35 datasets found
Place of Narration: Eyrarbakki
Sigurður hét maður og var hann hafður til sendiferða af Austurlandi suður í Reykjavík og kallaður póstur. Einn vetur var hann á suðurleið í björtu veðri og fór Fjallabaksveg sem liggur fyrir ofan suðurlandsjöklana. Sá hann þá mann koma ofan úr óbyggðum. Var hann mikill að sjá og þykist Sigurður sjá að hann vilji hafa sinn fund. Hann grunaði þegar að...
Einu sinni var prestur á ferð yfir Þjórsá og kom við í búð á Eyrarbakka til að fá sér á pelann. Þegar hann gekk inn í búðina sátu þar inni tvær kerlingar. Önnur spurði hver það væri og hin sagði það vera Vogsósa-Grána. Eiríkur hélt áfram ferð sinni. Þegar hann kom að Hraunsá sá fylgdarmaður hans kerlingu koma hlaupandi á eftir þeim og bað prest að bíða....
Ýmsar sagnir eru til um að fólk yrði stundum ofsareitt og hefði í heitingum, sem stundum urðu að áhrínisorðum. Var því mikilvægt að sefa það, áður en í óefni var komið. Þótti gefast vel að rista niður úr því og var því ráði eingöngu beitt við kvenfólk. Var þetta gert með þeim hætti að fötin voru rist í sundur með hníf að endilöngu bakinu, svo þær stæðu...
Jóhann var fæddur 1872 og stundaði sjómennsku og vann við símavinnu. Draumkonu átti hann í þrjá áratugi. Var það heitmey hans frá í æsku. Rétt áður en hann dó dreymdi hann að konan kæmi til hans ásamt annarri stúlku og kvaddi hann. Réði hann drauminn þannig að hann færi senn að deyja.
Frásagnir Jóhanns Guðmundssonar frá Gamla-Hrauni
Einu sinni fékk enginn bakstur í Keflavík svo presturinn á Stað í Grindavík sendi tvo karla til Eyrarbakka eftir brauði. Það var í tilslegnum ílátum sem þeir kölluðu stampa. Þeir báru sinn stampinn hvor til baka en annar stampurinn datt í Mjöltunnuklifi og brotnaði. Þeir tíndu brauðið upp í poka og færðu presti. Nokkru seinna var karlinn, sem ekki hafði...
„Stampinn braut hann“
Jón Einarsson í Mundakoti var 33 vertíðir formaður á Eyrarbakka. Í þá tíð höfðu unglingar mikinn áhuga á því, er feður þeirra voru á sjó, hvað sæist til skipa á miðum úti. Einn morgun, sennilega í aprílmánuði, gekk Gísli fram að sjó sem oftar. Hann stansaði við Vatnagarð á leiðinni og átti tal við Guðbjörgu húsfreyju. Þá heyrðu þau að klukkan í...
Einu sinni var stúlka nokkur sem átti barn og bar það út og var önnur stúlka, vinkona hennar, í vitorði með henni sem Ragnhildur hét og var hún annaðhvort skyld eða kunnug séra Eiríki. Þetta varð uppvíst og fannst barnið og var stúlkan dæmd og hélt sýslumaður henni í ströngu varðhaldi og lét marga menn vaka yfir henni. Stúlkan var mjög stúrin yfir þessu...
Valdi sem áður er nefndur réri á Stokkseyri hjá þeim manni sem Jón hét og bjó á Gamlahrauni. Það skip drukknaði á Stokkseyrarsundi. Valdi hafði áður um veturinn sagt það fyrir að hann mundi drukkna um veturinn og það skip, því þegar hann eitt kvöld gekk austur götu fyrir neðan og austan Stokkseyri þá dagsett var og tungl óð í skýjum sá hann mannahóp koma...
Gísli, faðir Sigrúnar, var prestur á Felli í Mýrdal. Hann var beðinn um að skíra barn austur í Vík. Móður Sigrúnar var boðið til skírnarveislunnar en hún hafði illar bifur á ferðinni. Þetta var í febrúar 1901. Að morgni farardagsins snyrti hún föt þeirra hjóna úti á þvottastagi. Allt í einu kom hrafn og lét illa. Hann var svo nærgöngull að hann sló...
Jón og Hafliði voru eitt sinn á ferð og heyrðu þeir þá æpt hátt og mikið. Sáu þeir þá hvar skinnklæddur maður gekk hjá þeim og vildi etja þeim í áttina að sjónum. Jón var með staf sem hann notaði til að halda draugnum frá. Með því að vaða yfir á komust þeir undan draugnum.
Þannig er ég kominn að grein þeirri um Einar heitinn í Skaftafelli í Öræfum að Nikulás föðurfaðir konu minnar, Ragnhildar Jónsdóttur, ólst að miklu upp hjá Einari og föðursystur sinni Guðlaugu Bjarnadóttur frá Núpstað í Fljótshverfi. Sagði tengdafaðir minn Jón ýmislegt eftir föður sínum er ég hefi að nokkru leyti gleymt og sleppi því er ég man ei til...
Þegar Þorsteinn var vinnumaður á Bjólu bjó ekkja á næsta bæ, sem átti ferhyrndan hrút, er var svo mikill að enginn teysti sér til að skera hann. Bauðst Þorsteinn að lokum til þess og fékk höfuð hans í skurðarlaun. Dugði ullin af höfðinu í þrenna sjóvettlinga. Eitt sinn kom gandreið er hann bjó á Bjólu og settist á Bjólugarð. Hrundu þá úr honum 50 faðmar...
Þess hefur orðið vart að útilegumenn hafi farið í kaupstað. Fyrir tólf eða fjórtán árum síðan kom maður einn í Reykjavík til kaupmanns og nefndi sig „Þorsteinn á Pund.“ Hann vildi enga aðra vöru en salt og korn og engin kaup eiga við kaupmanninn nema á náttarþeli. Þegar menn fóru að skoða hesta hans kom það í ljós að þeir voru járnaðir með hornskeifum....
Fyrir rúmum 40 árum bjó kona á Heiði á Síðu sem Rannveig hét. Hún var dóttir Jóns í Hlíð í Skaftártungu. Rannveig var ekkja og bjó með syni sínum, Jóni yngra, því Jóni eldri sonur hennar í Mörg á Síðu var þá giftur frá henni og öll hin börnin hennar. Einar sonur hennar bjó allan sinn aldur á Heiði. Svo bar til eitt kvöld, að hún var ein heima. Rannveigu...
Jón Ófeigsson bjó í Arakoti á Skeiðum og var ekki haldinn frómur. Hann átti konu og son að nafni Jón sem hann orti vísu um. Þegar hann, Jón Jónsson, varð eldri kynntist hann þjófnaði og eitt vorið hvarf hann. Hann stal t.d. fötum og fémætu frá Guðrúnu sem bjó í koti fram undir Eyrarbakka. Maður að nafni Þorlákur Jónsson kom í Ölvesi til að selja fatnað....