6,300 datasets found
Sigurveig átti tvo syni, Björn og Sigurð, og segir eitt sinn Birni draum sinn um að hún væri búin að missa báðar hendurnar. Réð hún drauminn á þann hátt að báðir synir hennar myndu deyja á undan henni. Það rættist.
is.sagnagrunnur.SG_12_2171
Mann dreymdi að hann sæi vinnumann koma inn í baðstofu ásamt tveimur öðrum mönnum, hélt annar á stórum hníf. Skar sá sem á hnífnum hélt stóran kross-skurð í bakið á vinnumanninum sem kenndi sér einskis meins. En sagði því fólki sem var innivið að nú færi hann alfarinn frá bænum. Viku síðar lagði umræddi vinnumaður upp í ferð en drukknaði á leiðinni.
Friðjón á Sandi dreymdi eitt sinn tvo menn vera að leita að einhverju. Þegar hann hugar að því nánar sér hann þá vera að moka gröf. Stuttu síðar deyja báðir þessir menn. Uppboð er síðan haldið á eignum annars mannanna. Á uppboðinu er staddur Jón úr Köldukinn. Skömmu síðar drukknar Jón og var lík hans lagt á þann stað sem Friðjón dreymdi mennina vera að...
Mann dreymdi að hann sæi andfugl verða fyrir skoti og falla til jarðar, en fuglinn veinaði mjög átakanlega og var það alveg eins og mannsvein. Draumurinn var talinn fyrir skammlífi. Síðar um veturinn vaknar sami maður upp við mannsveinið endurtekið sem hann dreymdi fyrr um veturinn. Nema að núna er það raunverulegt og inni í húsinu. Var það gömul kona sem...
is.sagnagrunnur.SG_12_2168
Bræðurnir Pétur og Jakob voru vinnumenn á Hrafnagili og ætluðu að flytja að Hranastöðum. Frú Þórunni dreymdi þá látna móður þeirra sem sagði að Jakob myndi aðeins koma til sín. Jakob flutti ekki að Hranastöðum. Hann dó skömmu síðar áður en átti að flytja.
is.sagnagrunnur.SG_12_2167
Nikúlás Þórðarson og Steindór Jónasson voru skólafélagar á Möðruvöllum. Eitt sinn dreymir Nikulás, Steindór, með húfu á höfðinu með ártalinu 1902 framan á. Árið 1902 deyr Steindór.
is.sagnagrunnur.SG_12_2166
Þorstein frá Hvassafelli dreymdi eitt sinn að til sín kæmi inn í baðstofuna þar sem hann lá helugrár maður með sítt, hvítt skegg. Grípur hann um fætur Þorsteins og mikinn kulda leggur frá honum. Um veturinn fór síðan Þorsteinn í langferð og kól á báðum fótum.
is.sagnagrunnur.SG_12_2165
Baldvin í Garði dreymdi að hann væri staddur á Svalbarðsströnd og þar væru höggspænir með nafni hans skrifuðu á um víð og dreif. Síðar flutti Baldvin við til húsbyggingar yfir á Svalbarðsströnd.
is.sagnagrunnur.SG_12_2164
Hjónin Guðmundur og Anna á Yztahóli ætluðu að skera niður bústofninn einn frostaveturinn og voru búin að taka skepnur frá til að slátra. Nóttina áður en til stóð að slátra dreymdi Önnu að til sín kæmi fríður maður. Hún býður honum inn, en hann segist koma eftir viku og vera eftir það. Hún ræður drauminn þannig að veðrið muni batna og ekki muni borga sig...
Eitt sinn sendu hjón son sinn sendiferð upp á heiði. Er hann skilaði sér ekki var hafin leit að honum en hann fannst hvergi. Dreymir þá konu, Kristínu Jóhannsdóttur, að hún sé stödd við Laxá og tveir menn séu að dýfa stráknum ofan í ána. Farið var eftir draumnum og fannst þá líkið í ánni.
is.sagnagrunnur.SG_12_2162
Eitt sinn var Sigurbjörg á Laxamýri í heimsókn hjá móður sinni og dreymdi þá að hún væri stödd niðri við Laxá. Sér þar vök og mann þar ofan í sem kallar á hjálp. Daginn eftir kemur sú frétt að beitarmaðurinn í Laxamýri væri týndur. Síðar birtist maðurinn systur Sigurbjargar og segir, „Þar er ekki von að þeir finni mig, því að þeir leita ekki á réttum...
is.sagnagrunnur.SG_12_2161
Eitt sinn dreymir Hólmfríði á Víkingavatni að vinnumaður, Þorsteinn, væri drukknaður og kominn til vítis. Daginn eftir hverfur Þorsteinn í sandbleytu og drukknar.
Halldór dreymdi móður sína vitja konu sinnar, henda í hana lyklakippunni, þar sem hún þarfnaðist lyklanna ekki meir. Nóttina eftir deyr móðir hans.
is.sagnagrunnur.SG_12_2159
Jóhannes Þórsteinsson tapaði tveim kindum úr kvíum eitt sumar. Sáust þær oft um sumarið en skiluðu sér þó ekki í réttunum. Um jólin dreymir Jóhannes annan bónda, Hallgrím, sem bjó rétt hjá þeim stað sem kindurnar gengu úti um sumarið og hefur sá hausa kindanna meðferðis. Daginn eftir hittast mennirnir og sakar Jóhannes Hallgrím um sauðaþjófnað. Eftir...
Kristján í Fagradal dreymdi eitt sinn að sonur hans kæmi til sín og bæði sig að sækja farangur sem hann eigi inni í dal. Nokkrum dögum síðar fréttir Kristján að sonur hans hafði orðið úti.
Jón Eyvindsson dreymdi eitt sinn draum á þá leið að Jón Brandsson kom ásamt hásetum sínum og hvolfdi bát sínum við kirkjuvegginn að utanverðu. Skömmu síðar hvolfist sami bátur og kom fram í draumnum er þeir eru að koma í höfn en allir bjargast.
Guðmund dreymdi að hann væri að hlaupa og hafði stígvél á hægra fæti sem náði upp á mitt læri, upp úr því vall blóð. Síðar dreymdi Guðmund að kona færði honum 18 krónur og nokkra aura. Seinna veiktist Guðmundur, gróf í hægra fæti hans uppá mitt læri og lá hann fyrir í 18 vikur og nokkra daga.
is.sagnagrunnur.SG_12_2155
Jóhann á Hraunum var formaður, eitt sinn dreymir hann að hann sé á sjó ásamt hásetum sínum. Fórst skipið og drukknuðu þeir allir, gengu þeir upp stiga og upp í mikið og fallegt hús. Sá Jóhann þá að einn hásetann vantaði og hvernig sem hann var spurður vildi hann ekki segja hvern vantaði. Seinna lánaði Jóhann einn háseta sinna yfir á annan bát í einn róður...
Guðlaugu Sveinsdóttur dreymdi eitt sinn mikinn bjarma er náði austur yfir Vaðlaheiði, austur á Seyðisfjörð og yfir allt Seyðisfjarðarhérað. Fannst henni bjarminn stafa af eldi sem hún sá þó hvergi. Um tveimur dögum síðar gaus upp eldur á Oddeyri og varð bjarminn af bálinu mjög mikill og sást víða.
is.sagnagrunnur.SG_12_2153
Þórð dreymdi er hann lá á sjúkrahúsi Akureyrar að hann sæi gandreið. Fóru þar þrír menn í röð á stórum hvítum hestum, klæddir í herklæði og stefndu suður yfir land. Er sýnin hvarf birtist honum maður klæddur í svartan kyrtil, með hatt á höfði og mælti „Nafn mitt er engum kunnugt, en þó fer eg um land þvert, og hygg að heimskra manna höldum, sem ekki hafa...