8 datasets found
Place of Narration: Borgarfjörður eystri Berufjörður
Tveir karlar ætluðu að fara á bát yfir Berufjörð. Lá báturinn við stjóra, en hvorugur karlanna hafði vit á að draga stjórann upp, áður en þeir settust undir árar. Sóttist þeim róðurinn seint, sem von var, og er hvessa tók í tilbót, fór að gefa á bátinn. Til allrar hamingju slitnaði stjórinn áður en fyllti, og skolaði bátnum þá að landi. Fréttist þessi...
Berufjörður dregur nafn sitt af Beru sem þar bjó eitt sinn. Hún og maðurinn hennar villtust í óveðri. Þau urðu viðskila og dó maðurinn hennar en hún lifði af þar sem hún lét hest sinn og hund ráða ferðinni og rötuðu þeir heim.
Tveir menn voru á ferð meðfram sjó við Berufjörð. Annar þeirra tók um hvítskjöldóttan stein og kreisti hann. Æddi hann þá út í sjó og var kominn með sjó upp á axlir þegar hinn bjargaði honum og tók steininn og henti honum. Þá áttaði hinn sig og fór í land sjálfviljugur. Töldu þeir að þessi steinn hefði verið óþekktur náttúrusteinn og haldinn seiðmagni sem...
Bóndi bjó á bæ ásamt fóstru sinni, gamalli og fjölviturri. Hún sagði honum jafnan hvað af fé hans mundi lifa af veturinn og hverju skyldi lóga og fór hann alltaf að orðum hennar. Eitt sinn þegar kerling var orðin fjörgömul og blind, sagði hún honum að lóga öllu fénu. Hann brást illa við og taldi kerlu elliæra. Á aðfangadag tapaði hann nær öllu fé sínu í...
Í Búlandstindi er svokölluð Goðaborg þar sem talið er að fornmenn hafi tilbeðið goð sín. Neðan við tindinn heitir Valvöllur, en ekki er vitað hvernig það örnefni er tilkomið. Þar hjá er Valvallarskriða og hafa menn séð þar loga sem engin skýring hefur fundist á. Á þeim stað sást eitt sinn móta fyrir kistli með hringhaldi á, en þegar betur var skoðað...
Ungur piltur er alin upp af gömlum presti og ungir konu hans. Varð kona prests ástfangin af piltinum. Þegar hann trúlofaðist annarri hét hún því að fylgja honum fram í 9. ættlið. Prestsekkjan framdi sjálfsmorð og fylgdi presti og ætt hans eftir það og vann margan skaðann.
Vígahnettir segja margir að séu stjörnuhröp. Sú trú er að þegar þeir sjáist, boði það stórtíðindi eða veður úr þeirri átt sem hnötturinn sýnist velta úr. Hinsvegar er með stjörnuhrap þannig að veður er talið koma úr þeirri átt sem stjarnan hrapar í. Vígabrandur er vígahnöttur sem dregur nafn sitt af lögun sinni en hann sýnist fleygmyndaður. Vígahnöttum...
Einhvern tíma bjó prestur í Bjarnanesi í Skaftafellssýslu. Hann var nýkvæntur er þessi frásaga gerðist. Sumarið eftir að þau giftust fóru þau bæði á kaupstað til Berufjarðar og tveir vinnumenn með þeim. Reistu þau tjald á grundunum fyrir neðan Geithella í Álftafirði og áðu þar um nóttina. Um morguninn er prestkona horfin og finnst eigi þrátt fyrir mikla...