstir sem fyrr við...
Kynlegir menn. Þáttur af Eiríki Bjarnasyni á Þursstöðum: 3. Vermenn gista hjá...
Eitt sinn var karl í Borgarfirði sem hafði þá venju á haustin að ferðast til Akranes að afla sér matfanga. Hann skorti kaupeyri og fékk því það eina sem honum var gefið. Honum varð gott til beininga og bar til þess að hann spáði fyrir um aflabrögð næstu misseri. Oft gekk það eftir sem hann spáði og trúðu því margir spám hans. Eitt haustið kom karl og...
Í fjallinu fyrir sunnan bæinn á Húsafelli er gil eitt stórt. Það rennur austanvert við túnið og svo ofan í Hvítá í Borgarfirði. Í gili þessu sem kallast þar Bæjargil er foss allmikill því nær miðhlíðis. Undir fossi þessum eða rétt hjá honum er sagt að maður einn hafi grafið fé sitt í lifanda lífi. Síðar dó hann án þess frekara sé tilgreint hvernig. Urðu...
Bæjargilsdraugurinn á Húsafelli
Þegar Guðmundur biskup var á ferðum sínum um Borgarfjörð kom hann að Reykjaholti og dvaldi þar nokkrar nætur. Hrappur eða Hrafn var hestamaður hans. Hrappur kom að bæ einum þar í dalnum og spurði eftir hestum biskups. Þar hitti hann stúlku eina. Hrafn einn sat á bæjarburstinni og krunkaði mjög. Hrappur lést kunna fuglamál og sagði við stúlkuna að hrafninn...
Kerling var eitt sinn að flakka um Borgarfjörð. Þegar hún fór yfir Þverá í Þverártungum datt hún í ána og sagði svo frá: „Ég datt í hana Þverá, fuglinn, ó, drottinn minn, fyrir neðan Rauðabergshyljina, skrattinn kom þar yfir höfuðið á mér, hann hefur fyrri gert það, blessaður fuglinn, ó, drottinn minn, og rýjurnar mínir fluttu ofan eftir ánni, koppurinn...