94 datasets found
Icelandic Keywords: Matreiðsla
Sagt af kaupstaðarferðum. Öræfingar sóttu verslun austur á Papós og komu þeir heim á bæina að fá sér kaffi. Þeir sáu hákarlsbirgðirnar hans Steina og ágirntust. Þegar þeir voru búnir að gefa Steini gamla Þórðarsyni í staupinu þá fengu þeir hákarl með sér. Steinn var hræddur um að nábúarnir væru ágengir á hjallana sína og grunaði syni Oddnýjar á Gerði....
Hvorki voru kettir eða mýs í Öræfum. Einu sinni var fólk að fara úr Ingólfshöfða og í kirkju á Höfðabrekku. En kona sem bjó í Hjörleifshöfða breiddi alltaf yfir skyrkeraldið og sá hún að það var alltaf að stækka hola niður í skyrkeraldið. En fólkið sem var þarna að fara til kirkjunnar sáu tvær mýs á sandinum með skyr í hýði utan af svepp. Bera þær þetta á...
SÁM 86/832 EF
Sveinbjörn Helgason var sniðugur í tilsvörum. Hann var eitt sinn í kaupavinnu hjá Rögnvaldi. Var verið að hlaða upp við hlöðuvegg og fengu þeir kaffi og lummur.
SÁM 86/863 EF
Þegar heimildarmaður var að alast upp var öll hjátrú farin úr Þingeyjarsýslunni. Fáir trúðu á huldufólk. Jón Hinriksson á Helluvaði fór eitt sinn að Hólum í Eyjafirði. Þar fannst útskorin fjöl í fjárhúsþaki. Þar var huldufólkstrú mikil. Föðursystir heimildarmanns var þar eitt sinn og einu sinni kom hún til næsta bæjar og fékk hún þar smurt brauð og lét...
Bjarni var bóndi á Hrafnabjörgjum og þótti hann einkennilegur. Kom séra Sigurður í Vigur til hans að húsvitja. Sonur Bjarna spurði hvort ekki ætti að gefa prestinum að borða og dró Bjarni matinn undan koddanum. Sagðist Sigurður ekki hafa neina matarlyst. Hann fékk hinsvegar kandís en búið var að bíta í sundur molann.
Ræða áfram um Hesta-Bjarna og stóra matarmálið sem kom upp í Möðruvallaskóla.
SÁM 10/4212 ST
Samtal um Sigurð á Kálfafelli
Saga af manni sem var mikill matmaður. Hann át níu punda lax. Englendingar keyptu lax og suðu niður. Þessi maður var vesalingur og sníkti hann alltaf bita hjá þeim. Einn Englendingurinn bauð honum pening fyrir að éta þennan lax og vildi karlinn fá meira þegar hann var að verða búinn með hann.
Kristján Jónsson í Stóradal hafði í seli. í einu seli hafði hann sauði og um 200 ær á sumrin. Þar voru mjólkaðar kindurnar og gert smjör og ostar úr henni. Margt fólk var í Stóradal.
SÁM 89/2016 EF
Máltæki eignuð álfkonu: Trébalinn mjólkar holt; Þvo laust en þurrka fast þá mun hárið fallegast; Allt er snautt sem ekki er rautt…; Grænt til jökla en hreint til hafs þá mun skammt til hlákudags
Lesið í bolla; spáð í spil; kaffidrykkja. Margar konur spáðu á þennan hátt. Sagt var að þetta væri ekki að gagni fyrir þá sem að ekki tryðu á þetta. Stundum gat það hist á að spárnar rættust en heimildarmaður vill þó meina að um heppni hafi verið að ræða. Mikil kúnst var að spá í bolla og lýsir heimildarmaður vel hvernig slíkt fór fram. Oft voru...
SÁM 89/1867 EF
Frásögn af móðuharðindunum. Bóndinn á Hunkurbökkum átti sjö eða níu reyktar nautshúðir í eldhúsinu. Þær voru borðaðar í móðuharðindunum og þar dó fátt fólk. Húðirnar héldu lífinu í fólkinu. Amma heimildarmanns sagði heimildarmanni frá þessu.
Saga af matarskorti á Hótel Valhöll; borið fram kjöt sem óvíst var um hvort væri í lagi. Önnur saga af því þegar ónýtt kjöt var borið fram hjá Kaupfélagi Árnesinga og menn urðu veikir af. Þórarinn segir sögurnar, en Hinrik Þórðarson leggur orð í belg.
SÁM 93/3566 EF
Um skipið Jón forseta; um enska kokkinn og mat hans. Gunnar var skipstjórinn og gaf hann mönnunum oft snafs. Hann var góður maður. Kokkurinn var enskur og ekki mjög góður kokkur. Það var soðinn fiskur á morgnana og líka á kvöldin. Kjöt var síðan haft um miðjan daginn. Ekki var gott að geyma það. Brauðið var stundum geymt í lestinni. Notað var margarín sem...
Hungur og lífsbjörg. Sultur var víða á heimilum. Margir fengu hjálp og einkum þá þeir sem að verst voru stæðir. Þeir voru duglegir að nýta sér hrossakjöt. Níels átti mikið af börnum og hann var styrkþegi. Hann fór á hverju einasta hausti og náði í hesta til að borða.
SÁM 89/1986 EF
Fiskur hirtur af fjöru, krossað yfir hann í pottinum, potturinn springur; nafngift guðlaxins; lítilsháttar um snakk, krossað yfir smjör og fleira
Frásagnir af Samúel súðadalli. Hann átti heima á Álftanesi en fór austur um allar sveitir. Hann safnaði saman smjöri á bæjunum og geymdi það á vissum bæ. Þar hnoðaði hann smjörið og bað bændurna að flytja það til sín. Hann var skáldmæltur og kastaði oft fram vísu: Mér hefur dottið helst í hug. Hann tók við öllu sem honum var gefið en hann gaf þó lítið...
Sagt frá Páli Jónssyni og unnustu hans, Þorbjörgu Sigmundsdóttur; inn í fléttast saga sem Páll sagði af Guðmundi Sölvasyni og frásögn af upphafi Ásgeirsverslunar. Páll og Þorbjörg fluttust í Hnífsdal. Hún var ekkja en maður hennar dó þegar það hrökk ofan í hann biti. Hún var mjög hress og glaðvær kona. Eyjólfur var maður sem var búinn að vera á sjó á...
Tvær sögur af Ólafi frá Oddakoti í Landeyjum, sem var íhlaupamaður á vertíðum í Vestmannaeyjum, og matgræðgi hans.
SÁM 93/3803 EF
Háfur. Fólk dó við það að borða hann. Vel verkaður háfur var skínandi fæða. Hann var hertur og steiktur á hlóð, mjög góður matur.
SÁM 89/1984 EF