3 datasets found
Place of Narration: Búðareyri, Seyðisfjörður None: prophecies
Konu dreymdi að hún sæi ókunna, góðlega konu sitja hjá líki sem svunta var breidd yfir. Henni fannst sem eitthvað slæmt hefði hent. Hún sneri sér að veru sem fylgdi henni oft í draumum og vildi fá svar en fékk ekki. Stuttu síðar fréttist um bónda í annarri sveit sem hafði skorið sig á háls. Kona hans samsvaraði lýsingu á konunni í draumnum.
Draumsjón Helgu Árnadóttur
Skoffín er afkvæmi kattarhögna og refalæðu. Sagt er að það smjúgi í jörðu nýfætt og komi upp eftir þrjú ár og Drepi þá allt sem það sér af fyrra bragði. Saumakona á Búðareyri Rósa að nafni átti kött sem þótti nauðalíkur tófu. Töldu menn þetta vera skoffín og tók konan ekki þá áhættu að ala hann upp og lét lóga dýrinu.
Oddbjörg hét kona ein (Sigurðardóttir) á Búðareyri á Seyðisfirði seint á 19. öld. Oddbjörg var í lægra lagi vexti og var því af sumum kölluð Oddbjörg hin litla. Hún var framsýn og beitti líka rýningum, í spil og bolla og þóttu sjaldan ósannast forspár hennar. Eitt sinn bað Guðrún kona Ottó Wathne hana að segja sér um mann sinn en hann var á sjó og...
Oddbjörg litla