Menn trúðu þó nokkuð á huldufólk. Heimildarmaður segist hafa séð huldufólk og þá mikið betur heldur en annað fólk. Kastali er hjá Bílduhóli. Heimildarmaður var þar á ferð hjá Kastala og lagðist þar fyrir í brekku og sofnaði. Kom þá til hennar maður og bauð hana velkomna á staðinn. Nóttina eftir var hún sótt til vitjunar. Hún tók í hendi á manni sem að...
more ...
SÁM 89/1746 EF
Huldufólk í Kollsvík: Móðurbróðir heimildarmanns sér huldukonu; huldukona fær mjólk hjá langömmu heimildarmanns
SÁM 92/3027 EF
Huldufólk þáði mjólk
SÁM 85/578 EF
Huldufólkssaga og lýsing á selinu á Látrabjargi; móðir hans var síðasta selkonan á Látrabjargi og gaf huldukonu mjólk; Gestur Össursson sá huldukonu í selinu
SÁM 85/520 EF
Konurnar á nágrannabæjunum fóru stundum saman til kirkju. Þetta var um vor. Ein konan kom svuntulaus því hún átti enga svuntu. Þegar þær koma upp á hæðina hjá hamrinum, sem talinn var vera huldufólksbyggð, sá mamma heimildarmanns glitta í eitthvað fallegt og tók það upp. Þetta var falleg silkisvunta og konan sem var svuntulaus notaði hana. Þegar þær koma...
SÁM 86/855 EF
Huldufólk átti heima í Melrakkadal. Konu dreymdi eitt sinn að til hennar kæmi huldukona og bað hún um eldivið. Konan tók vel í það og sagði að hún mætti fá sér. Tengdafaðir heimildarmanns átti huldukonu fyrir draumkonu. Sú kona átti heima í borgum fyrir ofan Fífulág. Eitt sinn kom huldumaður og sótti mennska konu til að aðstoða huldukonu í barnsnauð. Séra...
Geirlaug var frænka heimildarmanns og til hennar kom eitt sinn huldukona í draumi og bað um mjólk úr þrílitri kú Geirlaugar. Sagði huldukonan að barnið sitt væri lasið og vildi hún að Geirlaug setti mjólkurfötuna undir stóran stein þar rétt hjá. Geirlaug tók lítið mark á þessu en hana dreymdi konuna þrisvar sinnum. Hún gerði þetta ekki en Jón maður hennar...
SÁM 86/831 EF
Huldufólk naut hjálpar manna og þá mátti fólkið ekki segja frá því; kona í Krossadal í Tálknafirði sat yfir huldukonum
SÁM 85/536 EF
Sjómaður gaf huldukonu fisk
SÁM 85/578 EF
Sögn um bólusetningu á lambi huldukonu og laun hennar fyrir þann greiða
SÁM 85/348 EF
Huldukona fékk mjólk hjá langömmu heimildarmanns
SÁM 85/522 EF
Huldufólkstrú; sálmasöngur heyrist úr hömrum nálægt Bæ; ljós í klettum; huldukona biður um mjólk úr einni kúnni; álfahjörð sést á gamlárskvöld; sést inn í álfakirkju í Grímsey
SÁM 92/2596 EF
Sagt frá huldufólkstrú; þvottasnúra átti að vera strengd milli Péturseyjar og Eyjarhóls; huldufólk biður um mjólk; kýr bar huldukálfi
SÁM 85/448 EF
Föður heimildarmanns dreymdi huldustúlku sem bað hann að róa með föður sínum svo að hún þyrfti ekki að gera það sjálf, en hann vildi það ekki
SÁM 85/522 EF
Þuríður amma heimildarmanns og önnur Þuríður sögðu ýmsar sögur, m.a. huldufólkssögur. Þuríður amma heimildarmanns þekkti huldufólk og búálfa. Einu sinni sá hún skál í búrinu sem að hún átti ekki og setti hún mjólk í hana. Nóttina eftir dreymdi hana að til hennar kæmi kona og þakkaði hún henni fyrir mjólkina og sagði að hún hefði bjargað barninu sínu....
SÁM 90/2125 EF
Amma heimildarmanns setti mjólk í könnu handa huldufólki
SÁM 92/3185 EF
Mikil huldufólkstrú í Purkey; mann dreymir að hann hjálpi huldukonu í barnsnauð, blóð á höndum hans daginn eftir; huldufé; kona leyfir huldukonu að mjólka kú sína
SÁM 92/3024 EF
Huldufólkssaga frá 19. öld. Norðan við Nýjabæ í Meðallandi er hóll sem talinn er vera huldufólksbústaður. Eitt sinn hafði huldukona beðið húsfreyjuna á bænum, sem var ljósmóðir, að koma í hólinn og hjálpa sér að ala barn. Gerði húsfreyja það og gekk vel. Huldukonan kvað svo á að húsfreyju mundi ætíð vel takast með fæðingar og er ekki en þess getið en að...
SÁM 84/59 EF
Huldukona bað konu í Höfðadal í Tálknafirði að hjálpa sér um mjólk, hún lét könnu á stein beint á móti búrdyrunum og mjólkin hvarf
SÁM 85/522 EF
Spurt um hjátrú. Þó nokkur trú var á álfa. Móður Jóns dreymdi að kýrnar væru komnar í fjós og þá kemur maður sem vildi fá mjólk í sjóvettling, þetta endurtók sig. Maðurinn spurði eftir kaupakonunni sem ekki trúði á álfa
SÁM 93/3792 EF
