17,362 datasets found
Organizations: Sagnagrunnur
Jón bóndi í Snjóholti Einarsson, sagði frá því á efri árum að þeir Guðmundur Filippusson í Húsey áttu eitt sinn tal saman um Vilhjálm. Sagði Guðmundur að Vilhjálmur hefði verið æskuvinur sinn og einhver besti unglingur er hann hefði kynnst. Þá hefði komið að norðan Jón karl og staðnæmst í Húsey. Hefði hann haft meðferðis fornar skræður og rúnablöð er hann...
Af Galdra-Vilhjálmi
Útilegumannasaga. Flökkumaður lagðist út á Hveravöllum; stal sér lambi, setti í heilu lagi í hver og sofnaði; svaf svo lengi að lambið sökk og aðeins lungun flutu upp; lifði á þeim fyrstu vikuna, aðra vikuna á munnvatni og þá þriðju á Guðs blessun.
SÁM 93/3548 EF
Kristinn bóndi í Bráðræði í Reykjavík var frá Engey. Talið var að hann hafði fylgju sem kallaðist Móri, en sjálfur talaði hann alltaf um Drenginn.
Sigmundur hét maður er bjó á Iðu í Skálholtssókn um síðustu aldamót. Haustið 1903 fékk hann lungnabólgu er dró hann til dauða. Á meðan hann lá á banalegunni, sá stúlka er var að bíða eftir ferjumanni Sigmund ganga fram hjá sér að ferjustaðnum. Hvarf hann svo bak við leiti. Rétt í því kom maður með ferjumanninn frá Iðu og spurði stúlkan um líðan Sigmunds....
Tvær vinnukonur frá Þverá verða úti
SÁM 92/2997 EF
Gaukur á Stöng
Eyjólfur í Heinabergi sagði ýkjusögur, meðal annars af mikilli fiskveiði
SÁM 92/3074 EF
Huldukýrnar úr Fornastekknum. Þegar heimildarmaður var ung þurfti hún að reka frá á kvöldin og koma kúnum á réttan stað fyrir nóttina. Hún var með hest til að sitja á við reksturinn og átti að reka kýrnar á Fornastekk. Þegar hún kom að ytra stekknum kom hún fram fyrir leyti. Þar ráku kýrnar upp mikið baul og tóku sprettinn burtu. Sá hún þá hvar komu...
Ull hverfur frá bónda einum hvert vorið á fætur öðru, ákveður hann að fylgjast með hvernig standi á þessu, sér hann þá að snakkur kemur veltandi og veltir hann sér yfir ullina og vefur henni upp á sig og hvarf á örskots stundu.
Magnús í Skarfanesi var efnalítill er hann hóf búskap en með tímanum varð góður vöxtur á búi þeirra, þrátt fyrir barnaómergð. Breytingar urðu síðan á högum þeirra er fjárkláðinn tók að breiðast út, en þau urðu tilfinnanlega fyrir barðinu á niðurskurðinum sem fylgdi í kjölfarið.
Vöxtur í búi í Skarfanesi
Spurt um galdramenn og óvættir, sagt frá Katanesdýrinu, það hélt til í tjörn og elti menn; grafinn var skurður úr tjörninni niður í sjó og besta skyttan í Borgarfirði fengin til að skjóta dýrið, en það sást þá aldrei
SÁM 93/3665 EF
Fullorðinn kvenmaður varð barnshafandi og kenndi það unglingsstrák. Hann sé faðirinn. Það verður úr að hann verður að meðganga. Þá spyr móðir stráksins hversvegna í andskotanum hann hefði verið með þessarri kerlingu. Strákurinn segist hafa verið narraður til þess að barna kerlinguna og hann hafi mátt til
SÁM 90/2247 EF
Saga af gömlum manni sem átti fólgna peninga í kirkjuturninum á Hólum.
SÁM 93/3566 EF
Heimildarmaður segir frá trú á Þorgeirsbola í Skagafirði. Segir marga af eldra fólkinu hafa trúað því að hann hafi gengið um í Skagafirði og fylgt vissu fólki
Skorrastaðakirkja fauk. Heimildarmaður veit ekki afhverju hún fauk. Ortur var bragur um þennan atburð; Kirkjan er fokin. Heimildarmaður kann hann þó ekki allan. Þetta var vísa úr leikriti.
SÁM 90/2102 EF
Bónda nokkurn frá Hnaukum í Álftafirði vantaði eitt sinn 12 lömb af fjalli. Hittir hann á Djúpavogi mann einn er Ólafur hét og fer að tala við hann. Ólafur hafði sagnaranda og vissi því fleira en aðrir. Bóndi fer að gera lítið úr forvisku hans og annarra, Ólafur segir; „Veistu hvað varð af lömbunum þínum í haust ?" Bóndi neitar því. Ólafur segir; „Þau...
Sagnarandi kemur upp um þjófnaði
Gunnar segir að Leirár-Skotta hafi fylgt tiltekinni ætt. Segir að henni hafi verið gefinn matur á kvöldin.
Kona er á ferð í myrkri í bæjargöngum og þykir sem nákaldur gustur þrengist inn göngin. Hún verður mjög hrædd. Skömmu síðar dreymdi hana mann sem sagðist hafa kvalið hana líkamlega, en konan hafði verið veik, en nú muni hann kvelja hana andlega og svo kæmi eilífðin. Konan hresstist líkamlega en maður hennar dó sem lagðist þungt á hana.
Um Kolbeinskussu, upphaf hennar og hverjum hún fylgdi
SÁM 93/3323 EF
Heimildarmaður heyrði talað um fjörulalla. Á Strandseljum þar sem hann var mátti féð aldrei fara í fjöru um fengitímann því þá kæmu vansköpuð lömb. Sagt var að fjörulallinn legði lag sitt við kindurnar.