17,362 datasets found
Huldufólk var í ásnum á Þyrli í Hvalfirði. Tómas sá rauðklædda stelpu við ásinn að leika sér. Heimildarmaður sagði börnunum sínum að hafa ekki hávaða við ásinn til að gera þeim ekki ónæði, en sjálf varð hún aldrei vör við það.
SÁM 86/856 EF
Kölski bað guð að gefa sér minnsta fingur mannsins, síðan neglurnar og loks naglgeirungana en guð snéri á hann í hvert skipti. Kölski hugðist byggja skip úr nöglunum og gerði það úr geirungunum sem hann fékk. Hann bað einnig um saur mannsins en fékk ekki.
Naglhringur
Gunnlaugur, faðir Björns tölfræðings Gunnlaugssonar, var hugvitsmaður að upplagi. Það er ein sögn um hann að hann fyndi upp einskonar vél er hann léti róa bát sínum og kallaði hana róðrarstráka. Stýrði hann þeim sjálfur með lítilli fyrirhöfn en það var að þeim að eigi gat hann ráðið við þá í stórsjó og ætluðu þeir þá að kafróa bátnum og er þess eigi getið...
Harðindi. Heimildarmanni var lítið sagt frá harðindunum. Fer með vísu; Hekla gýs úr heitum hvoft.
Sigríður segir frá handlagni föður síns og lækningum; segir sögu af einu skipti þegar hann gerði að áverkum vinnumanns.
SÁM 93/3496 EF
Jón Eyjólfsson á Litluhólum átti í faðernismáli. Kona kenndi honum barn sem hann vildi ekki meðganga. Málið var tekið upp á þingi en áður en farið var til þings hafði Jón haft orð við sveitunga sína að ekki færi flatt fyrir sýslumanni í dag. Þegar á þingið kom spurði sýslumaður hvort þetta væri þriðja hórdómsbrot hans. Hann svarar því játandi og taldi...
SÁM 84/55 EF
Jón hét maður Oddsson, stjúpsonur Jóns bónda Þórarinssonar á Bolunga eða Buðlungavöllum. Jón Oddsson fór frá stjúpföður sínum er hann var um tvítugt. Hann var maður fríður sýnum og hinn gervilegasti unglingur. Fór hann sem smali til Beldrings læknis að Brekku í Fljótsdal. Eitt kvöld ætlar Jón að vera hjá ánum um nóttina hjá Einbúa sem er klettur skammt...
Drengur hvarf af bæ. Húsmóðurina dreymdi að álfkona sagðist hafa hyllt hann til sín en að honum yrði skilað næsta dag, sex dögum eftir hvarfið. Það gekk eftir og sagði drengur heimafólki sínar farir ekki sléttar. Eftir þetta gerðist hann þungsinna og hélst hvergi í vist. Að lokum byggði hann sér kofa og gerðist einsetukarl. Huldukonan birtist honum við og...
Einhverju sinni á átjándu öld var vörum stolið úr versluninni á Eskifirði og náðust þjófarnir uppi á fjalli, voru litlir fyrir sér og iðrandi. Voru þeir síðan geymdir, meðan beðið var úrskurðar í máli þeirra, í grjóthlöðnu húsi í túninu á Borgum, næsta bæ við Eskifjörð. Var þeim færður þangað matur, en heldur naumt skammtaður því hart var í ári og...
Otúel Vagnsson fór í hnísuróður og fékk ekkert. Hann var mjög dapur þegar hann kom heim.
SÁM 89/2069 EF
Spurt um skjálftalækningar sem Guðmundur heyrði talað um, fer síðan út í tal um Þorgeirsbola
Jón Tómasson bóndi á Dvergasteini í Álftafirði lagðist sjúkur í bólunni. Áður en hann dó gaf hann konu sinni fyrirmæli um hvernig hann vildi láta líkama sinn til moldar búa. Hann vildi vera klæddur öllum hátíðaklæðum sínum, hafa skó á fótum og með niðurbrotna hettu á höfði, og því snúið aftur, sem fram átti að vera á hettunni. Hníf, vildi hann hafa í...
Jón biskup Þorkelsson Vídalín fæddist að Görðum á Álftanesi 1666. Foreldrar Vídalíns [voru] sr. Þorkell Arngrímsson lærða og Margrét (fædd 1636, deyði 1706) Þorsteinsdóttir, prests í Holti fjörutíu ár († 1668), Jónssonar pínslarvotts, skálds, prests í Vestmannaeyjum (deyði 1727). Margar sögur ganga um Jón biskup Vídalín og skal hér geta þess helzta er ég...
Jón biskup Þorkelsson Vídalín
Viðbót við söguna um gullkistuna sem grafin var við Kirkjuhól: Kistuhringurinn var gefinn kirkjunni á Staðarstað, en presturinn þar gaf hann áfram enskum fræðimanni sem heimsótti staðinn.
SÁM 93/3811 EF
Hallbjarnarvörður, Skúlaskeið, Víðiker
SÁM 91/2575 EF
Skyggnisögur. Eitt sinn var heimildarmaður á ferðalagi og hann fór út að bæ einum og gisti þar. Þar var staddur Már og ákváðu þeir að fara saman yfir heiðina. Þeir komu að bæ einum. Þeir sáu inn um einn gluggann að kona sat inni í stól. Heimildarmaður lýsir vel fatnaði konunnar. Enginn kom út þegar þeir komu heim og ekki geltu hundarnir. Þeir héldu því...
Einar bjó einnig í Bólu í Blönduhlíð og var kenndur við kotið og kallaður Bólu-Einar. Bóndi sá er þá bjó á Silfrastöðum var mesti kunningi Einars og hafði leitað ýmislegs til hans. Silfrastaðabóndinn var fremur óvinsæll af öðrum einkum vinnumönnum sínum er þótti hann vera vinnuharður og vanþakklátur. Hann átti og illar búsifjar við annan bónda þar í sveit...
Erlendur hét maður, Helgason, er kom á hverju sumri ríðandi norður Sprengisand um árabil eftir 1820. Réði hann sig í kaupavinnu en hafði alltaf meðferðis ýmsan smávarning í belgjum og seldi á bæjum. Átti hann vinafólk nyrðra, einkum á Mýri og Kálfaströnd. Árið 1828 lenti Erlendur í háska í náttstað vestan Þjórsár á norðurleið. Ætlaði hann að bíða eftir...
ÚTILEGUMANNASÖGUR. Viðureign við útilegumenn á fjöllum og fjallvegum: Frá Erl...
Guðbjörg hét stúlka sem eitt sinn var vinnukona hjá heimildarmanni. Átti hún heima í Gilhaga á unglingsaldri og var látin sitja yfir kvíaám á sumrin. Sá hún stundum ær í högunum sem hún hélt að væri úr sínum hópi og var vön að halda þeim við hópinn. Dreymdi hana eitt sinn um vetur að til hennar kæmi kona og segði henni að hún mætti eiga það sem hún legði...
Um nykur: Sigurbjörn trúði á tilvist nykra þegar hann var lítill og var hræddur við gráa hesta, en gömul kona á Kóreksstöðum kenndi honum að athuga hvort hófarnir sneru öfugt
SÁM 92/3041 EF