9 datasets found
None: religion; humour
This dataset has no description
is.sagnagrunnur.SG_9_845
Sagt er að skriftargangur Hornstrendinga hafi á fyrri tímum verið þessi: „Ég er eins og ég var í fyrra."
is.sagnagrunnur.SG_9_843
Við vísitatíu Finns biskups að Helgafelli voru meðal annars þrjár systur frá Þingvöllum. Biskupinn spurði þær og fannst þær mjög fáfróðar í þekkingu kristindómsins og benti þeim á hvílíkur sálvarvoði sem þær með fáfræðinni kynnu að steypa sér í. Þegar komið var út töluðu systurnar saman og sagði þá ein: „Það er undarligur maður biskupinn þessi." „Það er...
is.sagnagrunnur.SG_9_832
Guðlaugur í Bjarneyjum sagði að allt væri forgengilegt annað en það sem guð hefði sjálfur skapað.
is.sagnagrunnur.SG_9_826
„Mikill smiður var það sem presturinn prédikaði um í dag; það var þúsund þjala smiður,“ sagði kerling ein við bónda sinn þegar hún kom heim frá kirkjunni. „Ójá,“ sagði karlinn, „það vildi ég að sonur okkar væri kominn til hans.“
is.sagnagrunnur.SG_9_808
Kerling mælti þegar hún eitt sinn heyrði lesið guðspjallið á fyrsta sunnudag í föstu: „Og þér mátti það, bölvuð forsmánin þín, að bjóða blessuðum himnaríkisherranum mínum öll ríki veraldarinnar og þeirra dýrð, þú sem ekki áttir bót á rassinn á sjálfum þér og gekkst með brókina alla opna í klofinu."
is.sagnagrunnur.SG_9_801
Þegar kerling ein hafði heyrt lesna söguna af þeim Adam og Evu um syndafallið mælti hún: „Svo fór bezt sem fór; það hefði ekki verið lítill hofmóðurinn í henni veröldu hefðu allir verið heilagir.“
is.sagnagrunnur.SG_9_757
Eitt sinn kom kerling heim frá kirkju sinni og sagði: „Það var víst einhver merkismaður sem presturinn nefndi í dag; annaðhvort hét hann Ádám eða Sátán, ég man ekki hvort nafnið var.“
is.sagnagrunnur.SG_9_756
Eyjólfur í Skáleyjum sagðist aldrei snúa aftur með það, hvað sem hver segði, að hann Adam gamli hefði endurleyst sig.
is.sagnagrunnur.SG_9_743