8 datasets found
None: wonder tale
Magnús Jónsson var fæddur í Litla - Kollabæ 1807 og ólst upp með foreldrum sínum til 12 ára aldurs en þá flosnuðu foreldrar hans upp vegna fátæktar. Magnús var niðursetningur þar í sveitinni í fyrstu, en síðar vinnumaður. Hann reri út á vertíðum, og var afburða verkmaður og greindur.
is.sagnagrunnur.SG_4_5986
Sigríður, dóttir Bjarna Thorarensens, þótti bráðger í æsku og góðum gáfum gædd. Hún var úrræðagóð og fékk góðan vitnisburð hjá presti er hún fermdist. Var þar með hennar bóknámi lokið, en hún var nokkuð skáldhneigð. Fóstra hennar dó árið áður en Sigríður fermdist og bættust þá störf á Sigríði. Hún var hjá fóstra sínum uns hún hvarf til búskapar á 18....
is.sagnagrunnur.SG_4_5984
Bjarni Thorarensen greiddi meðlag með Sigríði dóttir sinni til 14 ára aldurs, að sögn hennar sjálfrar. Var það meðlag í fyrstu goldið í fríðu, og var þá 6 ær, loðnar og lemdar árlega. Var það meðlag sennilega greitt úr Hlíðarendabúinu meðan móðir Bjarna lifði, en með því móti bar minna á greiðslunni.
is.sagnagrunnur.SG_4_5983
Sigríður, dóttir Bjarna Thorarensens og Elínar vinnukonu hans var skilin nýfædd eftir í Bakkahjáleigu. Hún ílentist þó ekki lengi þar og var tekin í fóstur að Teigi í Fljótshlíð. Var mikið vinfengi milli móðir Bjarna og fólksins á Teigi.
is.sagnagrunnur.SG_4_5982
Steinmóður og Elín bjuggu í Steinmóðsbæ meðan þau bæði lifðu. Hann andaðist 1846 en hún 1876. Þurfti hún að þiggja af sveit síðustu árin sem hún lifði, þar sem börn hennar voru ekki aflögufær.
is.sagnagrunnur.SG_4_5980
Halldór gaf sig lítið að sjósókn heldur var þess í stað í vinnu annars staðar og vann meðal annars að því að hlaða grjótgarða fyrir menn.
is.sagnagrunnur.SG_21_5333
Halldór flutti frá Valþjófsstöðum að Hólmum við Reyðarfjörð fyrir 1840. Hann þótti kraftamaður mikill, myndarlegur í útliti og gekk hann ávallt snyrtilega til fara. Var hann hinn mesti snillingur að hlaða úr torfi úr grjóti. Þótti hann almennt vera hinn mesti orðhákur.
is.sagnagrunnur.SG_21_5330
Jón Austfjörð segist hafa þekkt Halldór vel síðustu árin, sem hann lifði; hafi Halldór þá verið orðinn hrumur, en hann hafi þá sagt sér ýmsar sögur um ævi sína. Hafði hann alist upp við slæma aðbúð. Segir Jón, að hann hafi séð eftir mörgum brellum sínum og hafi hann á síðustu árum sínum verið orðinn heitur trúmaður, bljúgur og oft klökkur.
is.sagnagrunnur.SG_21_5328