5 datasets found
Place of Narration: Borgarfjörður eystri Glettinganes
Skyggn kona fer á bæ þar sem bóndi trúir ekki á tilvist Dísu eða nokkurs annars yfirnáttúrulegs. Kallar þá konan á Bjarnar-Dísu og biður hana um að sýna sig, sannar hún tilvist sína með hljóðum og að láta bónda detta um sjálfan sig. Andmælti bóndi ekki eftir þetta þegar verið var að tala um Bjarnar- Dísu
Gömul munnmæli segja að nafnið Glettinganes sé tilkomið vegna glettinga sævætta og dularvera. Eitt sinn voru systkinin Magnús og Brandþrúður að róa til fiskjar á þessum slóðum. Þau sáu þá álengdar flatt og kringlótt ferlíki á haffletinum Ekki sáu þau dýrslögun á þessu en þeim virtist sem aðeins hluti þess væri ofansjávar. Það sem sást var sem lyngi vaxin...
Eitt sinn bjuggu í Glettinganesi systkinin Magnús og Brandþrúður. Þau voru fornfróð og vel greind. Það gerðist við eina vöku að rúður voru brotnar í einum baðstofuglugga og bjarndýr rak höfuðið inn. Magnús skaut á hann og forðaði bangsi sér. Daginn eftir fundu þeir Magnús og vinnumaður á bænum björninn á lífi í fjörunni og réðst að þeim en þeir skutu hann...
Guðlaugur Jónsson og Elín Tómasdóttir hétu hjón er fluttust af Suðurlandi í Múlasýslu á 19. öld. Þeirra son var Benóný er var holgóma og nefndur þar eftir. Hann var smiður og hugvitsmaður, væskilmenni í sjón en liðugur og seigur sem ól. Hann var hnýsinn og haldinn fjölfróður. Hann kvæntist og bjó í Hvalvík og Glettinganesi við fátækt. Benóný gerði...
Það er gömul sögn að milli Borgarfjarðar eystra og Kjólsvíkur hafi verið mikill tröllgangur. Gletta hét tröllkona sem bjó norðan við Kjólsvík og gerði hún mikinn usla í grenndinni m.a. rýmdi Glettinganes sem síðar var kennt við hana. Gríður hét önnur og bjó í Gríðarhelli. Síðar flutti Gletta (var einnig kölluð Gellivör) þaðan í Staðarfjall. Frá Hvoli...