3 datasets found
Place of Narration: Hvassafell None: dreams; fated; omens
Drengur situr yfir kvíaám og sofnar í klettaskoru. Honum finnst koma til sín kona og reka sig úr glugga sínum. Hann rumskar en sofnar aftur og er það ekki fyrr en í þriðja sinn að konan er farin að hóta að hjálpa honum úr glugganum að hann vaknar með andfælum og er ekki í sömu skorðum og þegar hann lagði sig. Hann vill ekki sofa þar lengur.
Þegar faðir Guðrúnar var í Hvassafelli sá hann nokkur kvöld í röð ljósglampa í göngum þeim voru myrk. Fleiri sáu þetta og hugðu að þarna væri fólgið fé. Var ákveðið að grafa en fjölkunnugur maður varaði við því þar sem ekki væri víst að jaxlar þess er hafði grafið væri rotnaðir því af verkinu gæti þá reynst óhapp. Ekkert varð því af greftrinum.
Þorsteinn Hallgrímsson bónda í Hvassafelli dreymdi árið 1845, að hann væri staddur á Bakka í Öxnadal við jarðarför bróður síns, Jónasar skálds. Reyndist Jónas sem dvaldist í Kaupmannahöfn vera í raun látinn.
Draumvísa Þorsteins í Hvassafelli