8 datasets found
Place of Narration: Borgarfjörður eystri Unaós
Mæðgur er draugur fylgdi vantaði mjólk, var dóttirin send af stað til næsta bæjar, mjólk var þá orðin lítil í kúnum og neyddist húsfreyjan á bænum að neita stúlkunni um mjólk. Fór þá stúlkan tómhent heim en húsfreyja að strokka í fjósinu, var steyptu úr strokknum í flórinn og þetta var Móra eignað.
Smali einn kom ekki kindum sínum inn í fjárhús, kallar hann inn, og sér hann þá hnefastóran eldhnött sem hvarf skyndilega, birtust þá dyr sem ekki áttu að vera, en voru veggur þegar smalinn lamdi í þær, gömul kona sagði smalanum að hann hefði mætt urðarmána
Hér er sagt frá hellum sem eru við sjóinn utan við Unaós. Einn þeirra er allmikill og sagt er að hann hafi verið notaður sem vermannaskáli fyrr á öldum. Hefur hann verið kallaður Ósrass og segja menn að ekkert veður nái inn í hellinn. Margrét ríka er sögð hafa notað hellinn fyrir menn sína er þeir réru til fiskja. Maður nokkur í Héraði lét menn sína...
Árni kvað vísur um ýmsa menn og voru það oft níðvísur. Hjónin Kolgrímur og Helga bjuggu á Unaósi. Hún veiktist og lést. Sturla sem var vinnumaður á Unaósi og frændi Sturlu bað Árna að mæla í ljóði eftir Helgu. Árni og Kolgrímur voru litlir vinir og þótti kveðskapurinn eftir því. Sturla sem þótti oflátungur og var lítt vinsæll reiddist Árna og orti Árni þá...
Þáttur af Árna skáldi Gíslasyni. Lausakviðlingar.
Búrhvalur sem öðru nafni kallast nauthveli dregur nafnið af því að þegar hann kemur upp úr sjónum bylur og drynur í honum eins og nauti. Það standast ekki nautin og hlaupa þá í sjóinn. Dæmi um slíkt eru frá Unaósi og Hvalnesi í Lóni. Sjódýr óttast öll búra og jafnvel hákarlinn líka. Eitt sinn elti búri bát upp í fjöru, þar fjaraði undan honum og náðu menn...
Hér segir frá sjóferð sem farin var á vegum bænda í Útmannasveit til að ná í varning sem Hjörleifur geymdi fyrir þá. Þeir sem fóru voru flestir ungir og óharnaðir menn frá fermingu til tvítugs og var það vegna mannfæðar að svo var. Það var ekki þrautalaust því hafís var þá úti fyrir Austfjörðum. Þeir Hjörleifur og synir hans hjálpuðu þeim við að ferma...
Hafnarbræðra þáttur. Hjörleifur flytur vöruna eigendum.
Kindur finnast dauðar og virðist vera að þær hafi verið drepnar með mikilli þrælmennsku einnig dofna ljós á bæ einum, allt gerist þetta áður en fólk það sem Móri fylgdi kom í heimsókn.
Sigurður Magnússon, kallaður hinn sterki, bjó í Njarðvík. Hann átti rauðan reiðhest hinn vænsta grip. Geitir falaði þann rauða en Sigurður vildi ekki selja hann. Geitir hafði þá heitingar og sagði óvíst að honum yrði meira úr Rauð og skömmu síðar fannst hann dauður. Sigurður þóttist fullviss um að það væri af völdum Geitis og lét Rauð liggja óhrærðan....