37 datasets found
Place of Narration: Akureyri
Þorvaldur skáld á Sauðanesi á Upsaströnd átti að vera ákvæðinn.[1] (Það eru annars margar sagnir um hann er því miður fást ekki). Einu sinni var Þorvaldur inn á Akureyri. Var hann þá beðinn að sýna list sína og skyldi fá í staupinu í staðinn ef hann kvæði kaupskip upp af höfninni. Hann kvað: Kristur minn fyrir kraftinn sinn, kóngur í himnahöllu, gjöri...
Þorleifur á Barði var talinn fjölfróður og var það siður kaupmanna að leita frétta hjá Þorleifi um hvenær kaupskip þeirra væru væntanleg. Gat hann sagt til um það viku fyrr því þá sá hann hulduskip koma. Hann sagði einnig fyrir um dauða konu sinnar.
Séra Þorleifur (heimildarmaður) var hjá Eggerti kaupmanni og vann við að raða bókasafni hans og skrásetja bækur. Gat hann laugardagskvöld 16. mars 1907 ekki sofnað en festi loks blund um tólfleytið. Fannst honum þá tvær verur í mannsmynd standa fyrir framan rúmstokkinn. Voru þetta karl og kona í síðum, dökkgráum stökkum. Hrökk hann upp en þá hurfu...
Pétur sýslumaður sem var í Krossvík í Vopnafirði, 1) fór einu sinni í verslunarferð til Akureyrar. Lest hans hafði farið á undan og hann lagði einsamall á Mývatnsöræfi. Hann villtist í þoku. Sér hann þá hvar tveir menn koma flugríðandi suðvestan af öræfunum, annar á skjóttum hesti, en hinn á brúnum og var sá sem Skjóna reið langt á undan. Þeir stefna...
Pétur sýslumaður og útilegumennirnir
Jón Þorláksson skáld og prestur að Bægisá var jafnan glaður að sögn og góðlyndur, en þoldi illa kalls og hæðni. Ýmsir óhlutvandir menn kanksuðu þó til hans en eigi þótti þeim verða það að góðu því hann var ákvæðinn. Svo bar til að prestur mætti manni innan úr Eyjafirði, lét sá mikið yfir sér. Prestur spurði hann að heiti. „Ég er ofan úr firði," svarar...
Jón skáldi og Bægisárklerkur
Jón Jónsson í Bandagerði var eitt sinn að koma frá Akureyri en lagði sig á leiðinni í laut. Vaknaði hann við það að hann var hristur og var það ung stúlka sem síðan leiddi hann með sér. Voru þau rétt komin fram á gilbarminn að Glerá þegar hún hvarf. Skömmu seinna kom Guðmundur bóndi í Ábæ og gisti í Bandagerði.
5. Frá Ábæjarskottu: Skotta glettist við Jón í Bandagerði
Fyrir löngu var prestur einn búsettur í Glæsibæ við Akureyri. Var hann laus við hjátrú og vildi ekki heyra nefnt að huldufólk væri til. Eitt sinn fór hann að Lögmannshlíð á sunnudegi til að embætta. Skall þá á hríð og villtist hann. Kom hann þá að bæ og leitaði þangað. Kom ung og lagleg stúlka til dyra og bauð hún honum inn. Drakk hann með öldungi nokkrum...
Maður bjargaði hvolp úr á og spurðist fyrir um hvolpinn en enginn kannaðist við hann. Köttur gekk honum í móðurstað og fóstraði hann. Mörgum árum síðar fóru hundurinn og eigandi hans og lífgjafi yfir Ljósavatnsskarð en lentu þar í hríð og ófærð. Maðurinn hrapaði niður á klettasyllu en hundurinn hélt í honum lífi í þrjá daga þar til hann fannst. Það gerði...
Jón nokkur Illugason bjó á Skógum í Þelamörk. Hann var fátækur og fáskiptinn og hélt fast hlut sínum ef á hann var leitað. Menn héldu að hann kynni nokkuð fyrir sér eins og títt var um þá sem ekki létu hlut sinn fyrir yfirgangsmönnum. Einhverju sinni hittust þeir nafnar Jón frá Hellu og Jón Illugason í kaupstað á Akureyri. Þeim varð sundurorða um...
Missætti Jóns á Hellu og Jóns Illugasonar
Jón Þorvaldsson á Brekkukoti í Svarfaðardal var skáldmæltur. Hann dreymdi eina nótt að hann var staddur á Akureyri og verslaði með vöru sína við kaupmann Hemmert og þótti honum hann hafa af sér í kaupunum, og yrtust í illu þar til Jóni þótti hann reiðast og kveða í svefninum: (sjá vísur). Hann þóttist hafa gert fjórar, en mundi ekki þá seinustu er hann...
Draumavísur Jóns á Brekkukoti
Hallgrímur Þórðarson í Gröf í Kaupangssveit ólst upp á Króksstöðum hjá foreldrum sínum við mikla fátækt. Vann hann við róður og þótti góður starfskraftur. Eitt sinn þegar Hallgrímur var um tvítugt kom hann utan frá sjó og ætlaði að halla sér þegar hann kæmi heim á Króksstaði. Fjósið þar var undir baðstofunni. Rétt eftir að slökkt hafði verið heyrðist...
Helgi Sveinsson bjó ásamt foreldrum sínum að Naustum við Akureyri. Var hann skyggn frá barnsaldri og fram á fullorðinsár. Var tvíbýli á Naustum. Bjó þar ásamt fjölskyldu Helga húsmaður með konu og dóttur og einnig gömul ekkja að nafni Margrét. Þegar Helgi var fluttur að Naustum heyrði hann talað um að reimt væri þar á bænum. Heyrði móðir Helga eitt sinn...
Í apríl 1919 létu 18 manns lífið í snjóflóðum sem féllu í grennd við Siglufjörð, aðrir grófust í fönn en lifðu af. Snjóflóðið úr Staðarhólsfjalli olli gífurlegri fljóðbylgju á Siglufirði og skemmdum á bátum og mannvirkjum. Pétur og Skafti Stefánssynir höfðu farið á vélbátnum Úlfi til Akureyrar og hlaðið hann vörum sem áttu að fara á Skagafjarðarhafnir....
Þorlákur prestur og skáld Þórarinsson var nokkuð einkennilegur og eru margar sagnir af honum gerðar. Hann var skáld og óþrotlega orðviss í kveðlingum. Hann hefir og þótt forspár, töfrafróður og skyggn. Þorlákur vígðist síðan til Möðruvallaklaustursbrauðs 1745 og bjó þó að Ósi. Snemma lagðist sá orðrómur að hann þætti vita fleira en flestir aðrir og kunna...
Brynjólfur Eiríksson er fæddur 11. nóv. 1872, sonur Eiríks bónda á Skatastöðum í Austurdal, Eiríkssonar hreppstjóra í Héraðsdal, Jónssonar, er var beint kominn af Grími lögmanni Jónssyni á Ökrum. Kona Eiríks var Hólmfríður Guðmundsdóttir hreppstjóra í Sölvanesi, Jónssonar. Brynjólfur lærði í búnaðarskólanum á Hólum og var hér og þar við jarðabætur í...
Sagnir eftir Brynjólf Eiríksson. Úr bréfi 1945.: Dulsýnir frá æsku minni
Árni Jóhannesson er fæddur 9. okt. 1883 að Hraukbæ í Kræklingahlíð. Var faðir hans Jóhannes Gíslason bóndi þar. Kona Jóhannesar og móðir Árna var Jóhanna Guðlaugsdóttir frá Skálpagerði í Kaupangssveit. Var hún mjög vanheil og var Árna því komið í fóstur nýfæddum að Hrafnsstöðum í sömu sveit. Þá að Finnastöðum í Sölvadal. þar var hann 2 ár. Svo að Seljadal...
Sagnir Árna Jóhannessonar: Stutt æviágrip
Séra Þorlákur skáld á Ósi var forspár um marga hluti. Eitt sinn var hann á ferð um Möðruvallanes með vinnumanni sínum og spurði hann vinnumanninn hverjir riðu þarna í hóp. Vinnumaðurinn sagðist ekki sjá neitt. En Þorlákur sagði að sér sýndist þetta vera allt Hvammsfólkið á leið til Möðruvalla. Um sumarið dó allt heimilisfólkið í Hvammi sex að tölu og voru...