22 datasets found
Place of Narration: Munkaþverá
Sagt var að stundum hefði orðið vart reimleika í beitarhúsunum í Munkaþverá og voru tildrögin þau að frosin þekjan hafði eitt sinn fallið ofan á beitarhúsamanninn og orðið honum að bana. Vinnumaður einn fór árið 1870 til þess að gefa fénu. Heyrði hann þá kallað á sig þrisvar en sá engan. Um 1875 var beitarhúsamaður á Munkaþverá sem hét Hjálmar. Þegar hann...
Haust eitt, um síðustu göngur, kom Sturla áhyggjufullur á svip til lögmanns og tjáði honum að fé hans væri ekki á vetur setjandi því það væri allt tannlaust í efri góm. Lögmanni brá og sagði húsfrúnni þessi válegu tíðindi, en hún sagði að hann væri að láta plata sig, því féð væri svo skapað. Varð því ekki af niðurskurði.
Séra Páll Magnússon var drykkfelldur mjög. Fór hann eitt sinn ríðandi til móður sinnar er bjó á Munkaþverá en ílengdist hjá vini sínum er bjó í hjáleigu Munkaþverár. Svaf hann þar um nóttina og tók þá að dreyma. Kom þar maður til hans og biður Pál að fylgja sér, vill hann gifta Pál og dóttur sína og Páll samþykkir hálft í hvoru. Hann lét stúlkuna jafnvel...
Munkaþverárklaustur var stofnsett 1155 og var stofnandi reglunnar ítalskur ábóti, Benedikt af Nursíu. Reglan varð mikils metin um Norðurálfu á Miðöldum og klaustrin brautryðjendur í garðrækt. Klaustrin höfðu ýmsar tekjur. Auk leigugjalda af jörðum var alltítt að efnamenn borguðu fyrir leg, að klausturkirkjum fyrir vandamenn sína, einnig gaf trúað fólk oft...
Einu sinni lagðist köttur út í kirkjugarðinn á Munkaþverá. Hann lagðist á náinn og verða kettir af því mjög grimmir. Maður fór í garðinn til að veiða hann og vafði hann sig ull þannig að þegar kötturinn réðst á hann náðu klær hans ekki að særa hann.
Haustmorgun einn sendi lögmaður Sturlu ásamt öðrum húskörlum að taka upp grjót í árgili nokkru. Ætlaði lögmaður að gera við fjósveggina með grjótinu. Einhvern veginn var Sturlu ekki gefið um verkið og lagði til að þeir húskarlar skyldu ekkert gera þann dag. Nóttina eftir dreymdi hann álf er kom út úr kletti í gilinu og kvað vísu sem gleymd er nema tvö...
HREKKJALÓMAR. Þáttur af Sturlu ráðsmanni:5. Sturla tekur upp grjót
Jóhanni á Munkaþverá vantaði sex ær sem fundust hvergi þrátt fyrir mikla leit. Hallgrímur sonur hans sagðist sjá fyrir hvar ærnar væru niður komnar, að þær væru undir moði í heytóft á bæ einum sem hann vildi þó ekki nafngreina. Um vorið kom í ljós að séra Magnús á Hrafngili hafði stolið ánum. Kona Magnúsar varð frábitin manni sínum eftir atvik þetta og...
Lögmaður átti vænt naut sem gekk fram á Tungum. Vinnufólkið talaði um það sín á milli að gott yrði kjötið af tudda þegar honum yrði lógað, en óttuðust að aðeins fyrirfólkið fengi að njóta þess. Sturla sagðist þá skyldi sjá um að þau fengju bita af bola. Fór hann svo til lögmanns og sagðist hafa séð tudda vera að eiga við merar fram á Tungum. Lögmaður...
HREKKJALÓMAR. Þáttur af Sturlu ráðsmanni: 6. Nautið
Mikið barst að Munkaþverá af leignasmjöri og landskuldarfé því lögmaður hafði líka á hendi umsjón klausturjarðanna. Smjörinu lét hann griðkonur strax drepa ofaní grásíðu mikla í skemmunni og fylgdist með verkinu til að fyrirbyggja hnupl. Þótti griðkonum súrt í broti að geta ekki stungið undan einni og einni smjörklípu og kvörtuðu um það við Sturlu sem...
HREKKJALÓMAR. Þáttur af Sturlu ráðsmanni: 7. Leignasmjörið
Einhverju sinni fyrir langa löngu voru tveir húskarlar á Munkaþverá sem báðir hétu Jón og var annar kallaður Jón betri en hinn Jón verri. Jón betri var trúlofaður vinnukonu er Guðrún hét. Kvöld eitt var Guðrún að þvo unnusta sínum um höfuðið úr keytu í eldhúsinu, eins og þá var títt, en þurfti að hlaupa eftir göngunum að sækja þurrku í baðstofuna. Jón...
Eitt sinn varð Sturla uppiskroppa með munntóbak sem margir brúkuðu í þá tíð. Beitti hann þá brögðum til að hafa tóbak út úr lögmanni, sem hann grunaði að hann lumaði á. Lögmaður átti efnilegan fola sem Sturla hirti. Datt honum nú í hug að svelta folann nokkra daga og taldi lögmanni trú um að hann dræpist nema komið yrði ofan í hann tóbaki. Lét lögmaður...
HREKKJALÓMAR. Þáttur af Sturlu ráðsmanni: 8. Sturla læknar fola
Guðjón Jónsson sá það í spegli að hann átti skammt eftir ólifað. Dreymdi hann tvo drauma þess varðandi. Í öðrum draumnum var hann í Kaupangi þar sem foreldrar hans bjuggu áður. Gekk hann inn kirkjugólfið, settist og söng fagurt. Hann varð ástfanginn af stúlku er dó og var grafin í Munkaþverárkirkjugarði. Varð hann einnig grafinn þar.
Sturla var matmaður enda oft við erfiðisverk. Eitt sinn í skreiðarferð réri hann Grímseyjarsund, sem talið er sex vikur sjávar, án matar nema spændi í sig súrsmjör á leiðinni. Á Munkaþverá var ekki skammtaður litli skattur á sunnudögum og kunni Sturla því illa því hann gekk alla daga jafnt að vinnu. Sunnudagsmorgun einn á miðsumri fór Sturla snemma að slá...
HREKKJALÓMAR. Þáttur af Sturlu ráðsmanni: 3. Silfurskeiðin
Það var einu sinni sýslumaður á Múkaþverá; hann átti tvo sonu og eina dóttir; hún hét Sigríður. Ólust þau nú öll upp hjá föður sínum þar til þau voru komin um tvítugt, og þótti Sigríður mikið afbragð í öllu er hún átti að sér að hafa. Vildi þó faðir hennar koma henni til enn meiri mennta og koma henni suður, og fór hann þessa ferð snemma sumars með dóttur...
Sýslumannsdóttirin frá Munkaþverá
Einhverju sinni um vetur voru vinnumenn á Munkaþverá óánægðir með fæðið, þótti það léttmeti og færðu þetta í tal við Sturlu. Einn daginn geymdi Sturla grautinn til kvöldsins, fór þá með askinn út í varpann, þar sem vanalega var skvett úr koppunum, og hellti grautnum þar á svell. Beið hann þess síðan að lögmaður gengi út en lést þá vera að lepja upp það...
HREKKJALÓMAR. Þáttur af Sturlu ráðsmanni: 4. Grauturinn
Í tíð lögmannsins á Munkaþverá ólst upp á Staðarbyggð piltur er Sturla hét. Hann var snemma ófyrirleitinn og pöróttur. Eitt haust kvartaði móðir hans um að hún ætti ekki smjör upp í leigurnar, en Sturla sagðist þá skyldi sjá um að lögmaður sætti sig við það sem hann fengi. Tók hann öskjuna í laumi, fyllti hana af mykju, en drap smjöri yfir. Lögmannsfrúnni...
HREKKJALÓMAR. Þáttur af Sturlu ráðsmanni: 1. Sturla skilar leigum
Vorið 1844 var nýbyggð kirkjan á Munkaþverá. Þann 29. apríl var haldið þar uppboð á ýmsu braki úr gömlu kirkjunni og afgöngum af viði úr nýju kirkjunni. Fór Stefán þangað á hesti og þurfti að fara yfir Eyjafjarðará en þegar hann kom til baka drukknaði hann í ánni. Allt vorið var leitað að líki hans en það fannst ekki.
2. Reimleikar á Espihóli: Drukknun Stefáns
Sem fullorðinn maður réðst Sturla í vist hjá lögmanni og þótti hinn röskasti til allra verka. Komst hann í uppáhald hjá húsbændunum. Eitt sinn er lögmanns var von frá Akureyri fór Sturla snemma út að slá. Þegar hann sá lögmann nálgast rauk hann til og sló aðeins áfallið ofan af grasinu á stórum bletti. Sýndist húsbónda hans það allt slegið og undraðist...
HREKKJALÓMAR. Þáttur af Sturlu ráðsmanni: 2. Sturla við slátt
Stefán Einarsson í Laufási fór ungur maður að Hólum og varð þar fjósadrengur. Einn páskadagsmorgunn mætti Stefán Jórunni biskupsdóttur og sagði fyrir um að hann myndi verða maður hennar. Haustið eftir fór Stefán í skóla og reyndist hafa góðar gáfur. Útskrifaðist hann með besta vitnisburði. Jórunn giftist sýslumanni Eyfirðinga og tók hann Stefán fyrir...
Frá séra Stefáni í Laufási
Einar hét maður. Hann var mikill drykkju-og kvennamaður. Bjó hann að Bölholti í Eyjafirði. Seinni kona hans hét Margrét, kölluð Bölkots-Manga. Þótti Einar ekki sýna henni neina ást. Dó Einar og eftir andlát hans dreymdi bónda nokkurn hann og sagðist honum líða bölvanlega. Giftist Margrét öðrum manni að nafni Jóhannes og bjuggu þau eymdarlífi í fjárhúskofa...