543 results
Dæli er bær í Skíðadal. Álfhóll heitir hóll sem stendur í túninu. Er hann einkennilegur að lögun og ásýnd. Þau álög eru sögð fylgja Álfhól að ef kollur hans sé sleginn muni einn nautgripanna á bænum verða fyrir alvarlegum sjúkdómi. Aðrir hólar, Efri-og Neðri-Kvíhóll eru einnig í túninu. Er sagt að í fornöld hafi maður verið heygður með fé í Efri-Kvíhól....
Á ofanverðri 17. öld bjó í Höfn í Siglufirði maður nokkur er Höskuldur hét, einrænn í skapi og talinn fjölkunnugur. Átti hann í erjum við Dala-Rafn er bjó í Úlfsdölum, er skammur vegur milli bæja yfir fjallið. Rafn var einnig talinn göldróttur og er sagt þeir hafi á víxl reynt að seiða fram skriður yfir bæi hvors annars, en báðum tekist að beina þeim frá....
Samkvæmt munnmælum nam Gull-Björn eyna Bjarnarey. Nafn sitt dró hann af því að hann ku hafa átt tvær kistur fullar af gulli, auk fleiri auðæfa. Í eyjunni bjó hann til elli og þá setti hann gullkisturnar í helli í sjávarhömrum þar sem enginn hefur getað náð þeim. Hann var svo heygður í landi þar sem heitir Landsendi eða Ketilsstaðamúli. Þar heitir nú...
Mikael hét vinnumaður á Bragðavöllum. Eitt sinn um vetur þegar hann hélt heim á leið frá beitarhúsunum lenti hann í miklu illviðri. Fann hann á leiðinni gafl kistu með glóandi fögrum koparhring. Ákvað hann að leggja staðinn á minnið og halda þangað þegar veðrið skánaði. Fann hann staðinn aftur en enga kistu var að sjá. Mikael fór frá Bragðavöllum til...
Á vesturbænum á Gamla - Hrauni, þar sem Símon Símonarson bjó lengi, þótti vera reimt. Heyrðust þar hurðaskellir, hark og umgangur um nætur, er enginn var á ferli. Voru heimamenn orðnir þessu vanir, og varð engum meint af þessu. Reimleikar þessir voru gamlir og vissi enginn upptök þeirra. Gísli Guttormsson var þar eitt sinn heimilismaður og var hann...
Framhald sögunnar um Helgu Bárðardóttur. Heimildarmaður fann sjö skeifur við farinn veg. Helga var með gullhörpu með silfurstrengjum. Hún var alin upp af birnumjólk. Helguhóll, þar var hún grafin. Á þessum hól var smalahús. Heimildarmaður fer með vísu um það; Smalar hól á fundust fimm. Smali einn dreymdi oft Helgu og var hún þá öll í gulli. Hann gróf í...
Hér segir frá Hvala-Ólafi sem bjó á Hvestu við Arnarfjörð og var hið fræknasta mikilmenni og hvalaskutlari með afbrigðum. Sagt er frá hvalveiðum hans og aðferðum við þær. Hann græddi mikið á veiðunum og á að hafa grafið peningana, þar sem kallað er Andahvilft. Nafnið er dregið af því að þar eru sagðir vera andar sem gæti dalakúta fulla af peningum. Á...
Skeggi hét maður sem fyrstur er sagður hafa byggt Þinganes í Nesjasveit. Hann var vellauðugur og er sagt að hann hafi látið skip sitt út í eyju í haug þar og fyllt það af fjármunum sínum. Hann bað um að hann yrði heygður þar er hann létist eða að hann gekk lifandi í hauginn. Skeggi mælti svo um að engum tækist vel að ræna hauginn. Fram eftir öldum sáust...
Vafurlogi í Skeggey á Þinganesi. Menn sáu vafurloga. Ábúendur tóku sig til og fóru að grafa í dysina. Þegar þeir töldu sig vera komna í gegnum jarðlagið sem átti að hylja Skeggja þá var þeir litið heim til sín og sýndist þeim bærinn þeirra vera í björtu báli. Hætt var að grafa og menn flýttu sér heim, en þar var enginn eldur. Síðan hefur ekki verið grafið...
Það var trú að verur þær er byggðu hauga fornmanna, draugaverur einkum, snéru sér og horfðu í norðurátt. Fundu kynngikunnáttumenn það af visku sinni að eigi var ráðlegt að ganga að þeim úr norðri, heiðnu áttinni, og settu því þær reglur að væri brotinn haugur skyldi hefja gröftinn úr kristinni átt og einkum úr austri, sumir segja suðri, því þá kæmu menn...
Hauggraftrarreglur
Þegar Haraldur hárfagri komst til valda í Noregi, flúðu margir landið undan ofríki hans. Þar var Loðmundur hinn gamli og félagar hans sem þá fóru til Íslands og námu land á Austfjörðum. Loðmundur bjó fyrst á Þulunesi í Loðmundarfirði og síðar við Dyrhólma hvar öndvegissúlur hans komu á land. Segir hér m.a. frá fóstbróður hans Bjólfi og samskiptum...
Ríkur prestur meinar dóttur sinni að giftast ráðsmanninum á bænum. Þegar prestur deyr þá finnst ekki auður hans og gerðist þá reimt í kirkjunni. Eitt kvöldið fer dóttir hans og ráðsmaður út í kirkjuna, stúlkan klæðist hvítum hjúpi, fer upp á kórbitann og svo fer ráðsmaður, stúlkan hefur upp í sér spesíu frá föður sínum, í hendinni taug úr klukkustrengnum,...
Bóndi tekur það loforð af konu sinni að þegar hann deyi þá myndi hún leggja pyngju eina fulla af peningum sér á hjartastað því honum þótti vænst um hana ef hún myndi ekki verða að ósk hans þá myndi hún hljóta verra af. Konan gerir það sem fyrir hana er lagt, eftir mörg ár þegar verið er að taka gröf finnst heilt hjarta með pyngju bundið um sig, þegar...
Eldjárn Hallsteinsson drukknaði í ánni Kolku árið 1847. Eftir dauða hans var farið í það að reyna að skipta peningum hans og sá Benedikt prófastur Vigfússon á Hólum um það. Sendi hann mann til að innheimta þá peninga sem Eldjárn hafði átt hjá mönnum á Akureyri. Þegar maðurinn kom til baka úr ferðinni, þá varnaði Eldjárn afturgenginn honum að komast inn í...
Frá Eldjárni Hallsteinssyni
Sagt frá Finnboga Bæringssyni. Hann var hjá heimildarmanni þegar hann var í uppvexti. Finnbogi var kallaður Galdra-Bogi. Talið var að hann hafi átt talsverða peninga og hafi grafið þá í Stórurð. Galdra-Bogi trúði á náttúrusteina og kunni ýmislegt fyrir sér í notkun þeirra og náttúru. Mann rak í Aðalvík og hafði hann gullhring á fingri. Galdra-Bogi náði...
Mörgum árum seinna var aftur reynt að grafa upp kistuna hennar Hildar sem var í Hildarhaug. Þeir náðu kistunni næstum upp en þá datt hún ofan á þá sem voru niður í gröfinni að grafa frá henni og þeir dóu. En hringurinn af lokinu sat eftir á reipinu og er nú á kirkjudyrunum á Stað í Grunnavík.
Skiphóll. Í honum átti að vera grafið skip. Heimildarmanni finnst það þó ólíklegt. Einu sinni var reynt að grafa í Skiphól en þá fannst þeim sem að allir bæirnir væru að brenna. Þá var hætt við að grafa. Heimildarmaður passaði sig á því að fara aldrei upp á Stórhól þegar hún var að smala svo að hún myndi ekki detta þar niður, þar sem hann átti að vera...
På Bjørnhøjen sad om Aftenen en sort Høne på Æg, og det var Guldæg. Så var der en Kone, hun skulde have været fra Østergård, og hun tager en Dag og går derop. Så spænder hun hendes Forklæde fra sig og tager Hønen og sætter på Forklædet, og derefter tager hun Æggene. Siden hun nu fik dem, så satte hun Hønen igjen. Men om Natten kom den til Vinduet og...
En Student var ude at spasere ved Skanderborg Slotsplads, og da kommer han til en Hund, der ligger i en Kringle og sover. Han står og ser på den, og så trækker han hans Frakke af og lægger ved Siden af Hunden, tager den og lægger på Frakken, men opdager ellers ingen Ting. Altså tager han og lægger Hunden tilbage på dens Plads. Så siger den: »Var det...
da.etk.DSnr_01_0_00840
Min Fader fortalte, at de en Gang var ved at kaste efter en Bjærgmand i Snede. Men det skulde jo være tiende, ellers var Arbejdet ingen Nytte til. De havde fået gravet så vidt, at de kunde nå til en Kiste med Spaden. Men så kom der en Kok hoppende op fra Kisten og slog Skide, og det gav de dem til at grinne ad, og én af dem sagde: »Det var da en sær...
da.etk.DSnr_01_0_00828
864