Rósótt krukka var til hjá heimildarmanni og móðir heimildarmanns geymdi hana í kornkistunni. Á nýársmorgun ætlaði hún að búa til graut en fann ekki málið. Leið nú árið en að ári liðnu var krukkan komin aftur á sinn stað.
SÁM 90/2119 EF
Frásögn um gaffal sem hvarf og fannst aftur eftir fjölda ára
SÁM 86/707 EF
Huldufólkssaga, hluthvarf
SÁM 90/2225 EF
Naglbítur hverfur en finnst að ári
SÁM 91/2566 EF
Heimildarmaður man ekki eftir neinum huldufólkssögum. Þuríður var eitt sinn að leika sér úti með krökkum og fékk að fara út með sparivettlinga en hún var búin að týna þeim þegar hún kom inn aftur. Leitað var að vettlingunum en þeir fundust ekki. Leið síðan fram á vetur og fundust þeir þá í stofunni. Þeir litu vel út.
SÁM 89/1748 EF
Frásögn um húfu sem hvarf og fannst aftur
SÁM 86/707 EF
Ólafur varð hin hressasti og vildi spila á hverju kvöldi eftir að hann jafnaði sig. Talað var um að álfurinn væri búinn að missa hæfni sína. Það var siður að það fóru stundum allir á engjar á bænum og enginn var heima nema Ólafur sem lá þá bara í rúminu. Talið var að Ólafur hefði þá farið á fætur og farið út. Þessu til sönnunar týndi móðir hans einu sinni...
SÁM 90/2236 EF
Saga af silfurskeið sem hvarf og fannst aftur samkvæmt draumi. Jón Daníelsson tapaði einu sinni silfurskeiðinni sinni sem að hann borðaði alltaf með. Hún fannst hvergi innanbæjar. En hann dreymdi einu sinni að einhver kæmi til hans og segði honum að skeiðin væri í buxunum hans. Hún fannst ekki þar og leið langur tími þar til sjóbrókin hans var tekin fram...
SÁM 89/1808 EF
Sögn af Melrakkasléttu um hlut sem hvarf og fannst á dularfullan hátt
SÁM 85/415 EF
Átrúnaður á huldufólk; móðir heimildarmanns finnur návist huldufólks; bústaðir huldufólks; hlutir hverfa; kona sótt til huldukonu
SÁM 92/2592 EF
Heimildarmaður sat í eldhúsinu sínu og saumaði skó handa vinnumanni. Hún leggur skónálina af sér sem dettur niður á gólf. Þegar hún er búin að snúra skóna finnur hún ekki nálina. Tæpu ári seinna situr telpan hennar hjá henni á sama kistuendanum og segir hún að það sé nál á gólfinu. Þá var þetta sama skónálin.
SÁM 84/54 EF
Hringur hvarf og fannst aftur
SÁM 85/522 EF
Heimildarmaður heyrði ekki getið um Miðþurrkumanninn né Hinrik sem að smíðaði sér flugham. Huldumenn bjuggu í Skiphól og Hrútey. Ef hlutur hvarf var sagt að huldufólkið hefði þurft að nota hann.
SÁM 89/1805 EF
Segir frá bróður sínum Stefáni sem bjó á Skipanesi í Leirársveit. Hann bjó þar með sinni konu sem var yfirsetukona og hana dreymir að karl komi til hennar og biðji hana að koma með sér því kona hans sé í barnsnauð. Hún verður við því en Stefán maður hennar varð ekki var við neitt. Henni fannst hún verða blaut í annan fótinn á heimleiðinni og þegar hún...
SÁM 93/3679 EF
Hóll í túninu á Litlu-Drageyri sem ekki mátti slá, menn höfðu orðið fyrir skepnumissi þegar hann var sleginn; klettur á Eyri sem huldufólk átti að búa í; bóndanum á Eyri var vísað á týndan hlut í draumi
SÁM 93/3654 EF
Frásagnir og lýsingar á huldufólki; skónál hvarf
SÁM 85/180 EF
Huldufólkssaga um móður heimildarmanns sem týndi sokkabandi
SÁM 85/575 EF
Frásögn af ömmusystur heimildarmanns, er hún var í Skarðsseli sem selstúlka; sigill hvarf, kennt huldufólki
SÁM 93/3324 EF
Móðir heimildarmanns bjó að Smáhömrum, tvígift. Þegar hún var gift fyrri manninum, bjó hún um rúmin þeirra á þorradag og setti pontuna á koddahornið. Þegar hann kom og ætlaði að fá sér í nefið en fann hvergi, þau leituðu alls staðar. Síðan nákvæmlega ári seinna á þorradag fannst pontan. Hún hélt því fram að huldufólk hlyti að hafa tekið pontuna til sín og...
SÁM 91/2457 EF
Frásagnir og lýsingar á huldufólki; skónál hvarf
SÁM 85/181 EF
