9 datasets found
None: dreams; fated; omens
Heimildarmaður dreymdi að Halldór bóndi á Móbergi segðist vera farinn frá býli sínu. Þá sömu nótt andaðist Halldór.
is.sagnagrunnur.SG_21_5507
Kona að nafni Aðalbjörg sem bjó á Grímsstöðum á Fjöllum dreymdi frænda sinn á Vopnafirði sem hét Hermann. Söng hann fyrir hana vers úr Passíusálmunum í draumnum. Fáum dögum síðar fréttist það að Hermann hefði orðið úti þegar hann ætlaði að heimsækja frænku sína og var það sömu nótt og hana dreymdi versið.
is.sagnagrunnur.SG_21_5505
Eitt sinn var vinnumaður frá Vogum við Mývatn að vitja um fé úti. Kom hann þá að djúpri kvos og fann þar hellisskúta. Inn í hellinum fann hann mannabein. Lét hann þó beinin vera og hélt áfram. Tíndi hann daginn eftir öll beinin í belg og geymdi þau í beitarhúsunum. Gamall maður að nafni Jóhannes sem bjó á Vogum fór að dreyma nótt eftir nótt að ung stúlka...
is.sagnagrunnur.SG_21_5429
Móðir Sigríðar, Steinunn, var mjög fróð og vel greind. Bjó hún að Stórárbakka í Kelduhverfi. Dreymdi hana eina nótt að maður kæmi að hvílu hennar og segði: „Skammt er á milli lífs og dauða.“ Hrökk Steinunn upp við þetta og þóttist sjá svip mannsins líða fram baðstofugólfið. Þessa sömu nótt drukknaði Kristján Sigmundsson í Stórá, sem rann þar skammt frá...
is.sagnagrunnur.SG_21_5425
Jóhönnu dreymdi veturinn 1878 að hún væri stödd í gamalli baðstofu á koti einu sem hún hafði aldrei áður komið í. Sá hún tvö rúm í baðstofunni og í öðru þeirra lá maður sem Víglundur hét og var vinnumaður hjá foreldrum hennar á Möðruvöllum. Hún spyr hvort hún eigi að hátta í hitt rúmið en rödd segir henni að það skuli hún ekki gera strax. Hátta tvær...
is.sagnagrunnur.SG_21_5423
Sigríði dreymdi árið 1877 að Hólsfjöllum konu þar í sveit sem var vanfær. Var hún með skínandi kristallshjálm á höfði eins og kórónu með mörgum glitrandi perlum. Þýddi Sigríður drauminn svo, að konan myndi eignast niðja, sem yrði atkvæðamaður. Dó þessi kona síðan um páskana af barnsförum, ásamt barninu.
is.sagnagrunnur.SG_21_5420
Þorsteinn Hallgrímsson bónda í Hvassafelli dreymdi árið 1845, að hann væri staddur á Bakka í Öxnadal við jarðarför bróður síns, Jónasar skálds. Reyndist Jónas sem dvaldist í Kaupmannahöfn vera í raun látinn.
is.sagnagrunnur.SG_21_5415
Sagt frá draumum tveggja kvenna sem báðar dreymir mikla bresti. Í kjölfarið verða dauðsföll merkra manna.
is.sagnagrunnur.SG_15_3217
Mann dreymdi að ókunnur, grimmilegur maður með vopn í hendi réðst að honum, stakk í brjóstið og kallaði hann hund. Ári síðar dó móðir dreymandans og var draumurinn álitinn vera fyrir því.
is.sagnagrunnur.SG_15_3208