10 datasets found
None: dreams; omens
1871 dreymdi Þórdísi að maður að nafni Theódór riði heim í hlaðið á Möðruvöllum þar sem hún bjó ásamt manni sínum. Daginn eftir kom að Möðruvöllum maður sem hét Theódór og var lögfræðingur. Var hann í sömu erindagjörðum og Þórdísi hafði dreymt.
is.sagnagrunnur.SG_21_5461
Gamla konu á Haganesi dreymdi fyrir drukknun tveggja manna í Laxá. Höfðu þeir farið til árinnar um morguninn að skjóta fugla og slysast af ferjuræfli, er þeir ætluðu að nota við veiðina.
is.sagnagrunnur.SG_21_5412
Jóhönnu Jónasdóttur dreymdi tvo drauma þegar hún var í föðurgarði að Þrastarhóli. Í öðrum draumnum kom stórvaxin kona með fílabeinskvarða til hennar. Í hinum draumnum var hún stödd fyrir framan kirkjudyrnar á Möðruvöllum og sýndist henni að upp úr gröf séra Jóns kæmi maður í gráum klæðum sem færði henni eitthvað. Voru þetta fyrirboðar fyrir því að hún...
is.sagnagrunnur.SG_21_5405
Eitt sinn dreymdi Jóhönnu að Þrastarhóli föðursystur sína sveimandi í kringum sig. Morguninn eftir kom föðursystir hennar og sagðist hafa ásett sér að hugsa svo sterkt til Jóhönnu að hana myndi fara að dreyma sig.
is.sagnagrunnur.SG_21_5398
Friðbjörg (móðir heimildamanns) dreymdi að henni þótti maður koma til sín og höggva undan henni báða fæturna. Nokkru síðar missti hún tvo uppkomna syni sína.
is.sagnagrunnur.SG_17_2498
Jón hét maður Daníelsson. Hann var suður í Höfnum á 19du öld og flutti í Vogana ofan af Álftanesi. Jón var afarmenni fyrir sér og varð auðsæll mjög, átti hann það að þakka draumkonu er fræddi hann um margt þarflegt. Draumkonan réði Jóni að flytja upp í Hvalfjörð og skyldi hann þar verða hálfu auðugri. Jón neitaði því og kvaðst vilja deyja í Vogunum. Þegar...
is.sagnagrunnur.SG_15_4528
Um Ingunni Davíðsdóttir hefur myndast þessi saga. Sagt er að á fyrri árum hennar í Hellisfirði hafi látist þar vinur hennar og boðið að vera draumamaður hennar, hafi Ingunn eigi neitað því og hafi hún orðið á þann hátt orðið þess áskynja er hún var vís fram yfir aðra menn. Svo er einnig sagt að enginn vildi taka af henni draumamanninn og hafi hann því er...
is.sagnagrunnur.SG_15_4526
Tryggva dreymdi eitt sinn að hann væri að horfa út um glugga og sá sól og mána á lofti samtímis. Síðar frétti hann að vinnukona hafði orðið úti og maður dáið við að leita að henni.
is.sagnagrunnur.SG_12_2174
Sigurveig átti tvo syni, Björn og Sigurð, og segir eitt sinn Birni draum sinn um að hún væri búin að missa báðar hendurnar. Réð hún drauminn á þann hátt að báðir synir hennar myndu deyja á undan henni. Það rættist.
is.sagnagrunnur.SG_12_2171
Nikúlás Þórðarson og Steindór Jónasson voru skólafélagar á Möðruvöllum. Eitt sinn dreymir Nikulás, Steindór, með húfu á höfðinu með ártalinu 1902 framan á. Árið 1902 deyr Steindór.
is.sagnagrunnur.SG_12_2166