8 datasets found
Place of Narration: Gull. og Kjós.: Reykjavík Akranes
Árið 1786 var Sigríður Árnadóttir fengin til þess að hjúkra sjúklingum í koti einu skammt frá Krossi á Akranesi. Gekk þá mannskæð bólusótt og voru sjúklingarnir þungt haldnir, og dó brátt annar þeirra. Lagði hún hann til í rúminu. Er hún var að mjólka um kvöldið slokknaði ljósið á bænum og vakti hún því yfir sjúklingnum er lifði í myrkri um nóttina og var...
„Vaknaðu Sigríður, að ljómar af degi!“
Í hálfrökkri við sjó sáu nokkrir menn sækúahóp og hlupu í veg fyrir þær svo þær kæmust ekki í sjóinn aftur. Einum manni tókst að sprengja blöðru á einni þeirra, en allar höfðu þær blöðru fyrir vitum. Sú kýr gafst vel og eru komnar af henni margar kýr og eru engar þvílíkar til mjólkur eða vaxtar.
Fræðimaðurinn kunni, Sighvatur Borgfirðingur, mundi Eirík. Segir hann „sér fyrir ungdómsminni“ er hann sá Eirík á Akranesi seinni part vetrar 1852. Var Eiríkur að kaupa fiskæti en fékk lítið nema þorskhausa og ýsu sem hann kallaði bráðbirgðamat og fannst lítið gagn í. Var Sighvati starsýnt á manninn því hann hafði heyrt tiktúrusögur af honum. Eiríkur...
Kynlegir menn. Þáttur af Eiríki Bjarnasyni á Þursstöðum: 25. Ferð á Akranes
Einn dag réru nokkur skip frá Seli og versnaði þá veðrið. Komust öll skipin í land fyrir utan eitt. Komst það skip í land á Akranesi og var það teppt þar í nokkra daga. Á Seli sáust sex manns ganga heim frá sjónum og þekktu menn þar áhöfnina á týnda bátnum. Hvarf þessi sýn og var talið að mennirnir væru látnir. Urðu því miklir fagnaðarfundir er mennirnir...
Mörg heillaráð fundu töframenn til varnar því að menn gengju aftur eða yrðu vaktir upp. Meðal þeirra voru þessi. Ger blóðkross á kistulokið og rita þar nafn Krists á latínu en gleym eigi að reka stálpinna í iljar hins dauða og mun hann þá kyrr liggja. Viljirðu losna við illa ættarfylgju skaltu eigi láta bera þann dauða um réttar dyr heldur láttu taka...
Vörn við afturgöngu
Eitt sinn var karl í Borgarfirði sem hafði þá venju á haustin að ferðast til Akranes að afla sér matfanga. Hann skorti kaupeyri og fékk því það eina sem honum var gefið. Honum varð gott til beininga og bar til þess að hann spáði fyrir um aflabrögð næstu misseri. Oft gekk það eftir sem hann spáði og trúðu því margir spám hans. Eitt haustið kom karl og...
Einu sinni bjó prestur á Miklabæ nyrðra er hét Pétur. Hann átti dóttur að nafni Helga. Piltur var þar á heimilinu sem hét Sigurður og var hann 17 ára. Helga var vön að fara út á kvöldin til að gá að þvottinum. Eitt kvöldið komu til hennar tveir menn og spurði annar þeirra hvernig hún tæki því ef hann beiddi hennar handa syni sínum. Þeir gáfu henni...
Jón á Möðrufelli í Eyjafirði átti með konu sinni þrjú börn, Halldór, Sigríði og Rósu. Halldór réri á Akranesi á vetrum. Jón Sunnlendingur réði sig að Möðrufelli. Um sumarið lagðist hann á hugi við Sigríði en henni var það þvert um geð. Sigríður var heitin honum og skyldi fara með honum suður um haustið. Þá lagði hópurinn af stað upp frá Hrísum í Eyjafirði...