43 datasets found
Place of Narration: Eyrarbakki Gamla-Hraun
Guðmundur Gestson var á leið út á Eyrarbakka. Hann kom við á Gamla - Hrauni, og var þá nokkuð við skál, þar sem hann hafði komið við hjá kunningja sínum á Stokkseyri og fengið hressingu. Farið var að skyggja er Guðmundur fór frá Gamla - Hrauni, og sá menn það síðast af honum að hann valdi leiðina með sjónum út á Eyrarbakka. Týndist hann þarna á leiðinni...
Hvarf Guðmundar í Vorsabæjarhjáleigu
Þegar Jón Guðmundsson var 10 - 12 ára að alast upp hjá foreldrum sínum á Gamla-Hrauni bjó maður að nafni Sæmundur þar í hverfinu. Hann var af ætt þeirri er Skerflóðs - Móri fylgdi. Einhverju sinni sat Jón inni í baðstofunni á Gamla-Hrauni ásamt yngri systkinum sínum. Sáu þau þá einhverja veru koma þjótandi inn um dyrnar með feikna hraða, og þaut hún á...
Jón Símonarson á Gamla - Hrauni var eitt sinn einn á ferð milli Stokkseyrar og Hraunshverfis seint um kvöldtíma. Þegar hann kom að Hraunsá var hún mjög vatnsmikil, og ætlaði Jón að fara yfir ána á brúnni og teyma hestinn. En þegar hann kom að brúnni sér hann að á henni er strákstauli með barðastóran hattkúf á höfði, og situr hann klofvega á brúnni. Eftir...
Þorvaldur hét maður kallaður Klukkinda - Valdi, og flakkaði hann um sveitir. Var hann meinlaus og lagði ekki illt til neins en hafði þó nokkra skemmdanáttúru. Virtist hann hafa sérstaka ánægju af því að velta hlutum um koll. Greip hann þá hlátur mikill. Eitt sinn vaknaði Guðmundur á Gamla - Hrauni upp við hlátra mikla fyrir vestan bæinn. Var þá Þorvaldur...
Heiðmundur Hjaltason á Götum í Mýrdal var vanur að gista á Gamla - Hrauni í kaupstaðarferðum sínum. Eitt sinn fer hann á Bakkan við fjórða mann, og var nokkuð áliðið er þeir koma að Gamla - Hrauni. Vildi Heiðmundur ekki vekja upp fólkið og tjölduðu því mennirnir. Um nóttina vaknaði Heiðmundur og gat ekki sofnað. Gengur hann því út, og heldur þangað sem...
Í þann mund er Vonda - Dísa bjó á Stokkseyri bjó sá maður í þurrabúð á Gamla - Hrauni er Jón hét. Var hann nefndur Jón í Folaldinu eftir kofa sínum. Var Jón annálaður fyrir krafta en þótti við æði margt brugðinn. Hann var járnsmiður góður og tók eitt sinn upp á því að slá peninga. Urðu búðarmenn varir við fölsunina og höfðu Jón grunaðan. Fór einn til Jóns...
Á vesturbænum á Gamla - Hrauni, þar sem Símon Símonarson bjó lengi, þótti vera reimt. Heyrðust þar hurðaskellir, hark og umgangur um nætur, er enginn var á ferli. Voru heimamenn orðnir þessu vanir, og varð engum meint af þessu. Reimleikar þessir voru gamlir og vissi enginn upptök þeirra. Gísli Guttormsson var þar eitt sinn heimilismaður og var hann...
Jóhann var fæddur 1872 og stundaði sjómennsku og vann við símavinnu. Draumkonu átti hann í þrjá áratugi. Var það heitmey hans frá í æsku. Rétt áður en hann dó dreymdi hann að konan kæmi til hans ásamt annarri stúlku og kvaddi hann. Réði hann drauminn þannig að hann færi senn að deyja.
Frásagnir Jóhanns Guðmundssonar frá Gamla-Hrauni
Valdi sem áður er nefndur réri á Stokkseyri hjá þeim manni sem Jón hét og bjó á Gamlahrauni. Það skip drukknaði á Stokkseyrarsundi. Valdi hafði áður um veturinn sagt það fyrir að hann mundi drukkna um veturinn og það skip, því þegar hann eitt kvöld gekk austur götu fyrir neðan og austan Stokkseyri þá dagsett var og tungl óð í skýjum sá hann mannahóp koma...
Heimildarmaður stundaði lækningar á Eyrarbakka. Varð hann var við furðulega atburði eina nótt. Varð hann var við að einhver þungi legðist ofan á hann og gat hann ekkert hreyft sig. Fann hann þá loðinn haus á koddanum fyrir ofan sig en þegar hann horfði sá hann ekkert. Daginn eftir kom miðaldra maður úr Villingaholtshreppi að sækja hann til sjúklings. Sami...
Þegar Guðmundur kaupmaður á Eyrarbakka rak þar búskap með versluninni var tjörn ein í landareign hans sem samkvæmt gamalli trú mátti ekki slá. Tjörnin var loðin og lét kaupmaður slá hana. Tvö fyrstu árin missti hann sinn stórgripinn hvort árið. Þriðja árið lét hann slá tjörnina, en þá dó Jónína dóttir hans. Hætti hann þá búskap og sigldi.
Gísli Magnússon á Keraugastöðum á Landi, var sonur hjónanna í Næfurholti. Hann þroskaðist snemma og manna best líkamlega og var með hærri mönnum að vexti. Hann var talinn meðal sterkustu manna í Rangárvallasýslu. Magnús var mikill vinur séra Bjarna Helgasonar á Stóru-Völlum. Eitt sinn var séra Bjarni staddur á Eyrarbakka og veðjaði fé við kaupmann,...
Hraun gengur í sjó fram á Eyrarbakka, en þar sem hraunið þrýtur myndast tangar og víkur á milli þeirra. Kallast víkur þessar holur og er fiskisælt í þeim. Eru þrjár slíkar holur merkastar í Hraunshverfi, Bjarnavörðuhola, Borgarhola og Litla - Hraunshola. Urðu sjómenn oft fyrir því að festa færi sitt á sléttum botni holanna með undarlegum hætti. Hugðu menn...
Hartmann Kaupmaður á Eyrarbakka neyðir hafsögumenn sína til þess að fara út í Eyrarbakkaskipið í vonsku veðri. Þeir ná út í kaupskipið, tólf saman en í áhöfn kaupskipsins voru sex manns. Skipið sleit upp um nóttina og brotnaði í spón og drukknuðu allir mennirnir átján. Sömu nótt tók kaupmaðurinn hastarlega flogaveiki sem dró hann til dauða eftir nýárið....
Dísa hafði tekið að sér dreng til fósturs og alið hann upp. Hún kenndi honum margt í fornum fræðum. Hann reisti síðan bú á Eyrarbakka þegar hann var fulltíða maður. Einhverju sinni flutti Dísa skreið á hestum út á Eyrarbakka. Þegar hún kemur út undir kaupstaðinn mætir henni fóstursonur hennar og segir: „Hart reiðir þú á, fóstra.“ Hún sagði honum að halda...
Þegar skipi er ýtt á flot má ekki reyna oftar en tvisvar heldur hætta þá við framsetningu. Sagt er að sé þessi regla brotin sé skipi og sjómenn í mikilli hættu. Þetta gerðist eitt sinn við Eyrarbakka. Þá var ýtt þrisvar út og fórst þá skipið með allri áhöfn.
Það var eitt sumar þegar Eyrarbakkaskip átti að fara þaðan til útlanda var það að skipverjar komu klæðum sínum í þvott hjá konu einni á Bakkanum. Hún þvoði fötin einn góðan veðurdag og breiddi þau út til þerris. Þegar hún ætlaði að taka þau inn um kvöldið voru þau öll horfin. Stokkseyrar-Dísu var kennt um þetta en enginn þorði eftir að ganga.
Jón Jónsson átti sér nokkur viðurnefni og þótti honum góður sopinn. Villtist hann eitt sinn er hann fór að fá sér á pelann.
Það er gömul trú að selir sækist mjög eftir því að granda óléttum konum. Þegar Þóra Símonardóttir gekk með Guðmund, son sinn , fór hún eitt sinn að reka kindur á beit fram í framfjöru, þar sem kallað var bátsklettar. Heyrði hún hátt gól fyrir aftan sig, og sá þá stóran sel liggja á Sléttaklettaleirunni. Í sömu svifum bröltir hann af stað og syndir sem...
Jón í Mundakoti var fæddur þar 1816 og tók hann við búinu eftir dauða foreldra sinna. Var hann mikill dugnaðarmaður og stundaði sjóinn af miklu kappi. Guðbjörg hét bústýra Jóns og var fædd á Forsæti 1820. Hún þótti einstaklega orðheppin kona einkum ef henni rann í skap. Eftir dauða Jóns flutti Guðbjörg að Gamla-Hrauni og dvaldist þar til æviloka. Þegar...