7,568 results
Þess er getið í Sturlungu, að er þeir Hrafnssynir brenndu inni Þorvald Þórðarson í Vatnsfirði á Gillastöðum í Reykhólasveit, hafi fylgdarmenn þeirra komið að Steinsmýrartungu til þess að sækja eld. Bær þessi er nú Mýrartunga í Reykhólasveit. Nokkru frá bænum heitir Steinsmýri. Gæti bærinn hafa að fornu dregið þaðan nafn.
Steinsmýrartunga - Mýrartunga
Saga af hauslausum draug; hann fór halloka í glímu og fórst á heimleiðinni, en fylgdi síðan afkomendum þess sem vann hann í glímunni. Saga af stúlku, sem talin var rangfeðruð, en fylgjan kom upp um rétta faðernið.
SÁM 93/3569 EF
Rætt um Stefán sálmaskáld og Gísla bróður hans, og farið með nokkrar vísur: Klerkurinn á Kálfatjörn; einnig draugasaga þar sem kemur fyrir vísan: Gefðu mér, Kristur, kraftinn þinn; gamanvísa eftir Gísla og sagt frá brag sem hann orti um strand
SÁM 93/3433 EF
Draugurinn sem fylgdi Brekkufellaættinni sótti að manni daginn áður en einhver af ættinni kom. Konuna dreymdi að vera kæmi þarna inn í hjónaherbergið um leið og maður hennar lét illa í svefninum.
Frá Hlíð í Skaftártungu. Klettar sem að kölluðust Máríuerlusteinar. Talið var að ekki mætti hreyfa við þeim. Fóstra heimildarmanns vildi ekki að börnum væru sagðar draugasögur.
Ræðir um ömmu sína sem fræddi Hjálmfríði mikið um drauga o.fl. Spurð út í álagabletti í nágrenninu, Álfahóll í Múlakoti sem ekki mátti slá, segir frá hömrum í landi Hjalla þar sem huldufólk átti að búa, lýst staðháttum, minnst á tóftir í Kornbrekkum
Draugasaga sem hún segist kunna um Kittabæinn, gistihús á jörðinni, en þar á maður að ganga aftur. Saga sem hún hefur bætt aðeins við. Trúir ekki á líf eftir dauðann eða á guð.
Niðursetningar sem dóu úr hor og þeir sem var úthýst urðu magnaðastir drauga. Útburðarvæl heyrðist á undan veðrum. Það heyrðist í einum í Eiðhúsatungu og þar var líka villugjarnt.
Reimleikar á Axarhóli, þar sem Ólöf ríka á Skarði lét hálshöggva Englendinga. Engar sögur af draugunum en mönnum var illa við að fara þar um í myrkri.
Heimildarmaður heyrði lítið talað um fylgjur. Huldufólk og draugar voru ekki á hvers manns vörum. Mikið var talað um þetta á Austurlandi. Heimildarmaður segir frá sjálfum sér og uppruna sínum.
Maður er draugur fylgdi missti hest sinn út í á og drapst hesturinn. Var Móra um kennt, sá maðurinn mikið eftir hestinum og var kona ein sem orti háðsvísur um atburðinn, var maðurinn reiður og sagði að líkt gæti hent hana, enda dó hún eftir að hafa dottið af hestbaki.
Spurt um fleiri drauga og einn var í Búlandsseli, þar gekk oft mikið á, var svipur eftir einhverja konu. Gísli man ekki eftir neinum sem varð úti og gekk aftur, en hann hefur oft séð svipi. Margir svipir á fjörunum
Heimildarmaður man ekki eftir álagablettum. En hún hræddist hinsvegar einn stein sem að hún þurfti að fara framhjá. Henni heyrðist sem þar væri verið að mala kaffi. Síðan spurt um drauga og ættarfylgjur án nokkurs árangurs
Fylgjutrú var nokkur og það þurfti ekki að vera draugar. Drengur vaknaði eina nóttina og þá sá hann standa hrút við rúmstokk föður síns. Hann var dauðhræddur við hrútinn. Um morguninn eftir kom gamall maður sem var kallaður Kinda-Gvendur en hann var greiðasamur við skepnur og hann settist þar sem strákurinn hafði séð hrútinn.
Stórhólsleiti var heilmikið draugabæli, þar voru menn á ferð sem höfðu drukknað í Eyjafjarðará: Tveir ríðandi menn sem fórust í ánni og sá þriðji sem drukknaði við leit að þeim. Faðir Guðmundar sá eitt sinn tvo svarta skugga líða yfir veginn við Stórhólsleiti og hestur hans fældist.
Guðrún Oddsdóttir þótti vita fyrir gestakomur og mannslát. Hún sá fyrir að ófætt barn mundi ekki lifa. Hún sá draugsfylgju manns halla sér yfir vöggu ungabarns. Guðrún þótti afbragð annarra kvenna og börn hennar efnileg. Sonur hennar var eitt sinn hætt kominn er hann datt niður um vök á skautum. Þetta hafði Guðrún séð fyrir.
Fyrirsagnir Guðrúnar Oddsdóttur
Þekkir engar álfasögur úr sveitinni, enginn álagablettur í Leirvogstungu en kannski annars staðar í sveitinni, eina draugasagan er frá stríðsárunum eftir að kona fórst af slysförum en hún birtist stundum fólki við veginn
Drangurinn í Drangshlíð. Heilmikið holrúm er í honum en þar var einu sinni haft fjós. Þau álög voru á því að það mátti aldrei vaka yfir kú þegar að hún bar þar því að þá misfórst eitthvað hjá henni.
SÁM 90/2134 EF
Maður heitaðist við Hjalta Þorgeirsson. Hjalti hafði séð þennan mann vera vondan við einn dreng og gat ekki horft upp á slíkt. Hann réðst því á manninn og bjargaði drengnum. Trúað var að menn sem heituðust lifðu ekki lengi, enda dó þessi og draugurinn réðst á Hjalta. Hjalti hafði betur, en var allur blár og marinn. Heimildarmaður fer með vísu um Hjalta;...
Spurt er hvort amma heimildarmanns hafi trúað sögunum sem hún sagði. Hún trúði á drauga, huldufólk og annað segir heimildarmaður. Frænka heimildarmanns fann forkunnarfallegt, útsaumað nálahús þegar hún var að smala á stað þar sem aldrei kom nokkur maður. Hún tók nálahúsið og átti lengi en amma heimildarmanns taldi víst að huldukona hafi átt það og gleymt...
SÁM 90/2302 EF
8523