11 datasets found
Place of Narration: Suðurland
Maður sór fyrir að eiga piltbarn. Á leið af þingstað sprakk augað í honum. Þá var kveðin vísa (sjá Vísur). Hann gekkst við drengnum þegar hann fermdist.
Mjaldur hefur einnig nöfnin náhveli, narval og sverðhvalur. Síðasta nafnið er dregið af bakugga hans sem er eins og sverð. En sumir telja það annan hval. Sagt er að hann skilji mannamál og varasamt sé að reita hann til reiði. Hann er hefnigjarn og bráðlyndur. Eitt sinn var bóndi af suðurlandi á sjó og hæddist og hló að mjaldri sem synti hjá. Mjaldurinn...
Trú sumra er að sálir manna færu ekki strax til síns rétta heimkynna við dauðann heldur í ýmsa menn og dýr sem eru hendi næst. Eitt sinn var kerling sem hét Þorbjörg og eitt sinn svalt hún lengi og fékk ekki mat. Það átti að bæta henni það upp og gefa henni vel af skyri. En hún þoldi ekki súrnasleikjuna og lést af átinu og fór sál hennar beint í Þuríði,...
Sex menn sigldu eitt sinn á áttæringi fyrir Suðurlandi. Sáu þeir sem maður stæði upp úr sjónum að mitti og kæmi vaðandi á móti bátnum. Af útliti hans að dæma, töldu þeir að þetta væri hafmaður eða hafstrambi. Þegar báturinn rann á hann, skellti hann sér á bakið en báturinn fór yfir hann. Vættur þessi hvarf svo.
Það er almenn sögn um friðarbogann/regnbogann að sá sem getur komist undir annan enda hans getur óskað sér. Stundum sjást bjartir og stórir eldhnettir í loftinu. Eggert Ólafsson sá einn slíkan 28. ágúst 1756. Slíkir hnettir kallast vígahnettir og eru taldir boða mannsfall eða styrjöld í öðrum löndum. Þegar slíkar loftsjónir eru aflangar lögum og nokkur...
Bóndi nokkur var afar nískur og svelti góða konu sína til bana. Hann giftist aftur, nískri konu í þetta sinn. En þegar hann komst að því að hún borðaði í laumi og gaf fátæklingi mat fór hún sömu leið. Eins fór fyrir þriðju konunni. Þá dreymdi karl að til hans kæmi maður og sýndi honum hvernig konunum liði. Sú fyrsta var í góðu yfirlæti en hinar nísku áttu...
Jón Jónsson var einn þekktasti flakkari 19. aldar og var tíðum kallaður Jón Repp. Hann var af ágætum bændaættum en ræfill til vinnu og fór því að leggja á sig ferðalög og ýmislegt snatt. Hann taldi sig vera heldri mann og reyndi að klæða sig þannig og óskaði eftir að verða sýnd virðing sem slíkur. Hann sóttist eftir félagsskap heldri manna og beiddist...
Prestur einn á Suðurlandi hafði það fyrir vana að spyrja vermenn út í fræðin í kirkjunni. Mönnum þótti þetta leiðinlegt og vildu komast hjá þessu. Eitt sinn spurði einn þeirra félaga sína hvað þeir vildu gefa sér ef hann fríi þá við spurningunum. Þeir hétu honum töluverðu. Þegar kom að því í kirkjunni að prestur spurði vermenn beindi hann orðum sínum að...
Svo er sagt að Fúsi hafi á efri árum sínum flutt sig frá Leirulæk suður á land; hafi hann farið frá Leirulæk undir vetur og brennt þar bæinn til kaldra kola áður hann færi; hafi þá næsti vetur á eftir verið svo góður að á hönum hafi bærinn verið að öllu byggður á Leirulæk og hafi skógarraftur verið í hann höggvinn neðst á Brekkunesi hinumegin Langár, en...
Fúsi flyzt frá Leirulæk
Þegar móðir Sigríðar var á ellefta ári, en hún dó um fimmtugt árið 1880 eða 1879, kom maður á Jökuldal, sem nefndi sig Sigurð. Hann kom fyrst á neðsta bæinn í Jökuldal, hélt svo upp eftir dalnum og lagði á fjöllin frá Jökulsá á Brú. Þetta var um vetur og gisti hann 3-4 nætur á hverjum bæ. Hann var fálátur og undarlegur en vissi margt. Helst var hann í...
Kristján skanki, sem á Suðurlandi hefur verið kallaður krummi, var eitt sumar smali hjá Jóni og Málmfríði, er þá bjuggu að Valshamri á Skógarströnd. Sumarið sem hann var þar, svaf hann oftast í hesthúskofa. Það heyrðist oft á Kristjáni þetta sumar að ekki myndi vera sem hreinast í kring á Valshamri. Kastor, hundur sem Jón og Málmfríður áttu, lét oft illa...