39 results
Organizations: Sagnagrunnur
Risi sem bjó í helli undir Hengifossi var búinn að gera út af við þrjá menn, þegar tókst að ráða niðurlögum hans. Einn bóndi vafði sig allan í snæri áður en hann réðst á risann og bugaði hann. Hann tók af risanum stórt járn og var því skipt í þrennt og látið ganga til þriggja kirkja sem slagbrandur fyrir dyrnar.
Einhverju sinni hvarf kýr Sigurðar bónda og fannst ekki í sex ár. Þá fann bóndi kúna sína í dalverpi nokkru ásamt sex nautum sem hún hafði alið. Stuttu síðar falaðist nágrannabóndi hans, Indriði, eftir hluta þessara nautgripa en bóndi neitaði. Þá hóf hinn tilkall til þeirra og sagði þau á sínu landi hafa alist. Úr þessu urðu málaferli á þingi sem lauk...
Hafmaður gríðarstór sást við naust í Viðfirði, eitthvað að stauta en hvarf svo í sjóinn.
Gesturinn við naustin
Sagt frá steinkerinu á Bergsstöðum sem tröllkarl í Bláfelli bjó til; fleira um Bergþór og Hrefnu í Bláfelli
SÁM 86/645 EF
Undraskepnur í sjó: stökkull, hafmeyja, vogmeri, hámeri, risamarhnútur, léttir
SÁM 85/570 EF
Dularfullur hellir í Hreggnasa, Bárðarkista. Risinn Hreggur var sagður búa í Hreggnasa. Ekki vitað hvað hellirinn er stór.
Undraskepnur í sjó: stökkull, hafmeyja, vogmeri, hámeri, risamarhnútur, léttir
Sögn af brúðkaupi í Hofteigi 1806; Gekk óboðinn gríðar ver til hallar
SÁM 90/2334 EF
Skrímsli, ef til vill risaskjaldbaka, sést við Hreggsstaði
SÁM 92/3044 EF
Örskammt sunnan við Kirkjuból í Staðarsveit er vík er Fúlavík heitir, hafa sumir þóst þar kvikinda varir eftir að húma tekur. Þorgils hreppstjóri Guðmundsson bjó á Ytri-Görðum á síðari hluta 19. aldar, hjá honum var vinnumaður eigi nafngreindur, fór sá oft suður í Tungupláss á kvöldum. Eitt kvöld seint kom hann heim með ofsahlaupi og æði miklu, skellti...
Árni Þorvarðarson sem nú (1911) býr í Reykjavík, var ungur drengur til sjós á Stokkseyri fyrir nær 60 árum og í sjóbúð þeirri sem kölluð var Beinateigur, kom þar fyrir einkennilegur atburður. Karel hér formaðurinn og var frá Höskuldsstöðum þar skammt frá. Rúm Árna var nærri dyrunum. Eitt kvöld gat Árni ekki sofnað og fannst honum sækja að sér ókennileg...
Þjóðsögurnar gefa víða í skyn að til væru hálftröll. Áttu það að vera afkvæmi manna og álfa og trölla. Þessar verur líkjast báðum meira og minna og kölluðust ýmsum nöfnum, oftast þó blendingar, þursblendingar, jötunblendingar og jafnvel bergrisar og voru þeir af tröllakyni. Dæmi um þess háttar menn eru þeir Bárður, Ármann, Hallmundur, Þórir í Þórisdal,...
Vilberg kveðst kunna Krímmál. Segir frá því hafa lent á eyju í Winnipegvatni ásamt indíánum. Þeir voru hræddir við eyjunna vegna þess að þar átti að vera risa vaxin engispretta.
Um risann Rút í Rútshelli, örnefni sem tengd eru sögninni um Rút: Guðnasteinn, Þorláksnípa, Stebbasteinar, Ingimundur; fjársjóður Rúts er undir steini en ef reynt er að ná honum sýnist Hrútafell í björtu báli
Kona er var ein á ferð sá undir skugga einum tvær stórvaxnar beinagrindur ganga, hvarf henni ekki sýnin fyrr en hún kom að bæ einum var talið að þetta hefðu verið bæjarfylgjur eða svipir tveggja manna er höfðu orðið úti á milli bæja.
Skugginn og beinagrindurnar
Um útilegumannatrú. Kristján var sólginn í útilegumannasögur þegar hann var ungur, en telur ekki að menn hafi haft trú á tilvist útilegumanna; nema þá Fjalla-Eyvindi, hann hafi verið til. Rætt um sagnir af Fjalla-Eyvindi, nefnir sögu af leitarmönnum sem hafi séð risavaxinn mann inni á fjöllum.
SÁM 93/3547 EF
Fiskiskúta fór á hliðina þegar stór skepna lagðist á það. Sjómennirnir sáu stóra griptanga sem þeir söguðu sundur á öldustokknum. Þetta var svo þungt að þeir urði að hluta það sundur og henda í sjóinn. Þetta var talinn vera risa kolkrabbi.
Gróa sem var frænka þeirra Droplaugarsona hefur á síðari tímum verið kölluð Ríka-Gróa. Hún var skörungur mikill, virt og vinsæl. Sagt er að hún hafi átt hundrað kúa, haft mörg hjú og risnu mikla. Gróa átti land allt inn að Valagilsá og voru Miðhús, Dalhús og Uppsalir byggðir í hennar landi. Þar sem menn telja að bær hennar hafi staðið eru tóftir sem...
Drengur féll niður holu á túni og niður í stórgrýtisurð. Allt var þar koldimmt en hann fann þar göng sem hann skreið eftir. Á leiðinni fór hann yfir eitthvað mjúkt og sleipt, slímkennda leðju sem loddi við föt hans. Nokkru síðar komst hann út og var þá kominn í aðra sveit. Föt hans voru þakin gullsandi og hitti hann þar menn sem höfðu áhuga á að ná í...
Jón Þorsteinsson hét maður sem bjó á Nípá í Köldukinn. Fór hann eitt sinn út í Náttfaravík því þar var gott að fanga grásleppu og æðarfugl. Þegar hann kom út að Purká, var svo mikið í henni að hún var óvæð. Ákvað hann að leggja sig og sjá hvort ekki drægi úr vextinum. Dreymdi hann þá að til hans kæmi risi sem gekk með honum upp með ánni og yfir brú sem...
46