9 datasets found
Place of Narration: Ísland None: magic; magicians
Þegar Guðrún Jónasdóttir var ólétt, dreymdi Bræðslu-Þorleif að Gunnlaugur frá Kúgili á Árskógsströnd kæmi til sín og segði honum að nafni hans væri fæddur, að Guðrún væri búin að ala dreng sem yrði aldurs auðið og yrði merkur maður. Nóttina eftir dreymdi Guðrúnu einnig að Gunnlaugur kæmi til sín og segði að nafni hans væri fæddur. Sá hún einnig svip hans...
Draumur Guðrúnar og Bræðslu- Þorleifs
Þegar ákveða átti umdæmi biskupsdæmanna á Íslandi riðu biskuparnir í kringum landið og þar sem þeir mættust áttu mörkin að vera og svo varð.
Takmörk biskupsdæmanna á Íslandi.
Prestssonur er við nám í Skálholti. Faðir hans andast og er piltur lýkur prófi fer hann til síns heima og selur arf sinn. Á hann nú mikið fé og biður hjón að geyma fyrir sig hluta en notar afganginn og fer utan til náms. Hann snýr frá námi og vitjar peninga sinna en þá kannast hjónin ekki við að hafa tekið neitt til geymslu. Leitar hann til sýslumanns og...
Í norskum þjóðvísum er fránarorms getið og mun hann vera sá sami og lagarfljótsormurinn. Hér segir frá því þegar fránarormurinn náði strák einum og hét því að sleppa honum ekki fyrr en hann vísaði honum á verðugan andstæðing. Strákurinn vísaði honum þá á Íslandsgöltinn, ógurlegt skrímsli. Ormurinn synti þá til Íslands með strákinn og spýtti honum á land....
Bjarni amtmaður og skólabróðir hans, Thorlacius, gerðu samning um að láta hvor annan vita um afdrif hins eftir dauðann. Thorlacius var fárveikur og dreymdi Bjarna á leiðinni til Íslands að Thorlacius kæmi til sín og þóttist sjá að hann var látinn. Sagði hann Bjarna að allt væri ólíkt því sem þeir höfðu búist við þarna hinum megin. Frétti Bjarni síðar að...
Kvöld eitt þegar Gunnlaugur Briem var í Kaupmannahöfn gat hann ekki sofnað. Hann var búinn að slökkva svo dimmt var í herberginu. Þá var honum litið upp í þilið ofan við rúmið og sá þar dálítinn glampa eða birtu. Í miðjum glampanum sá hann glöggt andlit eins besta vinar síns sem var á Íslandi. Hann horfði á hana þangað til hún hvarf. Skömmu seinna fékk...
Hér áður samdi Dönum og Íslendingum ekki sem best og hugðu Danir launa Íslendingum lambið gráa. Tóku þeir úlf, ref og hreindýr og sendu til íslands. Hreinninn átti að éta fjallagrösin frá mönnunum, refurinn að éta kindurnar og úlfurinn að éta mennina. Úlfurinn annaðhvort drapst á sjónum eða var drepinn strax í landi. En hin dýrin hafa lifað hér og dafnað...
Einu sinni var Íslendingur nokkur til veturvistar í Finnmörk. Gömul kona á bænum vildi eiga Íslendinginn, en hann vildi hana ekki og fór um vorið eftir heim til sín. Kerlingu líkaði það stórilla og ætlaði að hefna sín. Hún tók þá tófur tvær, aðra hvata og aðra blauða og las galdra yfir. Kemur hún svo tófunum í skip sem ætlaði til Íslands og sagði að...
Þegar Kristján IV. réð yfir Danaveldi, fór hann oft dulbúinn um lönd sín. Eitt sinn kom hann til Noregs. Þar heyrði hann um gestrisna, finnska frú er jafnan hefði góða málnytu. Kóngur heimsótti hana og forvitnaðist eftir hvar hún fengi mjólkina, en varð einskis vísari. Seinna kom kóngur til sömu frúar án þess að dylja hver hann væri. Frúin var mjög treg...