11 datasets found
Place of Narration: Djúpivogur None: magic
Bóndi nokkur kom í kaupstað á Djúpavogi. Smakkaði hann grænsápu hjá einni vinnukonunni því hann hélt að þetta væri einn af réttum þeirra dönsku. Skyrpti hann því út úr sér og sagði að ekki væri þetta sætt en saðsamt myndi það vera.
Unglingstúlka er send um vetrarkvöld í búð, á leiðinni heim mætir mórauðum strák, hverfur svo strákur, stuttu síðar kemur sá maður í heimsókn er draugur fylgdi.
Heimildarmaður var líkkistusmiður búsettur í Hofsókn í Álftafirði en síðar flutti hann að Borgargerði við Djúpavog. Tók hann eftir því að hann dreymdi undarlega drauma sem hann skildi ekki fyrst en reyndust síðan vera bendingar í þá átt, að líkkistusmíðar væru í vændum. Eitt sinn er hann var að fara að sofa í Borgargerði þá heyrði hann hljóð úr einu...
Kringum aldamótin1600 hvarf smali er gætti fjár á Útlandinu, sem kallað er, á Búlandsnesi við Djúpavog. Bar leit engan árangur, en um vorið þegar útlendu kaupmennirnir komu aftur og opnuðu hús sín fundu þeir smalann bráðlifandi þar. Hafði hann farið niður um strompinn, en ekki komist til baka og lifað af veturinn á svartabrauði og sírópi. Var smalinn hinn...
Einar, sonur Magnúsar, hafði getið þess að þegar viðunandi verðlag væri á kjöti, myndi faðir hans hafa getað safnað miklum auði. Eitt sinn hafði Magnús farið með ull á Djúpavog til að leggja hana inn. Var Magnús í slitinni peysu og taldi danskur skipstjóri sem þarna var staddur að um væri að ræða fátækan mann. Þá sýndi verslunarstjóri honum inneign...
6. Þáttur af Magnúsi ríka á Bragðavöllum: Meiri en sýndist
Í júnímánuði 1881 strandaði danska seglskipið „Helnæs“ á sandrifi við Álftafjörð. Voru skipbrotsmenn fluttir heim til sín á einhverju seglskipi Örum og Wulffs verslunarinnar. Var skipið selt bændum sveitarinnar en ýmsir innanstokksmunir þess og eigur sjómanna selt á uppboði. Meðal þess sem boðið var upp var kista nokkur sem hásetinn sem drukknaði hafði...
Eyjólfur prestur Teitsson að Sandfelli í Öræfum (1772-85) vissi nokkuð frá sér og lærðu þeir galdur af honum Kristján Vigfússon (Galdra-Fúsa), og Sæmundur Hólm og seiddu til sín mat er þeir þóttust svangir. Eyjólfur prestur fékk Hof í Álftafirði 1785 og hélt það til 1791. Sagt er að hann ætlaði að afnema þar reimleik og forneskju og létist af þeirri...
Matseiður Jóns Eyjólfssonar
Bónda nokkurn frá Hnaukum í Álftafirði vantaði eitt sinn 12 lömb af fjalli. Hittir hann á Djúpavogi mann einn er Ólafur hét og fer að tala við hann. Ólafur hafði sagnaranda og vissi því fleira en aðrir. Bóndi fer að gera lítið úr forvisku hans og annarra, Ólafur segir; „Veistu hvað varð af lömbunum þínum í haust ?" Bóndi neitar því. Ólafur segir; „Þau...
Sagnarandi kemur upp um þjófnaði
Guttormur Hallsson prests, bjó í Búlandsnesi í Hálsaþinghá þegar Tyrkir koma að Austurlandi. Var hann þá fyrir norðan fjörð í Berunesi hjá Bjarna silfursmið mági sínum og við vinnu. Hann var við að gera upp stekk í Berunesi þegar 8-10 ræningjar komu. Tók hann það ráð að verjast og varðist þeim um hríð með rekunni, limlesti þá og meiddi. Er svo að sjá sem...
Um og eftir miðja 19.öld var þilskipaútgerð með allmiklum blóma á Djúpavogi. Þó lentu þessi skip oft í allmiklum sjávarháska og fórust oft. Vegna þessara tíðu slysfara var farið að smíða stóra róðrar-og seglbáta. Lúðvík Lúðvíksson, bóndi að Hálsi við Hamarsfjörð, smíðaði stóran bát sem hann nefndi "Hamarsfjörður" og átti að stunda fisk-og hákarlaveiðar....
Sjóhrakningur frá Djúpavogi til Vestmannaeyja.
Mensaldur Raben í Papey hinn auðgi var af sumum talinn afkomandi hollensks skipstjóra á víkingaskipi. Var Mensaldur mikill búsýslumaður og hafði hann bú á Melrakkanesi í Álftafirði og átti Bragðavelli. Gaf hann ráðsmanni sínum Bragðavelli og er það líklega sá sem seldi Magnúsi Jónssyni jörðina. Af því Mensaldur var auðugur var talið að hann myndi nota...