6 datasets found
None: sea beings; monsters; animals as evil spirits; sea monsters
Eitt sinn sást á bænum Hesteyri, undarlegt fyrirbæri á bæjarhólnum. Það líktist helst flatbytnu (pramma) á hvolfi og hreyfðist til. Þetta sáu húsfreyjan, aðkomukona og börnin á bænum. Húsbóndinn var að heiman. Daginn eftir var þetta horfið en undarleg för sáust á túninu sem lágu til sjávar. Tekið er fram að fólk sem varð vitni að þessu hafi verið skynsamt...
Ýmsar lýsingar hafa menn gefið á sæskrímslum og margar skrýtnar. Hér eru nokkrar lýsingar. Eins og tveir hestar fastir saman á rassinum. Með háar kryppur upp úr bökum og burstir upp úr hausnum. Eins og tunnur með botn eða bumbu upp úr vatninu eða sem hestlendar. Eins og grindverk og velta áfram. Eins og veltandi hnoða. Eins og hús eða skip eða bátar...
Skrímsli sást í Húsavík sem leit út eins og tveir selir fastir saman á hliðunum. Það gaf frá sér hljóð, einkum ef það heyrði hljóð úr landi.
Tveir menn sáu sjóskrímsli við Njarðvík. Það var líkt Skálanesskrímslinu en nokkru minna.
Kvöld eitt urðu tveir menn á Reykjavíkurgötunni varir við ókennilega skepnu. Var hún á stærð við naut og fór undan í flæmingi, þegar þeir eltu hana. Kom þá á móti þeim maður sem Bjarni hét og sýndist þeim skepnan taka hann og hlaupa með hann í sjóinn. Hefur hvorugt þeirra sést síðan.
Bjarni Högnason sem eitt sinn bjó í Njarðvíkum sagði frá samskiptum sínum við sjóskrímsli í víkunum sem hann hafði naumlega bjargast undan. Taldi hann að það sæti um sig. Eitt sinn hvarf hann á þessari leið og þegar farið var að huga að honum, fannst hann dauður með mikla áverka á líkamanum. Var talið að skrímslið hefði grandað honum.