26 datasets found
Place of Narration: Fellskirkja Skagafjörður
Sögð er saga Málmeyjar-Gunnu sem var alin á eitri sem ungabarn svo hún mundi ekki deyja vegna eiturs síðar á ævinni. En þetta var forsendan fyrir fæðingu hennar, foreldrum hennar hafði ekki orðið barna auði og magnaði faðir hennar, Björn, seið til að eignast barn og var eitrunin skilyrðið fyrir fæðingu barnsins. Þegar foreldrar Gunnu voru látin bjó hún...
Sagt frá Landa-Hrólfi ungum í fóstri Hjá Guttormi á Mælifelli í Skagafirði. Hrólfur var smaladrengur og var sveltur mjög. Hann tók það ráð að hann saug kýr sem hann átti að smala. Dag einn var göfugur maður að nafni Sigurður að ríða um Mælifellsdal og varð vitni að því er Hrólfur saug kýrnar og þótti það allósæmilegt atferli. Hrólfur sagði honum að...
Víða er veðrasamt í Skagafirði, en hvergi sem í Réttarholti, þar sem Jón var ráðsmaður nokkur ár. Eitt sinn var Jón að bera vatn í lambhús um vetur og stóð lambhúsið á háum hól. Var svo hvass suðvestanstormur að sleit sundur kilpana í vatnsfötunum og hurfu þær út í loftið, en Jón hélt eftir á fötutrjánum. Sjálfur bifaðist hann ekki. Löngu seinna fréttist...
ÖFGALYGARAR: Sögur Jóns Sigfússonar 3. Byljótt er í Réttarholti
Glóandi eldhnöttur kom skoppandi inn í baðstofu í Skagafirði þar sem fólk sat við vinnu og skoppaði hann undir eitt rúmið. Varð hans síðan ekki vart meira. En stuttu síðar dó maður í rúminu.
Þegar ég var í Djúpadal var ég einu sinni að leita að kindum upp í Glóðafeyki. Það var suðaustan bálviðri, og hann er oft byljóttur þar í fjallinu. Ég vissi ekki fyrr til en bylurinn tók mig í háaloft og þeytti mér í loftinu norður allan Skagafjörð. Kom ég loks niður allra yst í Hegranestánni. Ég kom niður á fæturna og sakaði mig ekkert. Ég hélt svo heim...
ÖFGALYGARAR: Sögur Jóns Sigfússonar 5. Hvass getur hann orðið á Glóðafeyki
Magnús var vinnumaður hjá bónda í Skagafirði. Þar var gil og sagði bóndinn Magnúsi að honum myndi illt hljót af gilinu. Svo reyndist rétt verða, því bóndinn hrapaði til dauðs í gilinu nokkru síðar.
Einhverju sinni er Jón var á ferðalagi í Skagafirði gisti stásssali frá Sauðárkróki á sama bæ og hann. Breiddi sölumaðurinn úr vöru sinni fyrir framan heimilisfólkið um morguninn, kenndi þar ýmissa grasa, en mest þótti fólkinu til um dýrindis gullúr, steinum sett. Keyptu menn sitt lítið af hverju en fína úrið var öllum ofviða því það var svo dýrt. En...
Úrið horfna og aftur fundna
Eitt sinn var Jón á heimleið frá Skagaströnd og fór Hválugafjall fyrir norðan Vatnsskarð. Brast á hann norðvestan moldöskustórhríð svo hvöss að reif mannhelt stokkfenni og feykti Jóni svo hann kom niður aðeins með 50 faðma millibili. Varð stafurinn honum til bjargar er hann gat rekið hann niður á barmi hengiflugs og hangið á honum þar til veðrið gekk...
ÖFGALYGARAR: Sögur Jóns Sigfússonar 2. Fárviðrið á Hválugafjalli
Einu sinni bjuggu hjón ein framan til í Skagafjarðardölum. Ekki er getið nafna þeirra né heldur hvar þau áttu heima. Þau áttu son einn er Þórður hét. Hann var snemma stór og sterkur; bar hann af öllum jafnöldrum sínum í Skagafirði á þeim tíma. Hann menntaðist fyrst hér á landi eftir því sem föng voru á og var svo nokkur ár í siglingum landa á milli. Einu...
Bóndi er Sveinn nefndur og bjó í Skagafirði á þeim bæ sem liggur við heiði þá sem farið er af á Kjöl. Það er sagt að Sveinn bóndi væri mesti stillingarmaður og svo sterkur að enginn vissi um afl hans. Það var eitt haust sem oftar að lestir þar að norðan fóru að fara suður á land. Einn dag var það að margar lestir fóru hjá bæ Sveins bónda að prestur nokkur...
Ung stúlka heyrir þrusk í bæjagöngum, kallar hún fram en fær ekkert svar, spyr hún þá hver í djöflinum fari þar og finnur hún þá að tveir ískaldir fingur snerta kinn hennar, verður nú stúlkan veik, gamall maður kemur á bæinn og segir að eina ráðið sé að leggja stúlkuna við nýdána manneskju, foreldrar stúlkunnar framfylgja þessu ráði og batnaði þá stúlkunni.
Níels Jónsson Skagfirðingur þótti góður hagyrðingur, djúpur í hugsun og mannfróður. Var hann kvæntur en skildi síðan við konu sína. Sagði hann fyrir dauða Bjarna amtmanns á Möðruvöllum svo og sagði hann fyrir um þungun stúlku með því að gera henni skinnsprettu á handarbaki og dreypa á blóðinu. Sagt er að eftir dauða Níelsar hafi einn kunningja hans dreymt...
Einu sinni var kerling í Skagafirði sem hét Arnbjörg og var oft kölluð Arnbjörg fótalanga. Hún þóttist vera skírlíf og lét sem sér væri illa við karlmenn. Einu sinni var hún á vergangi í Egilsholti. Þá kom það til umtals milli bónda og Finnboga vinnumanns hans hvort Arnbjörg væri eins stöðug og hún léti. Finnbogi ætlaði að reyna það og fór að gerast...
Jón Sigfússon hét maður, ættaður úr Svarfaðardal. Hann fluttist til Skagafjarðar eftir þrítugt, mun hafa dvalist þar tuttugu til þrjátíu ár, ýmist í húsmennsku eða vinnumennsku á bæjum. Jón giftist og átti eina dóttur, en skildi og fluttist þá aftur í Svarfaðardal. Var hann þar mikið á flakki og borgaði næturgreiða með því að segja sögur á kvöldvökum,...
Kaprasíus var lengi í Skagafirði, kvensamur og illmenni. Hann var grunaður um að hafa orðið unglingi að bana í Sléttuhlíð. Sagt er að litlu áður hafi þeir verið á sjó og bar á milli þeirra. Seinna voru þeir einir við slátt á sitt hvorum bænum. Morguninn eftir fannst maðurinn hengdur í útihúsi. Nokkru eftir þetta var Kaprasíus á verferð með öðrum og svaf...
Einar hét maður Andrésson. Hann var lengstum í Skagafirði og Fljótum og mun þar hafa verið upp alinn. Hann vað snemma fróðleiksfús og greindur. Þegar hann var ungur réri hann á vetrum suður á Nesjum. Eitt sinn á suðurleið kom Einar ásamt fleirum á bæ einn afskekktan mjög, þar bjó karl er eigi þótti allur þar sem hann var séður. Gistu þeir þar um nóttina...
Frá Bólu-Einari
Jón segist eitt haust hafa verið við róðra frá Sauðárkróki. Var alla jafna nóga beitusíld að fá upp í fjöruborði þar, en nú brá svo við að engin síld fékkst dögum saman. Hugsaði Jón ráð sitt og fékk þá hugmynd kvöld eitt að sækja síldina til Lofoten. Tók hann svo traustataki mótorbát um nóttina og linnt ekki fyrr en á miðum við Lofoten, en þá voru menn...
Jón Sigfússon frá Skriðukoti. 1. Beituförin til Lofoten
Hrólfur Bjarnason hinn sterki hét maður í Skagafirði. Er ættleggur mikill frá honum kominn og er hann kallaður Hrólfsætt. Auk annara barna átti Hrólfur tvo Bjarna fyrir sonu; var annar kallaður Verri-Bjarni, en annar Betri-Bjarni. Eitt sinn varð Verri-Bjarni eitthvað sakfallinn hjá Dönum og höfðu þeir hann í haldi hjá sér á Bessastöðum vor eitt, en aðrir...
Guðmundur Ólafsson bóndi á Vindhæl á Skagaströnd fór einhverju sinni á hornstrandir til að sækja þangað sexæring sem hann hafði keypt. Þegar hann kemur þangað er annar maður sem vill kaupa bátinn. Guðmundur fær þó bátinn en hinn maðurinn segir að ferðin heim muni ganga ógreiðlega, jafnvel þó logn sé þegar Guðmundur heldur af stað. Þegar hann er komin...
Á ofanverðri 19. öld ólust upp í Svarfaðardal Jónar tveir, annar Sigfússon og ólst sá upp í Skriðukoti og var stundum kallaður Skriðukotslangur því hann var mjög hár. Hinn var Tómasson, ólst upp í Tómasargerði (Tumsu) og var oft uppnefndur Jón dagbók þar eð hann var sískrifandi sögur og kvæði og hélt dagbók. Báðir fluttust þeir í Skagafjörð, dvöldust þar...
ÖFGALYGARAR: Sögur Jóns Sigfússonar