25 datasets found
Place of Narration: Arnarfjörður
Bóndi að nafni Jón Ívarsson bjó á Neðrabæ í Selárdal. Hann smíðaði brú yfir ána hjá sér og gaf þau fyrirmæli að brúarviðinn skyldi nota í líkkistu hans. Síðar drukknaði hann á sjó í óveðri og rak lík hans norður á Sauðanes við Súgandafjörð. Í sama óveðri losnaði brúin af ánni og rak hana á sömu slóðir og lík bóndans. Brúarviðurinn var svo notaður í...
Galdramaður bjó í Skógum í Mosdal og var kallaður Skóga-Gvendur. Hann notaði kunnáttu sína frekar til ílls en góðs. Eitt sinn fór hann til sjós ásamt tveimur mönnum. Hafði hann meðferðis eitthvað vafið í hvítan dúk. Róa þeir norður undir Rafnseyrarhlíð og lentu þar undir svonefndum Húsahvammi. Þar fór Gvendur á land með böggulinn og baukaði eitthvað undir...
Sonur hjónanna á Melshúsum í Bakkadal var eitt sinn á leið inn á Bíldudal. Sá hann þá mórauðan hnoðra á stærð við nokkuð stóran bandhnykil og koma veltandi eftir götunni á móti sér. Þegar þeir mættust beygði hnoðrinn út úr götunni fyrir drengnum og hélt áfram. Skömmu seinna mætti drengurinn manni af Sauðlauksdalsættinni og var talið að hnoðrinn hefði...
Dalli, p. Mórauði hnoðrinn
Fólk var á heimleið úr kaupstaðarferð til Bíldudals. Varð tveimur mönnum þá sundurorða og lenda í hörkurifrildi og slagsmálum. Við það hvolfdi bátnum og fórust allir nema unglingspiltur sem komst á kjölinn og hékk þar til morguns, uns hjálp barst. Lík fólksins rak í vík sem síðar var kölluð Djöflabás sökum reimleikanna sem slysið hafði í för með sér....
Hér segir frá Kristjáni "hinum rauða" sem bjó á Hvestu í Arnarfirði. Hann vissi af peningunum í Andahvilft og fór eitt sinn að leita þeirra. Hann fann peninga þar, en álög voru á þeim þannig að hann komst ekki burt nema með hluta af þeim. Ekki fylgdi þessum fundi gæfa, Kristjáni hélst ílla á peningunum og um haustið drukknaði hann í Arnarfirði.
Bjarni sá er lengi bjó á Kirkjubóli í Mosdal í Arnarfirði var talinn mestur galdramaður á Vestfjörðum um langt skeið. Einhverju sinni kom hollenskt skip að landi og dysjuðu skipverjar látinn félaga sinn á nesi einu. Bræður tveir, fégjarnir, höfðu frétt að Hollendingurinn hefði verið grafinn í góðum fötum og rændu þeir úr gröfinni. En eftir það fór að bera...
Hér segir frá Hvala-Ólafi sem bjó á Hvestu við Arnarfjörð og var hið fræknasta mikilmenni og hvalaskutlari með afbrigðum. Sagt er frá hvalveiðum hans og aðferðum við þær. Hann græddi mikið á veiðunum og á að hafa grafið peningana, þar sem kallað er Andahvilft. Nafnið er dregið af því að þar eru sagðir vera andar sem gæti dalakúta fulla af peningum. Á...
Bjarni á bullunni var talinn sterkasti maðurinn í Arnarfirði um sína daga. Nágranni hans var Jón bóndi á Kúlu sem talinn var tveggja manna maki. Eitt sinn fékk Jón lánað naut hjá Bjarna og teymdi heim ásamt unglingdreng. Á leiðinni lenti Jón í átökum við nautið og lét senda eftir Bjarna. Þegar Bjarni kom að var Jón að niðurlotum kominn í viðureign sinni...
Hér segir frá galdramönnum þeim Ásgeiri presti á Álftamýri og Bjarna á Baulhúsum sem áttu oft í ílldeilum. Fórust synir Bjarna eitt sinn á sjó og var göldrum prests kennt um. Lík eins þeirra fannst í Skarfavík og fannst mönnum síðan að þar væri eitthvað óhreint á ferli. Heyrðust stundum óhljóð þar sem kölluð voru Góinn. Prestur missti hempuna vegna kukls...
Guðjóni Árnasyni dreymdi sig vera á skipi frá Bíldudal sem Muggur hét. Þar sá hann menn vera að smíða tíu til tuttugu líkkistur. Þessir menn voru látnir, en höfðu smíðað líkkistur fyrir fólk í Dölum. Tveimur árum síðar fórust fimmtán menn af þremur bátum í Dölum. Líkkistusmiðirnir í draumnum höfðu smíðað þessa þrjá báta af fjórum sem þarna fórust og taldi...
Draumar Guðjóns Árnasonar, a. Fyrir mannskaðanum í Dölum árið 1900
Bóndi einn í Arnarfirði lá vakandi í rúmi sínu um nótt að vetrarlagi. Hann og kona hans sváfu í afþiljuðu herbergi upp á lofti. Bóndi heyrði að gengið var upp stigann og sá konu ganga að rúmi þeirra. Hann lagði handlegginn á konuna og ætlaði að halda henni fastri en hún losaði sig. Bóndi sá til hennar fara sömu leið og hún hafði komið.
Hér eru margar sögur af Jóni Steinhólm sem bjó í Arnarfirði og samskiptum hans við nágranna sína.
Jón Steinhólm
Fyrir nokkrum árum bjó bóndi einn í Arnarfirði vestur. Hann lenti í heyþroti og samdi við kerlingu eina að fóðra fyrir sig kú tiltekinn tíma og skila henni aftur á ákveðnum degi. Kerling kom nokkrum dögum fyrr með kúna og hafði bóndi orð á því. Þau skyldu í ósátt. Þetta gerðist um vor en um haustið dó kerling, fór hún að ásækja bónda og gerði honum ónæði...
Kerling sem var alin upp á Tálknafirði og hafði dvalið allan sinn aldur þar og við Arnarfjörð sagði eitt sinn frá stúlku sem henni þótti illa vanin og hafa slæmt orðbragð. Nema að kerlingu fórust nokkur orð í frásögninni. „Það þókti mér, elskan mín góð, frygðum að heyra hvornin hún mólokaði hana móður sína.“ Sama kerling var eitt sinn að ræða um móður...
Það var frygðun
Einu sinni var maður sem átti heima í Arnarfirði einn á ferð heim til sín frá Bíldudal að vetrarlagi. Hann kallaði upp á leiðinni að hann tryði því ekki að huldufólk væri til nema það sýndi sig. Þegar hann kom heim sofnaði hann og dreymdi að til sín kæmi huldukona sem sagði honum að draga ekki í efa að huldufólk væri til. Hún bað hann um að koma í vist...
Arnfirðingurinn og huldukonan
h. Reimleiki í Kópavík. Gísli Guðbjartsson reri hjá Kristjáni Oddssyni vorvertíð eina í Kópavík á árunum 1886-88. Þeir fara til Kópavíkur litlu eftir sumarmál. Þar byggja þeir verbúð því að ekkert hús var þar uppistandandi. Reistu þeir búðina upp á bökkunum og sneri hún þannig, að önnur hliðin vissi að sjónum og voru dyrnar á henni miðri. Fiskuðu þeir...
a. Lýsing Kópavíkur og saga hennar. Fremsti oddinn á nesinu milli Tálknafjarðar og Arnarfjarðar heitir Kópanes. Kippkorn fyrir sunnan oddann, Tálknafjarðarmegin, skerst dálítil vík inn í nesið. Hún heitir Kópavík. Háir bakkar eru eru meðfram sjónum í víkinni, og er klettanef eitt í bökkum þessum sunnan til í henni. Að ofan er það grasi vaxið, en að framan...
Hér segir frá uppruna draugsins Dalla sem kenndur var við Sauðlauksdal. Til eru ýmsar ósamhljóða sagnir um það hver hafi sent drauginn að Sauðlauksdal. En flestir eru sammála um að hann hafi sent galdramaðurinn Benedikt Gabríel sem bjó þá í Suðurfjörðum. Sagt var að hann hafi selt séra Gísla selskinn sem ekki hafði viljað borga uppsett verð. Hótaði...
Orð um fjölkynngi Einars prests barst út til Arnarfjarðar og sendu Arnfirðingar fjölkunnugan strák að nafni Björn norður að Skinnastöðum til að athuga hvað Einar kynni fyrir sér. Nokkrum dögum eftir að Björn kom að Skinnastöðum kom lítil stelpa inn í baðstofu til hans og sagðist ætla drepa hann. Björn sneri henni til að drepa kú Einars og því næst á eftir...
b. Hlunnindi í Kópavík. Kópavík hafa fylgt einkennileg ummæli, sagt var að bæði hættur og hlunnindi fylgdu henni. Var því trúað, að ekki mætti hafa þar uppsátur lengur en fram eftir vorinu en þar til er 11 vikur væru af sumri og ef einhver gerðist svo djarfur að virða ummæli þessi að engu, var því trúað að hann myndi verða fyrir einhverjum óhöppum....
Kópavík. B Hlunnindi í Kópavík.