8 datasets found
Place of Narration: Fnjóskadalur
Á flatlendinu niður af Tunguöxl í Fnjóskadal heitir Svartkjöftubolli. Bóndi nokkur á Snæbjarnarstöðum átti hvíta kú með svartar granir, sem kölluð var Svartkjafta, og hvarf kýrin sumar eitt rétt fyrir burð. Fannst hún ekki en á þessum tímum, 14. eða 15. öld, var mikill skógur í dalnum og erfitt að leita að skepnum. Brá bóndinn því á það ráð, sem þá var...
HELGISÖGUR. Pápiska: Svartkjöftubolli.
Norðan í Tunguöxl í Fnjóskadal eru sauðahústóttir Sveins ríka á Illugastöðum, og þar skammt frá eru kallaðar Siggutóttir. Tóttir þær eru enn svo glöggar að vel má sjá þar fyrir fjórum smákofum, sambyggðum. Þar bjó um miðja 18. öld kerling nokkur, Sigríður að nafni; var hún forn í skapi og undarleg í háttum; t.d. ól hún tíu tíkur og át hvolpa þeirra, en...
Göldróttur maður vekur upp sjódauðan mann til að senda konu sem ekki vildi eiga hann. En þar sem hún var mikill skörungur, fór draugurinn í son hennar frekar en hana. Um jólin var drengurinn óvenju kvalinn og kona á næsta bæ sá drauginn.
Erlendur var fæddur 1762 í Hrafnagilshreppi, sonur Gríms (þúfuskíts) á Ytra-Gili, einn þriggja barna hans. Erlendur var mikill vexti og sterkur, en gæflyndur og svo latur að hann var ekki talinn nema matvinnungur, en hann flæktist víða. Viðurnefnið hlaut hann fyrir að nenna ekki að stikla eða stökkva yfir læki heldur vaða út í hvað sem var og vera því...
Tveir ólíkir menn á mismunandi tíma finna eitthvað þungt koma yfir þá eða falla á þá og þeir líða út af. Kona sagðist einnig hafa séð þennan óvætt í hnoðra eða skýlíki.
Þorgeir Stefánsson, kallaður Galdra-Geiri, var frægastur fyrir að vekja upp Þorgeirsbola. Hann var giftur og bjó um skeið í Hrísey, átti bát og aflaði best allra þar um slóðir. Var hann því grunaður um fjölkynngi. Hann þótti geðvondur, en verkhagur og veggjasmiður ágætur. Flutti hann seinna í Végeirsstaði í Fnjóskadal og byggði upp fallinn bæinn, reisti...
GALDRAMENN. Þáttur af Þorgeiri Stefánssyni: 1. Ýmislegt um hætti Þorgeirs
Jóakim hét maður sem var ættaður úr Eyjafirði. Lagði stúlka að nafni Jórunn ákafa ást á Jóakim en hann forðaðist hana. Eitt sinn bað Jórunn hann um að verða samferða sér yfir Bíldsárskarð en Jóakim lagði af stað á undan henni. Var hún langt á eftir honum og sá hann snjóhengju detta á hana með þeim afleiðingum að hún dó. Sá hann þá eftir að hafa ekki...
Gönguskarð heitir fjallvegur á milli Fnjóskadals og Köldukinnar. Kona að nafni Sigríður og unglingspiltur fóru yfir skarðið í dimmviðri og urðu þau úti. Fundust þau undir stórum steini sem síðan hefur verið kallaður Siggusteinn. Eftir þetta hætti mönnum meir en áður að villast á Gönguskarði. Drengur einn villtist á heiðinni og sama hvað hann gekk þá þá...