7,568 results
Draugur gaf stundum á garða og varði tún manns er hann fylgdi, eitt sinn sá maður nokkur að draugurinn rak á undan sér Þorgeirsbola en stundum fór vel á með þeim og sást eitt sinn til Þorgeirsbola dragandi á eftir sér húðina en tveir draugar, kven- og karldraugur sátu á húðinni á honum.
Móður heimildarmanns var sagt að draugur fylgdi ættinni hennar. Þá var algengt að draugar væru í öllum ættum enda draugatrúin mikil. Henni var ekki sagt hvernig þessi draugur var til kominn. Ýmis óhöpp voru kennd draugnum.
SÁM 86/868 EF
Fyrst spurt um sagnamenn í Öræfum og síðan um draugasögur. Lítið um drauga í Öræfum, en þó trúði gamalt fólk á þá. Heimildarmaður man ekki eftir nafngreindum draugum. Hann heyrði fólk tala um þetta en sjálfur var hann hræddur við draugasögur.
Draugasögur Þórhalls á Breiðabólstað. Saga af því þegar Þórhallur mætti djöfli (eða draugi) á Breiðabólstaðartúni; draugurinn varnaði honum inngöngu í bæinn en Þórhalli tókst að komast inn og upp á baðstofuloftið. Björn Steinsson á Breiðabólstað hafði áður séð sama fyrirburð, en skvetti mykju framan í hann svo hann leystist upp í eldglæringar. Jóhann...
Skarðsskotta og Erlendur voru þekktustu draugarnir. Mórar voru allsstaðar á ferðinni. Móri sem var í Búðardal var allra þekktastur. Hann kom norðan úr Strandasýslu.
Páll segir draugasögu af Ábæjarskottu.
Leirárskotta var ættardraugur. Ef fólk missti disk eða ef annað fór úrskeiðis var oft haft á orði að von væri á einhverjum frá þessum og þessum bæ. Stundum gekk það eftir en ekki alltaf. Í Reykholti átti að vera draugur sem að hélt sig á dyraloftinu en sá gerði engum mein. Heimildarmaður segist hafa komið í nýbyggt hús í Reykjavík þar sem að sé...
Um drauga á Húsafelli: 70 draugar í Draugaréttinni
SÁM 91/2575 EF
Leiðrétt draugsnafn: Litluborgartoppur í stað Litluborgarskottu; nefndir nokkrir draugar; þrír draugar að leika sér
SÁM 92/3088 EF
Sigurður segir frá því að ýmsir draugar hafi fylgt fólkinu frá Íslandi til Vesturheims. Nefnir Þorgeirsbola og skottur. En draugarnir fóru aftur heim til Íslands þegar landnámsfólkið dó.
Um drauga og svipi. Ábæjarskotta, Þorgeirsboli. Skyggnir menn í ættinni. Ábæjarskotta farin að deyfast. (móðir hennar, Herdís, sagði eitthvað frá henni). Draugar á Sauðárkróki.
Sögð voru ævintýri sem til voru á bókum og líka draugasögur. Heilmikið var af draugasögum, fylgjum, Skotta og Mópeys.
Skúli segir frá draugi sem fylgdi Sigríði nágrannakonu frá Aðalstöðum. Var draugurinn nefndur Írafells-Móri.
Nöfn drauga: Telur upp Móra og Darra og Skottu sem drauganöfn. Man ekkert nema nöfnin ein og sér
SÁM 90/2233 EF
Davíð í Stöðlakoti trúði á drauga, en faðir heimildarmanns trúði hvorki á drauga né huldufólk.
Taldir upp draugarnir: Rauðpilsa, Skotta, Dalli eða Sauðlauksdalsdraugurinn og Stígvélabrokkur. Mikil draugatrú og þessir framangreindu voru landlægir.
Spurt um drauga. Þarna var enginn draugur á ferðinni. Eyjaselsmóri var úti á Héraði.
SÁM 90/2093 EF
Slysfarir og afturgöngur. Hættulegar ár og fjallvegir. Draugabíll á Fjarðarheiði. Geitdalsdraugurinn. Stapadraugurinn sagnir.
Skerflóðsmóri var strákur sem var úthýst á einhverju heimili og varð úti á milli Stokkseyrar og Eyrarbakka. Síðan gekk hann aftur. Svo var magnaður draugur, Stokkseyrardraugurinn eða Stokkseyrar-Dísa.
SÁM 86/819 EF
Spurt um drauga; Glæsir nefndur; lítið umtal um drauga á æskuheimili heimildarmanns
8523