24 datasets found
Place of Narration: Grímsey Aðaldalur
Þegar séra Ingjaldur var í Nesi felldi hann hug til stúlku að nafni Guðbjörg. Dvaldist hún oft langdvölum hjá séra Ingjaldi að Nesi. Eitt sinn á messudegi hittust Helga Gottskálksdóttir og Guðbjörg og vissu hver af annarri og skiptust á fáum orðum. Aldrei áttu séra Ingjaldur og Guðbjörg barn saman. Guðbjörg var seinna með Páli Pálssyni gullsmið á...
5. Frá Ingjaldi presti Jónssyni: Frá Guðbjörgu á Sandi
Bóndi nokkur var að reka fé sitt inn í hús, en engin skepna vildi inn sama hvað hann reyndi, grunaði bónda að ill vera væri á sveimi og sagði henni að fara til óvinar síns og fást við hann, svo gerði veran en óvinur bónda kunni margt fyrir sér og slapp undan verunni.
Ungur piltur er átti heitmey, deyr af slysförum: Félagar hans telja hans afturgengin og þora ekki að bera hann heim og fara tvisvar sinnum til prests. Í þriðja sinn fer prestur sjálfur á slysstað og snerist pilturinn að presti en prestur hótar honum og kyrrðist þá líkið. Pilturinn var jarðaður utan kirkjugarðs. Sækir piltur stíft að heitmey sinni. Prestur...
Einhvern tíma fyrir löngu urðu Grímseyingar kýrlausir og réru til lands að sækja kú. Á leiðinni út aftur heyrðu þeir skyndilega ógurlegt öskur, baulaði kýrin þá á móti og varð óróleg. Sást brátt ein ægileg sjóskepna koma vaðandi að bátnum, ærðist þá kýrin og braust um svo ekki þorðu mennirnir annað en leysa hana. Stökk hún óðara útbyrðis og synti móti...
NÁTTÚRUSÖGUR. Spendýr: Nauthveli á Skjálfanda
Kolbeinn hét maður sem bjó í Grímsey. Var hann talsvert efnaður og átti ýmis konar búshluti. Lánaði hann hjónum þar í eynni stamp undir súrmat. Eitt sinn er Kolbeinn var í bjargi að síga eftir fýlsunga hrapaði hann til dauða. Fór hann til hjónanna sem hann hafði lánað stampinn og krafðist að fá hann aftur. Lét konan Kolbein fá stampinn. Fundust stafir úr...
Maður að nafni Jón Jónsson var eitt sinn á ferð í Grímsey á tunglbjörtu vetrarkvöldi. Sá hann þá ókennilegt dýr. Það var lengra og lægra en hestur og virtist hafa fimmta fótinn sem það notaði til að hefja sig upp og hentist þannig áfram í loftinu.
Árið 1881, kvöld eitt um veturnætur, voru Sigurður bóndi í Sveinagörðum í Grímsey og Sigurbjörn vinnumaður hans að gera að fiski. Höfðu þeir ljós í fjörunni. Varð Sigurður á undan heim, en þegar Sigurbjörn var skömmu seinna kominn upp að bæjum heyrði hann ámátlegt gaul neðan úr fjörunni. Þetta endurtók sig, hvellt og skerandi, og er Sigurbjörn fór og leit...
Prestur sem þjónaði í Grímsey hafi átt í illdeilum við annan prest. Eitt sinn þegar skip kom í Grímsey kom með því draugur sem hinn hafði sent. Eftir það gat prestur ekki verið einn og hafði stúlku eina með sér hvert sem hann fór. Svo kom að hann nennti ekki lengur við það að búa og fór einn í hlöðu, þar réðist draugur á hann og þegar fólkið kom honum til...
Það er gömul trú að dýr það lifni af bjarndýrum er sé kynblendingur. Það hefur eitt horn í enni með lýsigullsteini í og getur lagt önnur dýr í gegn með því. Þetta dýr er mjög viturt og er kallað dýrakonungurinn. Það ræður yfir öðrum dýrum. Björninn þekkist frá birnunni því að hann verður rauðbleikur á öðrum vanganum þegar hann eldist og kallast því...
Ísbjörn lá eitt sinn í híði í Grímsey og óttuðust menn hann. Maður sem Eyjólfur hét lá fyrir honum og notaði eitt barn sitt sem beitu. Kom þá bangsi út úr híði sínu, grandaði barninu og hljóp til sjávar. Eyjólfur elti dýrið á báti uns hann náði því og gat hefnt barnsins.
Trú sumra er að sálir manna færu ekki strax til síns rétta heimkynna við dauðann heldur í ýmsa menn og dýr sem eru hendi næst. Þetta er eitthvað skylt þeim sið Grímseyingar að snúa líkkistum svo og svo marga hringi áður en þær eru bornar til grafar frá kirkjunni.
Sögumaður réri til fiskjar. Sem hann dregur á línu sína sér hann furðufiska tvo renna sér í vatnsskorpunni á ógnarferð. Komu þeir fram með bát hans og skárust færin í sundur vegna hárhvassra kamba þeirra.
Huldufólksbýli þau sem menn almennt töldu í Grímsey voru þessi (hér um bil árið 1848): 1. í Nónbríkinni nálægt Básum, – þar sást oft bátur lenda í litlum gjögri, þar var og kirkja huldufólksins, og heyrðust þar stundum hringingar; þangað sást líka messufólk ganga; 2. í Hamrahólunum; 3. í Ljúflingshól; þar gisti Þórður prestur aðra hverja jólanótt; 4. í...
Huldufólksbýli í Grímsey
Tveimur bændum sinnast og annar sendir hinum draug. Sá notar hann til verka og lætur hann síðan fá belg fullan af hundaskít og segir honum að berja húsbónda sinn með honum sem hann og gerði. Eftir þetta flakkaði draugsi um og gerði usla þangað til að honum var komið niður.
Sigmundur Jónsson í Garði var á heimleið frá Húsavík suður dalinn fram með Laxá. Skall þá á blindbylur. Kom hann fyrr en varði að bæ einum og gekk hann inn í hann. Kannaðist hann hvorki við bæinn né hluti þá sem voru í bæjardyrunum. Sá hann tvær fríðar konur tala saman og grunaði hann að þetta væri huldufólksbær. Gekk hann afturábak því hann hafði heyrt...
Óskir. Það heyrði ég eitt í ungdæmi mínu að maður fengi ósk sína ef maður gæti gengið þrjá hringa í kringum sofandi kind. Brunnaviti. Í nr. 137 er þess getið að allt vatn verði á nýársnótt snöggvast að víni. Að sitja yfir þessu heitir „að sitja á brunnavita“. Maður einn sat alla nóttina við lækjarbunu og sökkti alltaf upp í fötu og smakkaði unz vín kom...
Séra Pétur gaf Lárusi eitt sinn kassa fullan af eggjum og öðrum vörum. Gaf Lárus Pétri í staðinn fullann kassa af mór.
Gjöf skal gjaldast
Hálfdán var prestur á Þönglabakka, hann lærði í Svartaskóla. Hálfdán vantaði skreið í bú sitt og samdi hann við kölska um að sækja fyrir sig eina vætt fiska til Grímseyjar. Fékk prestur kölska trogbera sinn og hann gisinn til fararinnar, þó voru skilyrði í kaupum þeirra að ekki blotnaði af skreiðinni. Þegar hallaði að nóttu sendi prestur griðkonu sína til...
Jóhannes í Skálpagerði í Kaupangssveit var talinn vita lengra nefi sínu, hafði hann verið vinur Torfa á Klúkum. Héldu menn að þegar Torfi brenndi skræður sínar áður en hann dó hafi hann þó gefið Jóhannesi eina en beðið hann nota einungis til góðs það er hann kynni að læra af henni. Einhverju sinni er Jón nokkur bjó í Gröf, skammt frá Skálpagerði, hvarf...
Séra Björn í Laufási spáði fyrir um dauða sinn þegar hann sagði við skírn eina að þetta yrði síðasta barnið sem hann myndi skíra.
Dauðaspá séra Björns í Laufási