20 datasets found
Place of Narration: Lagarfljót
Maður nokkur mætti skrautbúnum manni á hesti, þegar hann heilsaði manninum tók sá á hestinum ofan allt höfuðið og hvarf ásamt hestinum í eldglæringum, stuttu seinna kom maður er draugurinn fylgdi.
Heimildarmaður þessarar sagnar var á reið að sumarlagi út með Lagarfljóti, þegar hún sá þar hest á sundi. Tíu mínútum seinna sökk hann og sá hún hann ekki meir. Löngum er fljótsnykurinn hávær á vetrum undir ísnum á undan veðrabrigðum.
Hér er sagt frá lagarfljótsorminum sem er stærsta vatnaskrímsli sem sögur fara af hérlendis og þeim skrímslum öðrum sem sést hafa í Lagarfljóti. Sigfús Sigfússon dregur hér saman allar þær sagnir sem hann hefur séð skrifaðar og numið óskráðar og dregur þær saman í eitt. Fyrstu sögur sem fara af orminum er tengt uppruna hans. Þurfti þá að leita til...
Maður er Móri fylgdi fór yfir á um vetur og voru fleiri menn með í för og drukknuðu þeir allir. Þóttust menn hafa séð drauginn í för þessa manns og var draugnum kennt um atburðinn. Fleirum fylgdi draugurinn og fórst annar maður í sömu á og var draugnum um kennt. Stúlka nokkur hlustaði ekki á varnarorð að fara ekki norður yfir Lagarfljót, varð hún...
Sagnir fara af risastórum sæslöngum sem geta grandað skipum og áhöfnum þeirra. Menn telja að lagarfljótsormurinn hafi verið ein slík sæslanga.
Kona að nafni Mekkiná var skyggn og sá dauðra manna svipi og hverjir voru feigir. Eitt sinn er barn var jarðað, setti að Mekkiná mikinn grát og sagði að Guðbjörg dóttir sín yrði jörðuð næst. Viku seinna varð Guðbjörg bráðkvödd. Mekkiná sagði einnig fyrir dauða manns síns sem drukknaði í Lagarfljóti.
Kona sá fyrir dauða manns og dóttur
Einu sinni voru tveir Finnar, voru þeir mestu vinir. Annar þeirra var mesti galdramaður. Nú veiktist sá Finninn er minna vissi og gat ekkert orðið honum til lækninga nema mjólk úr vissri þrílitri kú sem var á Skriðuklaustri í Fljótsdal á austanverðu Íslandi. Bjóst nú sá Finninn er meira kunni til að ná mjólkinni, brá hann sér í fisklíki og fór hamförum í...
Finni fer hamför gegnum Íslandshaf.
Í fornöld bjó kona á bæ nokkrum í Héraðinu við Lagarfljót. Hún gaf dóttur sinni gullhring. Dóttirin spurði hana hvernig hún ætti að hafa gagn af þessu gulli. Móðir hennar sagði henni að setja það undir lyngorm. Hún gerði það og setti í trafeskjur sínar. Þar lá ormurinn í nokkra daga en þegar hún vitjaði um eskjurnar sínar var ormurinn orðinn svo stór að...
Galdra kona sendir tilbera til kunnáttumanns, sá maðurinn tilberann þar sem hann var að sjúga ærnar hans, tilberinn flýr til móður sinnar og þar náði maðurinn honum og sá ráð fyrir honum.
Frá Húseyjar-Gvendi og tilberanum
Sigurður Jónsson var rímfær og kallaður Fljótsdælaskáld því hann var þar lengst. Hann þótti skáld sinnar tíðar og kvað eitt sinn vísu í veislu af munni fram (sjá vísa 1). Hann kvað einnig vísu um kunningja sinn (sjá vísu 2). Eitt sinn var Sigurður við kirkju undir Ási en presturinn komst ekki frá Vallanesi yfir Lagarfljótið að sökum hvassveðurs. Sigurður...
Sigurður Fljótsdælaskáld
Vorið 1819 um það leyti sem Lagarfljót var að losna sást skrímsli í því. Fyrst sást það við ísbrúnina því autt var landið framundan Hafursá. Þetta sást fyrst á laugardag, svo fluttist það með ofurhægri ferð mót straumi upp á móts við Hallormsstað en á sunnudag hvarf það. Á meðan á þessu stóð var ísinn að reka út eftir. Sjónarvottar voru m.a. sr....
Skrímsli séð 1819
Straumur heitir bær einn; hann stendur að norðanverðu á bakkanum á Lagarfljóti í Kirkjubæjarsókn. Fram undan bænum liggur skata ein í fljótinu. Hún hefur níu hala og er óvættur mikill. Gerði hún mörgum manni mein því þar er ferjustaður. Loksins kom þar kraftaskáld að og kvað hannn skötuna fasta niður við botninn í fljótinu. Síðan hefur hún engum mein...
Ýmsar íþróttir hafa menn stundað. Má þar nefna glímuna sem lengi hefur tíðkast. Handahlaup tíðkast ekki nú eins og áður. Fimleikaæfingar tíðkast enn þó ekki endilega þær sömu og áður. Skíðaíþrótt tíðkast einkum í snjóasveitum. Ýmsar sagnir hafa verið í munnmælum um skauta- og skíðaferðir á Mývatni, Lagarfljóti og á tjörninni í Reykjavík. Sagt er að einu...
Pétur Hildibrandsson í Gilsárteigi var talinn vel að sér og fróður. Þeir Jón og Pétur áttu eitt sinn í málaferlum, var það lengi tvísýnt en fór svo að Pétur vann málið. Réttarhaldið var á Vopnafirði og er þeir skildu spurði Jón hvort hann vildi ekki fylgdarmann austur en Pétur kvaðst ekki þurfa þess. Datt honum í hug að betra myndi vera að hafa hraðan...
Þórður og Sigríður, börn Bjarna Steingrímssonar á Hrafnabjörgum, fóru um vetur á útmánuðum yfir Lagarfljót að Straumi. Þau báðu um fylgd á Stóra-Steinsvaði en fengu ekki. Lögðu þau á fljótið og stefndu að Litla-Steinsvaði. Þórður herðir ganginn og biður systur sína að flýta sér því verja eigi þeim upp af fljótinu. Þegar þau koma að kletti milli...
Þegar draugurinn Eyjasels- eða Hóls-Móri var í blóma sínum var leitað til Jóns og gat hann varið Ingibjörgu er Móri ásótti þá mest. þá var hann á Ásbjarnarstöðum. Réði hann fólki Ingibjargar að flytja yfir þrjú stórvötn, Fluttu þau aðeins yfir Jökulsá og Lagarfljót að Hóli því þau fengu enga jörð austan Selfljóts. Varð það þó heldur að góða
Eyjasels-Móri
Margar sögur hafa farið af ormum og skrímslum sem sést hafa hér í vötnum og í sjónum. Um brekkusnigilinn er það almæli að ef maður nái með fingrinum í horn það sem stendur fram úr miðjum hausi hans komi allt fram það sem maður óskar sér á meðan maður heldur í hornið. En til að fá hann til að rétta fram miðhornið skal bera gullhring að hausi hans og hafa...
Einu sinni fyrr meir kom margt fólk saman til kirkju undir Ási í Fellum í Múlasýslu. þá hittist svo á að prestur var austur í Vallanesi og fékk sig róinn á bát norður. En á leiðinni brast á ofsaveður svo prestur fórst eða var nærri kominn að því. Var hann hvers manns hugljúfi og rann mönnum þetta mjög til rifja. Þar var þá statt ákvæðaskáld nokkurt er...
B Ákvæði: Ókveðin brú á Lagarfljót.
Flatt sker austanvert við Papey fyrir Suður-Múlasýslu heitir Ormsbæli. Sagt er að þar hafi legið ormur á gulli eða dreki til forna þar til Hollendingur að nafni Kumper lét skjóta á hann úr fallbyssu til að ná gullinu. Sagt er að ormurinn hafi flúið til Ormsskers og þaðan inn Hamarsfjörð og ætla menn að hann hafi tekið sér varanlegan bústað þar. Hann kemur...
Eyjólfur prestur á Völlum í Svarfaðardal ritar að séra Einar hafi látist 1699. Einar hafði gott orð á sér fyrir útsaum og er honum eignað altarisklæðið í Reykjahlíð. Synir hans voru Galdra-Þórarinn, Runólfur í Hafrafellstungu, Þorvaldur í Axarfirði, Eirekur í Skógum í Axarfirði og Jón prestur greipaglennir. En hann fékk Skinnastaði eftir föður sinn. Jón...