14 datasets found
Place of Narration: Reyðarfjörður None: wonder tale
Jón Stefánsson hét maður á Sómastaðagerði í Reyðarfirði. Hann þótti mjög lipur og snjall glímumaður. Fór hann oft út í Seley til róðra og glímdi gjarnan þar. 1885 ætlaði hann ásamt nokkrum mönnum að vitja um net en þá hvolfdi bát þeirra. Jón náði þó að halda sér á floti en allir hinir félagar hans drukknuðu. Eitt sinn glímdi hann við norðlenskan mann sem...
Þáttur af Jóni Glímukappa á Gerði
Sjómenn voru eitt sinn á sjó í Reyðarfirði. Þegar þeir voru að draga línuna, heyrðu þeir háan smell frammi í bátnum og báturinn tók djúp köf. Þeir sáu þá að stór hluti skutarins var horfinn og sá enginn hvað hafði gerst. Flestir álitu að þetta hafi verið sjóskrímsli eða hvalur en einnig voru tilgáta um að skip hafi skotið fallstykkjum og brot af kúlu lent...
Á sínum yngri árum fóru þeir Hafnarbræður til Reyðarfjarðarkaupstaðar að sækja kornvöru. Þetta var um haust. Snjóaði svo mjög meðan þeir voru í kaupstaðnum að þeir urðu að skilja hestana eftir og ganga heim. Var þá um 3 dagleiðir að fara og tvo fjallvegi. En til þess að koma ekki allslausir heim, báru þeir sína bankabyggstunnuna hvor og varð lítið fyrir því.
Jón Austfjörð segist hafa þekkt Halldór vel síðustu árin, sem hann lifði; hafi Halldór þá verið orðinn hrumur, en hann hafi þá sagt sér ýmsar sögur um ævi sína. Hafði hann alist upp við slæma aðbúð. Segir Jón, að hann hafi séð eftir mörgum brellum sínum og hafi hann á síðustu árum sínum verið orðinn heitur trúmaður, bljúgur og oft klökkur.
11. Sagnir um Halldór Árnason á Högnastöðum: Síðustu ár Halldórs
Halldór Jónsson var eitt sinn á ferð eftir norðurströnd Reyðarfjarðar er hann sá ókennilegt dýr þar. Honum sýndist það fyrst vera hestur en sá svo að það var bara líkt hesti að framan, en efri hlutinn var niðri við jörðu. Dýrið elti hann og forðaði hann sér heim á hlaupum, nærri sprunginn af mæði.
Halldór og skrímslið
Óskasteinar eru vandgeymdir. Eiríkur nokkur fann eitt sinn óskastein himinbláan og gulan til helminga. Hann lét hann í vettlingstotu sína en gætti ekki að því að geyma hann undir holhendi sér vinstra megin eins og á að gera með óskasteina. Hann týndi því steininum sem líklega hefur smogið ofan í jörðina. Uppi á Herðubreið er vatn sem flæðir og fjarar í....
Halldór fór eitt sinn sjóveg að sækja ljósmóður en á heimleið komu þau við á Hólmum. Þar bað beitarhúsasmali Halldór að taka fyrir sig tvo heypoka og skilja þá eftir á nesoddanum milli Eskifjarðar og Inn-Reyðarfjarðar. Var Halldóri illa við þetta því hann vildi hafa sem minnstar tafir en gerði þetta samt. Fundust pokarnir samt ekki fyrr en einu eða...
5. Sagnir um Halldór Árnason á Högnastöðum: Pokarnir
Jón var eitt sinn á ferð með dreng upp úr Eskifirði og runnu þá tveir hvalkálfar inn fjörðinn. „Falleg eign væru þessir," segir strákur. „Hvað er þá annað en reyna að eignast þá?" svarar Jón og fer að hafa yfir galdraformála sína. Renna hvalirnir á land og til fjalls á eftir þeim. Jón segir strák að hann megi ekki líta aftur og halda þeir svo út í...
Jón seiðir til sín lifandi hvali
Bogi Jónsson var staddur á Vaðbrekku hjá Ingibjörgu systur sinni. Dreymdi hann þá að maður að nafni Ólafur Magnússon kæmi að Vaðbrekku og sagðist hann vera að sækja sigðina handa þeim að Helgustöðum. Nokkru seinna frétti síðan Bogi af bátsförum og tengdi hann drauminn við þær slysfarir. Pétur, bróðir Boga, bjó á Eskifirði og dreymdi hann einnig draum sem...
„Ég er að sækja sigðina“
Andrés Guðmundsson hét maður sem fæddur var árið 1839 að Litlu-Breiðavík í Reyðarfirði. Vandist hann ungur sjómennsku því að faðir hans stundaði sjó. Andrés fluttist til Norðfjarðar á fullorðinsárum og kvæntist þar. Lenti hann oft í ýmsu í róðrum sínum. Eitt sinn þegar Andrés og menn hans voru að róa eftir hákarli kom mjög vont veður. Komust þeir þó í...
Frá Andrési Guðmundssyni
Þess er getið að Jón átti í illskiptum við mann er Ísleifur hét og helst út af hestakaupum. Ísleifur er sagt byggi á Kollsstöðum á Völlum. Jón varð, að menn héldu, orsök til þess að Ísleifur fórst voveiflega í Eskifjarðaránni. Þá var uppi maður á Reyðarfirði að Svínaskála er Pétur hét. Hann var talinn annar galdramaður mestur í þá daga á Austurlandi....
Svínaskála-Pétur og Jón
Halldór þótti nokkuð hrekkjóttur bæði við menn og skepnur. Eitt sinn var Halldór að sækja ljósmóður að Hólmum. Var hann beðinn um að fleygja tveimur heypokum á land á Skeleyri en Halldór taldi það myndi tefja för sína. Þó gerði hann það sem hann var beðinn um. Fann sauðamaður hvergi pokana hvernig sem hann leitaði. Nokkrum dögum síðar fór Halldór með...
12. Þáttur af Halldóri Árnasyni á Högnastöðum: Hrekkir Halldórs
Bárður var sonur hjóna er bjuggu á Bleiksá við Eskifjörð. Hann var stórskorinn í andliti, hafði hrafnsvart hár, var með hærri mönnum og talinn kraftamaður á yngri árum. Bárður átti tvö systkini er upp komust og er nokkuð sagt frá þeim í sögunni. Bárður þótti einkennilegur, en var að mörgu leyti vel gefinn og mikill reikningsmaður, var auk þess skyggn og...
Þegar Björn sýslumaður vissi að þeir bræður fengu ósigur fyrir Páli hugðist hann yfirstíga hann með draugsendingum. Um þær mundir fór Páll frá Kleif að Þorgerðarstöðum, fyrirvinna til ekkju er þar bjó og gekk síðan að eiga hana. Hún átti son er Eiríkur hét. Ásmundur hét heimamaður Björns sýslumanns. Hann þótti all-fjölkunnugur og lá orð á að þeir Björn...
Draugasendingar Björns