44 datasets found
Place of Narration: Gull. og Kjós.: Reykjavík
Prestur er Jón nefndur, en ekki er þess getið hvar hann bjó. Hann átti dóttur er Sigríður hét, en ekki er þess getið að hann hafi átt fleiri börn. Það er sagt að Sigríður hafi verið vel að sér til munns og handa og með öllu karlmanns ígildi að hverju sem hún gekk. Eitt haust var það að Jón prest vantaði allt geldfé sitt og víða þar í sveitinni vóru vondar...
This dataset has no description
Halldór þurfti eitt kvöld að hitta nokkra menn og mæltu þeir sér mót í Thomsens húsi. Er Halldór kom þangað gekk hann beint inn í húsið. Sá hann þar mann standandi á stól heldur ófrýnilegan. Rétti hann Halldóri skálar og henti borðlampa í gólfið. Flýtti Halldór sér út úr húsinu með skálarnar en félagar hans voru ekki komnir í húsið. Manninn þekkti Halldór...
Árið 1828 bjuggu 600 manns í Reykjavík en 1908 um 10.000. Voru þá nokkrir torfbæir í Reykjavík og aðeins eitt hús. Þjóðvegurinn upp úr Reykjavík voru traðir og klæðnaðurinn hefur einnig breyst.
Arndís fór í hegningarhúsið í Reykjavík árið 1771. Fangarnir þar áttu að venjast reglusemi og vinnu. Voru þeir látnir vinna mikið fyrir utan fangelsið. Eitthvað var af samlífi milli fanganna og varð Arndís fljótlega barnshafandi. Kenndi hún barnið Arnesi Pálssyni. Aftur varð hún síðan barnshafandi og kenndi hún það einnig Arnesi en ekki vildi hann gangast...
Þegar Kristján konungur IX kom til Reykjavíkur þjóðhátíðarárið 1874 undraði marga hvað konungur var lítið skrautbúinn. Fór hann til bónda nokkurs og skoðaði hesta hans. Þekkti bóndi ekki konung fyrr en hann sagði til nafns og sagðist vera konungurinn.
Heimildarmaður, Gísli Ólafsson, var í Reykjavík og vann við að skrásetja og hreinrita safn af ljóðum og lausavísum. Kynntist hann þar tveimur konum að nafni Soffía og Ásta og tókst á með þeim góður vinskapur. Fóru þau þrjú eitt sinn saman á ball í Iðnó. Var mikil rigning og tóku þau leigubíl heim. Þekkti Soffía bílstjórann og töluðu þau mikið saman á...
Heimildarmaður var í Reykjavík og hélt skemmtikvöld í Varðarhúsinu. Sá hann tvær stúlkur út í sal og var önnur tvíburi. Mundi hann skyndilega að hún væri dáin en taldi þá að þetta væri hin tvíburasystirin sem enn var á lífi. Töluðu þau saman eftir skemmtunina og lofaði hann henni að heimsækja hana. Ákvað hann nokkru seinna að fara til hennar í heimsókn og...
Kristján Benediktsson vann á gullsmíðaverkstæði í Reykjavík. Ferðaðist hann smástund í huganum að verkstæði sínu en hélt síðan sjálfur þangað. Hafði hann þó komið þangað líkamlega þegar hann flakkaði um í huganum og staðfestu vinnufélagar hans það.
is.sagnagrunnur.SG_21_5495
Veturinn 1859 fórust tvö skip vestan við landið. Hét annað þeirra Snæljón og var það póstskip. Skipstjóri á því var Stielhof. Þegar hann var í boði, þá datt niður mynd af vegg og söng í glerinu. Taldi hann þetta vera slæman fyrirboða og bað Biering, sem var skipstjóri á hinu skipinu, að sigla ekki út heldur bíða eftir því að veðurútlit batnaði. Fór...
is.sagnagrunnur.SG_21_5474
This dataset has no description
is.sagnagrunnur.SG_20_4728
Hér segir frá sjóróðri sem þeir fóru í faðir Sigfúsar þjóðsagnasafnara og maður úr Reykjavík sem hét Erlendur. Á sjónum kom að þeim steypireyður og fór að sveima kringum skipið. Þá sagði Erlendur að vissara væri að róa í land sem þeir svo gerðu og fylgdi reyðurin þeim. Þegar þeir komu að landi kastaði einn sonur Erlendar steini í hvalinn. Erlendur...
Karl einn var seint á ferð í fjöru nálægt Reykjavík. Hafði hann lukt til að lýsa sér. Kennir hann þá allt í einu mikils máttleysis svo hann getur vart gengið. Varð hann þá var við ferlíki mikið og taldi það vera sæskrímsli. Hugkvæmdist honum að luktin hefði vísað því á hann svo hann henti henni frá sér og fékk þá máttinn aftur. Gat hann þá forðað sér.
Kvöld eitt urðu tveir menn á Reykjavíkurgötunni varir við ókennilega skepnu. Var hún á stærð við naut og fór undan í flæmingi, þegar þeir eltu hana. Kom þá á móti þeim maður sem Bjarni hét og sýndist þeim skepnan taka hann og hlaupa með hann í sjóinn. Hefur hvorugt þeirra sést síðan.
Ung stúlka fer að þvo þvott, stúlkan verður svo fyrir því að verða gangtekin af ömurleika og ógleði, sér hún þá að vofa grúfir yfir leirkrukku er var nálægt stúlkunni, og fellur stúlkan í öngvit. Kom í ljós að í krukkunni væru innyfli úr manni er læknir hafði krufið og ætlað að láta þvo og skoða síðan. Stúlka lýsti vofunni það vel að menn höfðu þekkt af...
Jónas Þorsteinsson (sögumaður) ráðleggur góðum vini sínum Þórði að nafni að draga úr drykkju, og tekur vinurinn þessum ráðleggingum vel. Daginn eftir samtalið getur Jónas ekki staðið upp úr rúminu, vegna máttleysis og þungra og ömurlegra áhrifa og lá hann því fyrir. Verður hann þá var við að Þórður gengur til hans, hvíslar að honum nokkrum orðum og síðan...
Sjómaður var í landi í Reykjavík og beið vetrarvertíðar. Hann spilaði við félaga sína á kvöldin og kom svo heim og fór að sofa. Þegar haustaði fór fólkið í húsinu að heyra undarleg hljóð þegar sjómaðurinn kom heim á kvöldin. Var það líkt og hann væri ofurölvi eða drægi einhvern með sér en maðurinn var alltaf allsgáður og einn. Þegar hann fór loks til...
Biskup kom í verslun þar sem kunningi hans var innanbúðar. Biskupi sýndist hann rennblautur og spurði hverju sætti. Búðarmaðurinn sagðist vera skraufþurr og bauð biskupi að þreifa á sér. Siðar sama dag fór búðarmaður í skemmtisiglingu, þrátt fyrir aðvaranir biskups, því veður var gott. Veðrið breyttist skyndilega og fórst búðarmaðurinn þar.
This dataset has no description
This dataset has no description
is.sagnagrunnur.SG_14_2462