Sagnir um Höskuld Eyjólfsson. Höskuldur virtist ekki hafa áhuga á að draga sauðfé, en þegar hann var búinn að taka úr töskunni var haldið með hann heim. Kveðið var um hann: Hingað kom í hestaleit.
Rætt er um landabruggun og þá einkum aðferðir. Bruggtunnurnar voru geymdar í útihúsunum og þar var það falið. Oftast geymt í fjárhúsunum og jafnvel heystæðum. Notast var við einföld tæki, kynnt var undir tunnu með prímus eða öðru sem til féll. Síðan var efnið kælt með pípum eða öðru tilfallandi. Ekki gætti á mikilli andstöðu á móti brugginu hvorki hjá...
Rætt um landabrugg í Skaftártungu, efni og aðferð. Enginn var handtekinn fyrir brugg. Bruggað var úr rúsínum, sykri, vatni og fleiru. Gott þótti að láta efnið standa lengi, allt frá þremur vikum og upp í mánuð. Best þótti að sjóða efnið. Ekkert var selt heldur var allt drukkið heima og stundum gefið út af heimilinu.
Um bruggara í Húnavatnssýslu: tveir náðust og var hellt niður hjá þeim og annar þeirra sat inni
Hjalti spyr um drykkjuskap og bruggárin. Ræða um brugg og drykkju á bannárunum.
Bruggun vestra á bannárunum. Nokkrir brugguðu, en það var bölvaður óþverri. Einn maður bruggaði inn í Djúpinu og það var fínasta vín. Vínið var falið á ýmsan hátt þegar verið var að leita. Einn faldi það í súrheyinu. Einu sinni var grímuball árið 1916 hjá þeim og þá var keyptur kútur af hvítöli, sagt var að hægt væri að gera það áfengt með að setja í það...