16 datasets found
Place of Narration: Austurland
Gróa sem var frænka þeirra Droplaugarsona hefur á síðari tímum verið kölluð Ríka-Gróa. Hún var skörungur mikill, virt og vinsæl. Sagt er að hún hafi átt hundrað kúa, haft mörg hjú og risnu mikla. Gróa átti land allt inn að Valagilsá og voru Miðhús, Dalhús og Uppsalir byggðir í hennar landi. Þar sem menn telja að bær hennar hafi staðið eru tóftir sem...
Eftir ósamlyndi á heimilinu sá húsfreyja tvær verur, aðra svarta, hina hvíta eigast við fyrir utan gluggann. Sú hvíta hafði betur. Taldi húsfreyja að þær táknuðu baráttu ills og góðs, bæði á heimilinu og um heim allan. Því sé mikilvægt að vera góður maður til að hylla til sín góðu verurnar og halda þeim vondu fjarri.
Hvíta og svarta veran
Ljósmóðir var sótt til konu í barnsnauð. Að fæðingu lokinni féll ljósmóðirin í öngvit og varð ekki vakin. Móðurina dreymdi að hún kæmi til sín og spyrði hvort ætti að kviksetja sig. Hún fór þá og lét stóra lyklakippu detta ofan á maga ljósmóðurinnar sem rankaði þá við sér.
Trú ýmiskonar tengist vegum og torfærum um fjöll og flugahamra þar sem menn hafa farist. Menn hafa haldið að ekki mætti standa á stöku tala þeirra sem farast heldur mun hún alltaf leitast við að vera jöfn. Sums staðar er sú trú að þar sem tveir menn farast sé von hins þriðja. Í Nesflugi í Loðmundarfirði fórust með stuttu millibili tvö systkin og...
Í mörgum sveitum á austurlandi er bæir sem bera nafnið Hof. Þetta eru bæir sem bæði eru í byggð og komnir í eyði. Sumar sagnir segja að hofin hafi staðið fjarri bæjunum og jafnvel uppi í fjöllum, en ekki eru allir á eitt sáttir með það. Talið er að þar sem menn halda að hof hafi staðið, hafi líklega aðeins verið blóthús eða hörgar. Af sögum Eyrbyggju má...
Bjarndýr sem þá gengu á austurland voru sum meinlaus. Bóndi er þá bjó í Breiðdal skaut eitt sinn yfir gil birnu með tvo húna. Taldi hann víst að birnan hefði ráðist á sig ef ekki hefði verið gilið á milli.
Hér er sagt frá rostunginum, einkennum hans og háttalagi. Langt er síðan þeir hafa sést við austurland en þó fara sögur af rostungaveiðum fyrir austan á 19. öld og síðast árið 1915 í Loðmundarfirði.
Ung hjón bjuggu á bæ nokkrum á Austurlandi. Eitt kvöld þegar konan var sofnuð en maðurinn var að lesa, reis hún upp úr rúminu og klæddist í snatri. Setti hún ljósmóðurskæri í vasa sinn. Sá bóndinn að hún var steinsofandi. Gekk hún út og stefndi á háan hamar skammt frá bænum. Elti hann konu sína og sá hana klífa hamarinn. Var líkt og hún hyrfi inn í...
Tveir menn á sjó urðu vitni að því þegar örn reyndi að veiða sel. Selurinn reyndist honum æði þungur en þau voru hnífjöfn þannig að selurinn komst ekki niður en örninn komst ekki upp. Seinna fundust þau rekin samföst upp á ströndina og voru bæði dauð.
Áflog arnar og sels
Hreindýr eru innflutt og segja gamlir menn eystra að Guðmundur sýslumaður hinn ríki í Krossavík hafi fengið þau frá Löppum. Hann mun hafa ætlað að temja þau og markaði þau sér öll og sleppti þeim síðan. En þau voru fljót að sleppa burt og dreifðust svo vítt og breitt um austurlandið og fjölguðu sér óðum.
Systkin tvö fullorðin bjuggu á bæ einum á Austurlandi og hétu þau Þórður og Sigríður. Þau þrættu mjög um það hvort huldufólk væri til eða ekki og sagðist Þórður skyldi leggja höfuð sitt í veð að huldufólk væri ekki til. Eitt sinn þegar hann var að reka fé, heyrði hann kveðið í hamrinum fyrir ofan sig og var svifið með hann inn í hamarinn. Þar var margt...
Annálar segja frá hundadrepsótt sem kom upp á seinni hluta 18. aldar. Margir hundar drápust af þessu og allt sem þeir bitu, skepnur eða menn fórust úr þessari veiki.
Sagt er að sólin dansi á páskadagsmorguninn til að fagna upprisu frelsarans. Þá dansar sólin og leikur til og frá á himninum með björtu geislaskrúði. Sumir segja að þetta gerist aðeins þegar páskadag beri upp á hinn sanna upprisudag og þá sé hátíðin haldin bæði hjá Guði og mönnum. En aðrir segja sólina dansa alla páskadagsmorgna. Fólk af fleiri bæjum á...
Það hefur sums staðar verið til siðs að gleðja dýr og gera gott við þau á stórhátíðum. Húsfreyja ein sáldraði korni hér og þar í bæinn fyrir mýsnar og svo úti við handa fuglunum. Sagt er að dýrin launi fyrir sig. Auk þess að gleðja hvort annað og dýrin hefur fólk líka gert gott við hulda vætti eins og huldufólk. Dæmi um það er að láta kertaljós í hríslur...
Á 16. öld bjuggu á Austurlandi presthjón. Einhverju sinni að sumarlagi sýktist prestfrúin í umgangsveiki og lést eftir stutta legu. Hún var búin til moldar í besta skarti sínu og var allmiklu af silfri hlaðið utan á hana. Síðan var hún jörðuð. Tveir merkisbændur þar í sveitinni fengu veður af silfri því og stássi, er hafði verið grafið með konunni og...
Í tíð Karitasar sigldi ungur guðfræðingur frá Vesturlandi til háskólans í Kaupmannahöfn. Hann var trúlofaður bóndastúlku og skrifuðust þau á öll árin sem hann var erlendis og héldu tryggðum. Þegar hann hafði lokið námi varð hann að fara til Austurlands. Þar var prestur sem vantaði meðhjálpara og tók hann starfinu fegins hendi. Prestur þessi átti dóttur og...
Kona sprakk af sorg