74 datasets found
Place of Narration: Borgarfjörður eystri
Þeir Hjörleifur og synir hans Árni og Stefán voru eitt sinn staddir á sjó undir Hafnarbjargi. Þá sáu þeir koma upp úr sjónum, ördragslengd frá bátnum, hafmann. Hjörleifur hvatti syni sína til að róa að honum og ætlaði að reyna að veiða hann. En hafmaðurinn hvarf þá lóðbeint niður í djúpið og hvarf.
is.sagnagrunnur.SG_15_4283
Páll sonur Guðmundar sýslumanns varð sýslumaður eftir föður sinn. Þeim kom vel saman Jóni sterka og sýslumanni, en þeir Hjörleifur og Páll áttu í smá ertingum en var þó ágætlega til vina. Páll þótti fégjarn og skörungur og reyndi hann að afnema flökkuhátt. Hann tók fastan Ólaf holdsveika fyrir flökkuskap og kvað Ólafur vísur í tilefni af því. Ólafur var...
Jón saknaði föður síns og drakk hóflaust. Eitt sinn hittust þeir bræðurnir og spurði Hjörleifur Jón hvað hann væri með í barkanum. Jón kvað það vera brúsaskömmin sín með grasaseyðinu í. En Hjörleifur taldi trúlegra að það væri brennivín og sagði Grísir gjalda, gömul svín valda. Hann drakk ekki nema á ferðalögum og þá helst þegar Jón var ódrukkinn.
Eitt sinn voru Hafnarbræður á Eyrunum og kom Jón inn í búð og vildi kaupa vín sem ekki var þá til. Verið var að flytja járnfat úr skipi sem þar lá og inn í búðina. Það var mjög þungt og vildu menn láta reyna á Jón sterka að lyfta því yfir búðarborðið. Hann fór léttilega með það og fékk sinn vínsopa í staðinn. Hermann í Firði var afreksmaður og sterkur og...
Hér segir frá samskiptum Jóns sterka við Jón nokkurn Einarsson. Það var um haust að Danir tóku á móti sláturfénaði á Eyrum þar sem verslunin var staðsett og var Jón Einarsson þar við vinnu og hrærði pækil í djúpum stampi. Jón sterki kom þar að og fóru þeir að stríða hvor öðrum. Það endaði með því að Jón Einarsson sletti pækli í andlit Jóns sterka sem þá...
Hjörleifur frá Höfn bjó á Bakka nokkur ár. Það var eitt sinn að hann réri á Brúnavík. Menn sem í Brúnavík bjuggu hétu Sveinn og Jón og voru þeir líka á sjó. Þeir voru öfundsjúkir við nágranna sína og tók Hjörleifur það til bragðs að stríða þeim. Hann þóttist alltaf draga fisk úr sjó þó enginn afli væri og eltu hinir hann en skyldu hinir ekkert í þessu því...
is.sagnagrunnur.SG_15_4266
Árið 1800 var sr. Hjörleifi á Desjamýri veittur Hjaltastaður, en í stað hans kom þangað sr. Einar Jónsson sem Hjörleifur hafði áður spáð um. Hann þótti lítill að vallarsýn og dugnaði en talinn vel gáfaður og annálaður að námsgáfum af sr. Jóni Steingrímssyni. Þeir Hafnarbræður Hjörleifur og Jón þóttu ekki miklir prestsvinir og áttu þeir nafnar sr....
is.sagnagrunnur.SG_15_4265
Eftir að verslunarbandinu var aflétt eftir 1786, segja munnmælin að reist hafi verið verslunar- eða vörugeymsluhús í Seyðisfirði en áður þurftu menn að versla á Eskifirði eða Vopnafirði. Sagt er að Hafnarbræður hafi löngum átt í brösum við verslunarmenn og fara af því ýmsar sögur.
is.sagnagrunnur.SG_15_4264
Þeim Jóni sterka og Margréti konu hans kom ekki alltaf vel saman. Þau voru ekki lík í skapi þó skyld væru, hann fáorður en hún margorð. Margréti féll illa víndrykkja hans og sat um það að ná frá honum víni og eyða því. Ekkert reitti Jón meira til reiði en það. Eitt dæmi um það er þegar hún tók að skamma hann drukkinn fyrir ofdrykkju og leti. Stóð þá Jón...
Þeim Árna og Hjörleifi féll illa að Jón fékk ekki Þóreyjar. Nokkrum misserum síðar réru þeir bræður Jón og Hjörleifur suður til Sandvíkur í heimsókn til Bjarna frænda þeirra er þar bjó. Hann var á margan hátt líkur þeim frændum sínum í háttsemi. Jón hafði hug á Margréti dóttur hans og samþykkti Bjarni ráðahaginn eftir að hann var búinn að láta reyna á...
Jón sterki frá Höfn og Þórey Jónsdóttir systir Bjargar konu Hjörleifs, mæltu sér mót að Hjaltastað og skyldi þar kaupa með þeim eins og þá var siður. Sr. Sigfús Guðmundsson var þá prestur að Hjaltastað. Jón var búinn að drekka meira en hann var vanur þannig að á honum sá og sofnaði hann útaf í baðstofunni meðan messað var. Varð það til þess að Þórey ákvað...
is.sagnagrunnur.SG_15_4258
Sr. Hjörleifur átti tarf einn mannýgan og erfiðan viðfangs þannig að nokkra menn þurfti til að tjónka við hann. Hjörleifur sterki gerði lítið úr því og taldi sig geta ráðið við hann einn og fékk prestur hann þá til að lóga tarfinum. Það gerði Hjörleifur en gallinn var sá að hann drap tarfinn á helgum degi í óþökk prestsins.
Hér segir frá samskiptum þeirra nafnanna sr. Hjörleifs og Hjörleifs sterka frá Höfn. Sr. Hjörleifur flutti sig frá prestsetrinu Desjamýri að Bakka sem honum fannst betri bújörð. Hann leigði Hjörleifi sterka Desjamýri gegn vægu afgjaldi. Áttust þeir stundum við en meira í gamni en alvöru nema í eitt skipti að þeir deildu út af rekavið í landi Desjamýra....
Eftir að sr. Benedikt Ingimundarson fór frá Desjamýri kom þangað sr. Hjörleifur Þorsteinsson. Sr. Benedikt lét flytja búslóðina á skipi áleiðis en hann fór að stað í Grindavík. Hjörleifur frá Höfn hjálpaði honum að flytja og vann það afrek að bera meðalbæjarleið, kistu eina níðþunga sem var full af járna rusli og fleiru þungu. Sr. Benedikt þótti góður...
Guðmundur ríki sýslumaður í Borgarfirði gekk hart eftir þinggjöldum hjá fólki og ekki síður hjá þeim fátæku. Kristín ekkja Galdra-Vilhjálms var ein af þeim sem erfitt átti með að borga þau. Sýslumaður vildi bjóða upp eignir hennar og taka frá henni börnin og setja á sveitina. Hjörleifur frá Höfn gekk hart fram í því að bjarga ekkjunni frá þessu og lenti í...
This dataset has no description
Hjörleifur í Höfn kvæntist Björgu sem var dóttir Jóns Stefánssonar. Hún var fædd 1758 og var áður gift Stefáni Ketilssyni úr Fagradal, en hann dó árið 1786. Björg var húskona í Höfn og átti drenginn Árna með Hjörleifi árið 1791 og giftust svo árið 1792. Björg þótti góð kona en sagt var að hún bæri ekki gæfu til samþykkis við Hafnarfólk nema mann sinn, því...
Ýmis mikilmenni reyndu við þá Hafnarbræður hvað snerti aflsmuni. Sagt er að úr Héraði kæmi Hermann sonur Jóns panfíls sem var einhver atkvæðamesti leikmaður eystra á þeirri tíð, gáfumaður, glíminn og rammur að afli, skrautmenni og kallaður yfirgangsmaður. Hann var jafnaldri Hafnarbræðra og þekktu þeir til hans. Hermann kom í Höfn og var hreifur af víni....
Það kom fyrir að þeim Hafnarbræðrum sinnaðist en það var þó sjaldgæft. eitt sinn reiddist Hjörleifur Jóni og jarðvarpaði honum óvörum. Jón bað hann að gera þetta ekki oftar og sat þetta í honum þar til eitt sin að hann var hreifur af víni. Greip hann þá öxi, reiddi að Hjörleifi og kvaðst myndi drepa hann en Hjörleifur lést hvorki sjá hann né heyra og lauk...
Álit manna var það að Hafnarbræður hafi fengið sitt mikla afl og þol vegna lýsisdrykkju og líklega fremur vegna sults og holls fæðis þess á milli, hentuga vinnu og hreystiæfinga. En slíkt þurfti varla til því eins og sjá mátti á föður þeirra og afa var þetta ættgengt. Þeir versluðu oft við útlendinga, einkum Frakka, Englendinga, Hollendinga o. fl. Eitt...